10. ágúst 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif. Jafnframt var samþykkt að tillagan skyldi kynnt fyrir umhverfsnefnd.
Endurauglýst tillaga að deiliskipulagi alifuglabús að Suður Reykjum lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.Umræður um málið.
Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi M-lista gerir athugasemd við það að alifuglabúið fái leyfi til að ala allt að 15.000 fugla. Það er aukning um 50%. Ef af því verður þá þarf að skoða meðhöndlun úrgangs o.fl. upp á nýtt.Gestir
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2016201606026
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016.
Sigurður Borgar Guðmundsson kom til fundarins undir þessum lið.Umhverfisnefnd fór í vettvangsferð til að skoða fallega garða sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar árið 2016.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita einum garði og þremur einstaklingum umhverfisviðurkenningar ársins 2016 og fylgja upplýsingar um verðlaunahafa með í sérstöku minnisblaði. Viðurkenningarnar verða veittar á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst, og þá verður upplýst um verðlaunahafa.