2. júlí 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
StefánÓmar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kosning í nefndir og ráð201406077
Kosning í nefndir og ráð sbr. 46. gr. í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Kosning fer fram í eftirtaldar nefndir, stjórnir og ráð: Yfirkjörstjórn (3 aðalmenn og 3 til vara) og til 7. kjördeilda (3 aðalmenn og 3 til vara í hverja kjördeild) Búfjáreftirlitsnefnd. Einn aðalmaður til setu í sameiginlegri búfjáreftirlitsnefnd Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps og annan til vara skv. 10. gr. laga um búfjárhald o.fl. nr. 103/2002 Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994. Fulltrúaráð Eirar. Þrír aðalmenn og þrír varamenn. Fulltrúaráð Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Tveir aðalmenn. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Launamánaráðstefna Launanefndar sveitarfélaga. Allt að þrír fulltrúar og þrír til vara. Samráðsnefnd Mosfellsbæjar og STAMOS. Tveir aðalmenn. Samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar. Einn aðalmaður í samstarfsnefndina skv. 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Skólanefnd Borgarholtsskóla. Einn aðalmaður og einn varamaður. Skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Tveir aðalmenn og tveir varamenn. Þjónustuhópur aldraðra. Einn aðalmaður og einn varamaður skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og samkomulagi við sveitarfélög sem aðild eiga að sama heilsugæsluumdæmi.
Kosning í nefndir og ráð á 631. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Eftirfarandi tilnefningar komu fram:Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Yfirkjörstjórn
Haraldur Sigurðsson aðalmaður Yfirkjörstjórn
Valur Oddsson aðalmaður Yfirkjörstjórn
Gunnar Ingi Hjartarson varamaður Yfirkjörstjórn
Hólmfríður H Sigurðardóttir varamaður Yfirkjörstjórn
Rúnar Birgir Gíslason varamaður Yfirkjörstjórn
Már Karlsson aðalmaður Kjördeild 1
Margrét Lára Höskuldsdóttir aðalmaður Kjördeild 1
Úrsúla Jünemann aðalmaður Kjördeild 1
Sigurður Geirsson varamaður Kjördeild 1
Helga H. Friðriksd. Gunnarsson varamaður Kjördeild 1
Ib Hansen Göttler varamaður Kjördeild 1
Guðmundur Jónsson aðalmaður Kjördeild 2
Ólafur Karlsson aðalmaður Kjördeild 2
Sigrún Karlsdóttir aðalmaður Kjördeild 2
Steinunn Steinþórsdóttir varamaður Kjördeild 2
Pálmi Steingrímsson varamaður Kjördeild 2
Birta Jóhannesdóttir varamaður Kjördeild 2
Ásdís Magnea Erlendsdóttir aðalmaður Kjördeild 3
Guðrún Bóel Hallgrímsdóttir aðalmaður Kjördeild 3
Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður Kjördeild 3
Elías Pétursson varamaður Kjördeild 3
Daníel Ægir Kristjánsson varamaður Kjördeild 3
Óskar Markús Ólafsson varamaður Kjördeild 3
Guðmundur Bragason aðalmaður Kjördeild 4
Stefán Óli Jónsson aðalmaður Kjördeild 4
Margrét Gróa Björnsdóttir aðalmaður Kjördeild 4
Erlendur Örn Fjeldsted varamaður Kjördeild 4
Jón Davíð Ragnarsson varamaður Kjördeild 4
Ólafur Guðmundsson varamaður Kjördeild 4
Guðrún Erna Hafsteinsdóttir aðalmaður Kjördeild 5
Guðjón Sigþór Jensson aðalmaður Kjördeild 5
Kári Árnason Johansen aðalmaður Kjördeild 5
Hekla Ingunn Daðadóttir varamaður Kjördeild 5
Þóra Sigurþórsdóttir varamaður Kjördeild 5
Dóra Hlín Ingólfsdóttir varamaður Kjördeild 5
Haukur Ómarsson aðalmaður Kjördeild 6
Sigurður L Einarsson aðalmaður Kjördeild 6
Páll Ragnar Eggertsson aðalmaður Kjördeild 6
Anna María E Einarsdóttir varamaður Kjördeild 6
Sigrún Guðmundsdóttir varamaður Kjördeild 6
Finnur Sigurðsson aðalmaður Kjördeild 7
Kári Ingason aðalmaður Kjördeild 7
