22. júní 2016 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kosning í nefndir og ráð201406077
Gert er ráð fyrir breytingum á fulltrúa D-lista í íþrótta- og tómstundanefnd og jafnframt að fram fari kosning nefndarmanna í kjördeildir vegna forsetakosninga.
Lagt er til að eftirfarandi breytingar í verði gerðar í kjördeildum í Mosfellsbæ:
Nýr aðalmaður í kjördeild 3 í stað Óskars Markús Ólafssonar frá S-lista verður Kristrún Halla Gylfadóttir.
Nýr varamaður í kjördeild 3 í stað Elíasar Péturssonar frá D-lista verður Arnar Ólafsson.
Nýr aðalmaður í kjördeild 4 í stað Jóns Davíðs Ragnarssonar frá V-lista verður Guðmundur Bjarkason.
Ný varamaður í kjördeild 4 forföllum Ólafs Guðmundssonar verður Erna Björg Baldursdóttir.
Nýr varamaður í kjördeild 6 í stað Önnu Maríu Einarsdóttur frá D-lista verður Gísli Logi Logason.
Nýr varamaður í kjördeild 6 verður Rafn H Guðlaugsson.
Nýr aðalmaður í kjördeild 7 í stað Finns Sigurðssonar frá D-lista verður Margrét Lilja Hjartardóttir.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.
D- og V-listi leggja fram tillögu um breytingu á aðalmönnum í íþrótta- og tómstundanefnd vegna flutnings nefndarmanna úr sveitarfélaginu.
Í stað Karenar Önnu Sævarsdóttur frá D-lista komi Bryndís Björg Einarsdóttir sem aðalmaður og í stað Ólafs Snorra Rafnsonar frá V-lista kemur Jón Eiríksson sem aðalmaður. Jafnframt er lagt til að formaður nefndarinnar verði Rúnar Bragi Guðlaugsson og varaformaður Jón Eiríksson.
Fleiri tillögur komu fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1262201606009F
Fundargerð 1262. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Endurnýjuð kostnaðaráætlun Enduvinnslusstöðva 2016 201606001
Endurnýjuð kostnaðaráætlun Sorpu bs. 2016 fyrir enduvinnslusstöðvar Sorpu og sveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Afnot af íþróttamannvirkjum vegna Öldungamóts BLÍ í maí 2017 201605164
Beiðni um afnot íþróttamannvirkja fyrir Öldungamót Blaksambands Íslands 28.-30. apríl 2017. Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og forstöðumanns íþróttamannvirkja lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Ósk um styrk 201606024
Ósk um styrk til að geta farið á ráðstefnu með nýja hönnun / einkaleyfi til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Lokaskýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum 201604063
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Papco - ósk um viðræður um lóð. 201606051
Papco óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um lóð undir starfsemi sína.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Umsögn um frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál 201605340
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1263201606014F
Fundargerð 1263. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Beiðni um samstarf vegna hjólahreystibrautar í Mosfellsbæ 201605229
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisstjóra og íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar á 1260. fundi 26. maí sl. Umsagnir umhverfisstjóra og nefndarinnar eru lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Mosfellsheiði - Erindi vegna merkinga gönguleiða og upplýsingaskilta 201606074
Ferðafélag Íslands og Brúarsmiðjan óska eftir samstarfi vegna merkingar gönguleiða og upplýsingaskilta á Mosfellsheiði
Niðurstaða þessa fundar:
Bjarki Bjarnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
3.3. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur 201605078
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar lögmanns á 1260. fundi 26. maí sl. Umsögn lögmanns lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar þakkar bæjarlögmanni fyrir uppfræðandi minnisblað en tekur þó ekki undir þá afstöðu að rökstuðning vanti fyrir því að Umhverfisstofnun fái heimild til að sekta rekstraraðila, nánar tiltekið sveitarfélög, sem brjóta í bága við markmið tilskipunar EES um meðhöndlun á úrgangi. Sektarákvæðinu er ætlað að tryggja að farið sé að lögum.
