11. febrúar 2016 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2016201601608
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2016, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Starfsáætlun fyrir umhverfisnefnd lögð fram, rædd og samþykkt.
2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2015 lögð fram.
Umhverfisstjóri kynnti samantekt fyrir verkefni Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015.Umræður um málið. Umhverfisstjóra falið að vinna drög að verkefnalista fyrir árið 2016 og leggja fyrir nefndina á næsta fundi hennar. Nefndarmönnum og öðrum áhugasömum er gefinn kostur á að senda inn tillögur að verkefnum til og með 23. febrúar 2016.
3. Eyðing ágengra plöntutegunda201206227
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Umhverfissviði í samvinnu við garðyrkjudeild falið að gera verkáætlun fyrir eyðingu ágengra plöntna og skili henni til umhverfisnefndar til umfjöllunar að nýju.
4. Auglýsingar utan þéttbýlis201601475
Erindi Umhverfisstofnunar varðandi auglýsingaskilti utan þéttbýlis og reglur sem um þau gilda, lagt fram til kynningar.
Erindi Umhverfisstofnunar um auglýsingaskilti lagt fram til kynningar.
5. Innri aðalskoðun leiksvæða í Mosfellsbæ 2015201511171
Skýrsla vegna öryggiseftirlits með leiksvæðum í Mosfellsbæ 2015 lögð fram til kynningar.
Umhverfisstjóri kynnti eftirlitsskýrslu um innri úttekt leiksvæða í Mosfellsbæ. Ennfremur var farið yfir úttektir Heilbrigðiseftirlits og vottaðar úttektir BSI sem framundan eru.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Skipulagsnefnd vísaði á fundi sínum 26. janúar 2016 tillögu að deiliskipulagi alifuglabús á Suður-Reykjum til umsagnar umhverfisnefndar, jafnframt því að samþykkja að tillagan yrði kynnt á íbúafundi.
Farið var í gegnum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu vegna alifuglabús að Suður-Reykjum og kynningu sem haldin var í Listasal þann 2. febrúar síðastliðinn. Umræður um málið.
Umhverfisnefnd samþykkir umsögn um deiliskipulagstillögu vegna alifuglabús að Suður-Reykjum. Umsögnin fylgir erindinu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Það er mjög jákvætt að á alifuglabú við Suður ? Reyki er hugað að velferð fuglana með því að stækka húsnæðið til að bæta aðstöðu þeirra.
En til þess að geta gert sér almennilega grein fyrir umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda fer fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd þess á leit að deiliskipulagstillaga um alifuglabú við Suður-Reyki verði send Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Umhverfisstofnun og Veiðimálastofnun til umsagnar áður en umhverfisnefnd afgreiðir umsögn sína um skipulagið.
Íbúahreyfingin gerir ennfremur verulegar athugasemdir við að haldinn hafi verið kynningarfundur með íbúum um skipulagið áður en ofangreindar umsagnir lágu fyrir. Íbúahreyfingin telur brýnt að halda annan kynningarfund þar sem fagaðilar lýsa mögulegum áhrifum starfseminnar á líf íbúa og umhverfisáhrifum þess að hnika til farvegi Varmár sem er á náttúruminjaskrá.Fulltrúar D- og V-lista benda á að fulltrúi M-lista í nefndinni samþykkti á fundinum umsögn nefndarinnar um deiliskipulagstillöguna og lýsti ánægju sinni yfir henni þannig að bókun fulltrúans er því í mótsögn við það. Tillagan um deiliskipulag á Suður-Reykjum fylgir ákveðnu, lögbundnu ferli sem bæjaryfirvöld fylgja í hvívetna.
7. Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla201511211
Kynning á erindi umhverfisnefndar Varmárskóla
Erindið kynnt. Umræður um málið.