Elva Ösp Ólafsdóttir aðalmaður Kjördeild 7
Stefán B Sigtryggsson varamaður Kjördeild 7
Ýr Þórðardóttir varamaður Kjördeild 7
Bergsteinn Pálsson varamaður Kjördeild 7
Búfjáreftirlitsnefnd
Jóhanna Björg Hansen aðalmaður Embættismaður
Haukur Níelsson varamaður Embættismaður
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins
Haraldur Sverrisson aðalmaður D lista
Bjarki Bjarnason varamaður V lista
Fulltrúaráð Eirar
Hákon Björnsson aðalmaður D lista
Ólafur Gunnarsson aðalmaður V lista
Sigrún H Pálsdóttir aðalmaður M lista
Rúnar Bragi Guðlaugsson varamaður D lista
Birta Jóhannesdóttir varamaður M lista
Fulltrúaráð SSH
Bryndís Haraldsdóttir aðalmaður D lista
Bjarki Bjarnason aðalmaður V lista
Anna Sigríður Guðnadóttir aðalmaður S lista
Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir aðalmaður D lista
Bryndís Haraldsdóttir aðalmaður D lista
Hafsteinn Pálsson aðalmaður D lista
Anna Sigríður Guðnadóttir aðalmaður S lista
Bjarki Bjarnason varamaður V lista
Theódór Kristjánsson varamaður D lista
Bryndís Brynjarsdóttir varamaður V lista
Ólafur Ingi Óskarsson varamaður S lista
Launamálaráðstefna
Ekki lengur kosnir fulltrúar á launamálaráðsetnu þar sem ráðstefnan hefur verið aflögð
Samráðsnefnd Mos og STAMOS
Hafsteinn Pálsson aðalmaður D lista
Bjarki Bjarnason aðalmaður V lista
Bryndís Haraldsdóttir varamaður D lista
Bryndís Brynjarsdóttir varamaður V lista
Skólanefnd Borgarholtsskóla
Tilnefningu frestað þar til ráðuneytið kallar eftir henni þegar skipunartíma núverandi skólanefndar lýkur.
Skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
Tilnefningu frestað þar til ráðuneytið kallar eftir henni þegar skipunartíma núverandi skólanefndar lýkur.
Þjónustuhópur aldraðra
Unnur Valgerður Ingólfsdóttir aðalmaður Embættismaður
Unnur Erla Þóroddsdóttir varamaður Embættismaður
Samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar
Haraldur Sverrisson aðalmaður Embættismaður
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreindir einstaklingar því rétt kjörnir til starfa samkvæmt ofanrituðu.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1170201406021F
Fundargerð 1170. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma Grænna Skáta í Mosfellsbæ 201401244
Umsögn umhverfissviðs um söfnunargáma Grænna skáta
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Nýr skóli við Æðarhöfða 201403051
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa útboð vegna lóðarfrágangs í og við nýjan skóla við Æðarhöfða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi lýsingu á reiðleið 201405260
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
2.4. Ósk um fullnaðarfrágang gatna í Leirvogstungu norður 201406124
Erindi LT-lóða vegna gatnagerðar á norðursvæði Leirvogstungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Leirvogstunguskóli - sjálfstæður skóli 201406184
Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Reykjabyggð 40 201406206
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins óskar umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Reykjabyggð 40 í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1170. fundar bæjarráðs samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi laun til áheyrnarfulltrúa í nefndum. 201406251
