Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. febrúar 2016 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 6. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

    Skipulagsnefnd vísaði á fundi sínum 26. janúar 2016 tillögu að deiliskipulagi alifuglabús á Suður-Reykjum til umsagnar umhverfisnefndar, jafnframt því að samþykkja að tillagan yrði kynnt á íbúafundi.

    Far­ið var í gegn­um fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu vegna ali­fugla­bús að Suð­ur-Reykj­um og kynn­ingu sem hald­in var í Lista­sal þann 2. fe­brú­ar síð­ast­lið­inn. Um­ræð­ur um mál­ið.

    Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir um­sögn um deili­skipu­lagstil­lögu vegna ali­fugla­bús að Suð­ur-Reykj­um. Um­sögn­in fylg­ir er­ind­inu.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar

    Það er mjög já­kvætt að á ali­fugla­bú við Suð­ur ? Reyki er hug­að að vel­ferð fugl­ana með því að stækka hús­næð­ið til að bæta að­stöðu þeirra.
    En til þess að geta gert sér al­menni­lega grein fyr­ir um­hverf­isáhrif fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda fer full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í um­hverf­is­nefnd þess á leit að deili­skipu­lagstil­laga um ali­fugla­bú við Suð­ur-Reyki verði send Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is, Um­hverf­is­stofn­un og Veiði­mála­stofn­un til um­sagn­ar áður en um­hverf­is­nefnd af­greið­ir um­sögn sína um skipu­lag­ið.
    Íbúa­hreyf­ing­in ger­ir enn­frem­ur veru­leg­ar at­huga­semd­ir við að hald­inn hafi ver­ið kynn­ing­ar­fund­ur með íbú­um um skipu­lag­ið áður en of­an­greind­ar um­sagn­ir lágu fyr­ir. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að halda ann­an kynn­ing­ar­f­und þar sem fag­að­il­ar lýsa mögu­leg­um áhrif­um starf­sem­inn­ar á líf íbúa og um­hverf­isáhrif­um þess að hnika til far­vegi Var­már sem er á nátt­úru­m­inja­skrá.

    Full­trú­ar D- og V-lista benda á að full­trúi M-lista í nefnd­inni sam­þykkti á fund­in­um um­sögn nefnd­ar­inn­ar um deili­skipu­lagstil­lög­una og lýsti ánægju sinni yfir henni þann­ig að bók­un full­trú­ans er því í mót­sögn við það. Til­lag­an um deili­skipu­lag á Suð­ur-Reykj­um fylg­ir ákveðnu, lög­bundnu ferli sem bæj­ar­yf­ir­völd fylgja í hví­vetna.

  • 7. Er­indi frá um­hverf­is­nefnd Varmár­skóla201511211

    Kynning á erindi umhverfisnefndar Varmárskóla

    Er­ind­ið kynnt. Um­ræð­ur um mál­ið.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00