Ríkið ber ábyrgð á að tilskipunum sé framfylgt og því nauðsynlegt að það geti beitt þvingunarúrræðum í þessum málaflokki sem öðrum.
Tilgangur tilskipunarinnar er í grunninn að vernda vistkerfi og heilsu íbúa þeirra samfélaga sem þær ná til. Það er aðalatriði þessa máls sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar frumvörp til laga um úrgangsmál eru tekin fyrir á vettvangi sveitarfélaga.
Íbúahreyfingin telur löngu tímabært að sveitarfélög taki á úrgangsmálum út frá hagsmunum íbúa og tekur því undir nýtt ákvæði í frumvarpinu þess efnis að Umhverfisstofnun fái heimild til að beita stjórnvaldssektum.Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Skólaakstur 2016-17 201606087
Tillaga að skólaakstri 2016-17.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Villidýrasafn í Mosfellsbæ 201208023
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir umræðu um villidýrasafn í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar dragi viljayfirlýsingu um stofnun villidýrasafns til baka.
Á tímum framúrskarandi kvikmyndatækni og auðveldrar dreifingar myndefnis er engin ástæða til að sýna dauð, uppstoppuð dýr í framandi umhverfi á söfnum, miklu nær að fylgjast með þeim lifandi í sínu náttúrulega umhverfi í gegnum kvikmyndir, sbr. dýralífsmyndir Sir Davids Attenboroughs.
Mikill fjöldi uppstoppaðra dýrategunda á gömlum náttúrugripasöfnum er í útrýmingarhættu. Í ljósi þess að hryggdýrategundum hefur fækkað um 52% á undanförnum 40 árum er löngu tímabært að stöðva veiðarnar og hætta stuðningi við aðila sem þær stunda. Að draga viljayfirlýsinguna til baka væri spor í rétta átt og óskar Íbúahreyfingin því eftir stuðningi bæjarstjórnar við tillöguna.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Opnunartími bæjarskrifstofu 201606097
Tillaga um breyttan opnunartíma í því skyni að bæta þjónustu bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Starfsmannamál 201606016
Leikskólastjóri Reykjakots segir upp störfum vegna aldurs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 198201606004F
Fundargerð 198. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Bæjarlistamaður 2016 201604341
Fyrri umferð kjörs á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Í túninu heima 2016 201602326
Upplýst um stöðu mála við undirbúning bæjarhátíðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Hátíðarhöld 17.júní 201504231
Dagskrá 17.júní hátíðarhalda ársins 2016 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Listasalur Mosfellsbæjar 201506087
Umsóknir um úthlutun Listasalar Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Vinabæjarmálefni 201506088
Vinabæjarráðstefna verður haldin í danska vinabænum Thisted dagana 14. til 17. ágúst nk. Lagðar fram upplýsingar um dagskrá og þátttakendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 415201606013F
Fundargerð 415. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 413. fundi. Lögð fram fyrirspurn skipulagsfulltrúa í tölvupósti til Skipulagsstofnunar vegna framkominna athugasemda, og svar Skipulagsstofnunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi 201603013
Umsókn um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu" var grenndarkynnt 4. maí 2016 með bréfi til fjögurra aðila auk umsækjanda. Athugasemdafresti lauk 2. júní s.l. Ein athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Laxatunga 36-54, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201605295
F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt. Frestað á 414. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Laxatunga 143/Umsókn um byggingarleyfi 201604200
Darri Már Grétarsson hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar timburhús á lóðinni nr. 143 við Laxatungu. Deiliskipulag gerir ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 414. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201605276
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 414. fundi. Lagðir fram tölvupóstar skipulagsfulltrúa og Steinþórs Kára Kárasonar f.h. lóðarhafa, þar sem ítrekuð er upphafleg ósk um einnar hæðar parhús á lóðunum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Reykjadalur 2 / Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs 201605057
Reykjadalur ehf. Þverárseli 22 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og endurbyggja úr timbri einbýlishús að Reykjadal 2 lnr. 123745 í samræmi við meðfylgjandi gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi 201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi hafa sótt um leyfi til að stækka meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærð viðbyggingar 265,0 m2, 899,3 m3. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Helgafellshverfi, endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga 201410302
Kynning á hugmyndavinnu arkitekta um endurskoðun deiliskipulagsins. Á fundinn mættu Steinþór Kárason og Hannes F Sigurðsson.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag 201312043
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf og Bryndís Friðriksdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir nýjum umferðartalningum á Þingvallavegi og stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Lindarbyggð, bílastæðamál 201606084
Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engi gestastæði fyrir hendi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Land nr. 123703, Mosfellsdal, deiliskipulag fyrir aðstöðuhús á hestaíþróttasvæði. 201606085
Þórarinn Jónsson óskar 10.6.2016 eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir "aðstöðuhús hrossabónda" á reit sem merktur er 233-Oh á aðalskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.12. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar. 201604166
Lögð fram drög að verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn staðfestir með átta atkvæðum afgreiðslu skipulagsnefndar þó með þeirri breytingu að í stað þess að umrætt svæði breytist úr svæði fyrir þjónustustofnanir í athafnasvæði þá breytist það í athafnasvæði/verslunar- og þjónustusvæði.