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún leggur fram tillögu um að áheyrnarfulltrúar í nefndum fái þóknun fyrir störf sín líkt og aðrir fulltrúar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu 1170. fundar bæjarráðs vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.$line$$line$Samþykkt 1170. fundar bæjarráðs sem gerð var með tveimur atkvæðum gegn einu um að áheyrnarfulltrúum í nefndum, að bæjarráði frátöldu, verði ekki greidd þóknun fyrir störf sín borin upp og staðfest með sex atkvæðum gegn þremur atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa S-lista.$line$Bæjarfulltrúar S-lista telja rétt að áheyrnarfulltrúar fái greitt fyrir setu í nefndum Mosfellsbæjar.$line$Það er til bóta fyrir lýðræðislega umræðu að þeir stjórnmálaflokkar sem ekki ná inn aðalmanni í nefndir geti tilnefnt áheyrnarfulltrúa. Það tryggir að fleiri sjónarmið heyrist og komi fram þar sem umræðan á sér stað, þ.e. í nefndunum. Undirbúningur fyrir nefndarfundi er nauðsynlegur til að fundir verði málefnalegir og árangursríkir og undirbyggi þannig lýðræðislega ákvarðanatöku bæjarfulltrúa. Nefndastörfin eru mikilvæg undirstaða ákvarðana í bæjarstjórn og eðlilegt að það mikilvægi endurspeglist í því að allir þeir sem gefa sig að því samfélagslega mikilvæga starfi sem þar fer fram fái sanngjarna þóknun.$line$$line$Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi Óskarsson.$line$$line$$line$Bókun M lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M lista lýsir yfir miklum vonbrigðum með að fulltrúar D- og V-lista skuli ætla að standa í vegi fyrir að jafnræðis sé gætt í launagreiðslum til nefndarmanna í sveitarstjórn Mosfellsbæjar. Vinnuframlag, réttindi og skyldur áheyrnarfulltrúa eru þær sömu og annarra nefndarmanna að undanskyldum rétti til að greiða atkvæði. Þessi lýðræðislega aðgerð kostar bæjarfélagið ekki mikið eða líklega um 900 þúsund á ári, auk launatengdra gjalda. Í sveitarstjórnarlögum er þess sérstaklega getið að sveitarstjórnum sé heimilt að greiða áheyrnarfulltrúum laun og fjölmörg sveitarfélög sem hafa þann háttinn á.$line$Mosfellsbær greiðir bæjarstjóra sínum mjög góð laun og því ljóst að hjá D-lista ræður bágur fjárhagur sveitarfélagsins ekki för. Þessi ákvörðun er heldur ekki í neinu samræmi við stefnu Vinstri grænna á landsvísu í jafnræðismálum. $line$Sigrún H. Pálsdóttir.
3. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 181201406024F
Fundargerð 181. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 180201406019F
Fundargerð 180. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, 2014 201406225
Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar fer yfir drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar sem fer fram 29. - 30. ágúst, 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$$line$Tillaga M lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M lista gerir að tillögu sinni að markvisst verði unnið að því að efla bæjarhátíðina Í túninu heima. Fyrsta skref er að skapa hátíðinni skýrari umgjörð, skilgreina markmið hennar og hlutverk nefnda og starfsmanna hátíðarinnar við undirbúning hennar. Annað skref væri að styrkja hugmyndavinnu við gerð dagskrár m.a. með auknu samráði við ungt fólk, listamenn, fyrirtæki og íbúasamtök. Hátíðin heyri áfram undir menningarmálanefnd til jafns við þróunar- og ferðamálanefnd.$line$$line$Samþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögunni til Þróunar-, ferðamála- og menningarmálanefnda til afgreiðslu.
4.2. Listasalur Mosfellsbæjar 2015 - tillögur að sýningum 201406224
Kynntar umsóknir um að halda sýningar í Listasal Mosfellsbæjar árið 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Reglur um styrkveitingar til ungmenna vegna norræns samstarfs 201405220
Lögð fram drög að reglum.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar staðfestir með níu atkvæðum framlagðar reglur um styrkveitingar til ungmenna vegna norræns samstarfs.
4.4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til menningarmálanefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Bæjarlistamaður 2014 201406126
Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2014. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
5. Þróunar- og ferðamálanefnd - 42201406020F
Fundargerð 42. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, 2014 201406225
Daði Þórð Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar fer yfir drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar sem fer fram 29. - 30. ágúst, 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 42. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 180201404006F
Fundargerð 180. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2014 201402189
Tilnefning Þeirra efnilegu ungmenna í Mosfellbæ sem hljóta styrk til að stunda íþróttir, tómstundir eða listir sumarið 2014
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Heilsueflandi samfélag 201208024
Ólöf Sívertsen Lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu og markmið þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 151201406018F
Fundargerð 151. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins 201007027
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari kemur á fundinn og kynnir stjórnsýslu Mosfellsbæjar og Samþykkt fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2014 201406216
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2014, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2014 201406218
Kynning á fyrirkomulagi, verklagsreglum og gátlistum vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Nýting Geldingatjarnar í ferðaþjónustu 201404361
Lögð fram til kynningar áform um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Tillögur M-lista Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$1) Til að bæta vinnubrögð við meðferð mála hjá Mosfellsbæ leggur fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar til að stofnaður verði starfshópur um lýðræðisumbætur og innleiðingu skilvirkra verkferla í stjórnkerfi Mosfellsbæjar sem í eru fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn, sbr. starfshópur um lýðræðisstefnu á síðasta kjörtímabili. $line$Starfshópurinn ráði tímabundið ópólitískan starfmann með yfirgripsmikla þekkingu á verkefnastjórnun, stjórnsýslu og lýðræðisumbótum á sveitarstjórnarstigi. $line$Hlutverk starfsmannsins væri að endurskoða verkferla í stjórnsýslunni í samstarfi við starfshópinn, sviðsstjóra og starfsmenn nefnda og ráða. Hans hlutverk væri einnig að aðstoða bæjarstjóra og starfsmenn við innleiðinguna.$line$Tilgangurinn með ráðningu starfsmanns er fyrst og fremst að tryggja að nefndir og ráð og starfsmenn þeirra séu ávallt vel upplýstir um það lagaumhverfi sem tekur til verkefnasviðs þeirra. Hlutverk starfsmanns væri auk þess að innleiða aðferðir til að bæta upplýsingastreymi til íbúa um viðfangsefni sveitarstjórnar, í takt við lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. $line$Í þeim tilgangi að kortleggja verkefnin verði starfshópurinn skipaður strax. Starfsmaður starfshópsins hefji hins vegar vinnu í upphafi næsta fjárhagsárs.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.$line$$line$$line$2) Fulltrúi M-lista óskar eftir að erindið "nýting Geldingatjarnar fyrir ferðaþjónustu" verði tekið upp aftur og starfsemin stöðvuð þar til málið hefur fengið lögformlega meðferð sem felur í sér að leitað verði umsagna til þess bærra stofnana, s.s. Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar áður en erindið verður afgreitt úr bæjarráði og bæjarstjórn. $line$Þar sem um er að ræða helsta vatnsból sveitarfélagsins eru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir Mosfellinga í nútíð og framtíð og sú áhætta óverjandi að leyfa umferð vélbáta og ökutækja í grennd við Geldingatjörn og aðra starfsemi sem valdið getur mengun grunnvatns.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
7.5. Erindi vegna fornleifauppgraftrar 2014 - Skiphóll 201405040
Erindi frá Vikíngaminjum ehf. vegna fornleifauppgraftrar í Skiphól
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ 201211086
Lögð fram tillaga heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis að samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, en heilbrigðisnefndin óskaði á fundi sínum þann 26. maí 2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillöguna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014 201403446
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Erindið verður einnig lagt fyrir skipulagsnefnd. Frestur til að gefa umsögn er gefinn til 4. júlí 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins. Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar af skipulagsnefnd, sem jafnframt samþykkti að stefna að sameiginlegri heimsókn beggja nefnda til búsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 247201406023F
.
Fundargerð 247. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 631. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Gerplustræti 16 - 24, umsókn um byggingarleyfi 201405256
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þriggja hæða 8 íbúða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss nr. 16: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, samtals 2550,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 631. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi 201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina.
Stækkun húss 182,6 m2, 517,7 m3.
Stærð húss eftir breytingu 262,7 m2, 832,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 631. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Uglugata 64, umsókn um byggingarleyfi 201405237
Þorvaldur Einarsson Berjarima 24 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 64 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúðarhús 242,6 m2, bílgeymsla 44,7 m2, samtals 1232,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 631. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Æðarhöfði 2, umsókn um byggingarleyfi 201406180
Mosfellsbær Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja færanlegar skólastofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Matshluti 2, tengibygging 273,8m2, kennslustofa nr.13, 87,1 m2, kemmslustofa nr.14, 87,1 m2, kennslustofa nr.7, 80,9 m2, kennslustofa nr.11, 80,9 m2, kennslustofa nr.12, 80,9 m2, samtals 2237,5 m3.
Matshluti 3, kennarastofa 104,5 m2, 314,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 247. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 631. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 338. fundar Sorpu bs.201406171
.
Fundargerð 338. fundar Sorpu bs. frá 13. júní 2014 lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 403. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201406219
.
Fundargerð 403. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. júní 2014 lögð fram á 631. fundi bæjarstjórnar.
11. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2014201406315
Sumarleyfi bæjarstjórnar 2014 er ráðgert frá 3. júlí til 12. ágúst.
Samþykkt með níu atkvæðum að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 3. júlí 2013 til og með 12. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 13. ágúst nk.
Einnig samþykkt með níu atkvæðum að bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um.
Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verða lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.