Fulltrúi M-lista greiðir atkvæði á móti.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin telur að sú verkefnislýsing sem hér er til umræðu og fylgir aðalskipulagsbreytingunni sé ekki nógu skýr og að mikilvægt sé að skilgreina leyfilega starfsemi á lóðinni betur og getur því ekki samþykkt hana.5.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 288 201606011F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 169201606008F
Fundargerð 169. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 201605048
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt í Mosfellsbæ árið 2015, ásamt áætlun um fyrirhugaða útplöntun og skipulag skógræktarsvæða fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016 201606034
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um uppbyggingu friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu 201603310
Kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lykilleiðir hjólreiða og samræmingu í merkingum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalLykilleiðir-Mosfellsbær_kort_drog3.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða_Leiðbeiningar-Apríl 2016.pdfFylgiskjalLitir Hjolreidaleidir Hype.pdfFylgiskjalLeiðbeiningar-Samantekt.pdfFylgiskjalLykilleiðir-Staðsetning hjólavísa-Apríl 2016.pdfFylgiskjalLykilleiðir hjólreiða_Kostnaðaráætlun-Apríl 2016.pdf
6.4. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2016 201606026
Fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Ástands göngustígs meðfram Varmá tekið til umfjöllunar að ósk Úrsúlu Junemann.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin er hugsi yfir þeim bráðabirgðalagfæringum sem gerðar hafa verið á gönguleið meðfram Varmá. Biksvartri möl hefur verið ekið í stígana og bakka árinnar, ásamt dökku grjóti sem fellur illa að ásýnd og umhverfi náttúruverndarsvæðisins. Á köflum hefur svo miklu magni af efni verið ekið í ána að farvegurinn hefur þrengst um allt að 50% sem verður til þess að strauminn verður enn harðari í næstu leysingum og áin flæðir yfir bakka sína. Bakkarof verður einnig meira en ella.
Reynslan hefur sýnt að allt hverfur þetta efni ofan í árfarveginn í vætutíð og kæfir líf í og við ána í stað þess að vernda það. Við það bætist að mölin í göngustígnum er alltof gróf, fólki skrikar þar fótur.
Ekkert samráð var haft við landeigendur við Varmá um þessar framkvæmdir en það er afar mikilvægt að það sé gert.
Það er mat Íbúahreyfingarinnar að Mosfellsbær þurfi að leita faglegrar ráðgjafar og tryggja að framkvæmdaaðilar hafi þekkingu á því að laga efnisval og framkvæmdir að umhverfinu. Það kostar peninga en eins og minnisblöð bera með sér er engu fjármagni ráðstafað í varanlegar viðgerðir á viðkvæmu umhverfi árinnar. Ár eftir ár hafa óskir þar um verið hunsaðar.
Að lokum er það er umhugsunarefni að samantekt umhverfissviðs á ástandi svæðisins skuli ekki liggja fyrir nú 7 mánuðum eftir að óskað var eftir henni í bæjarráði.Bókun D- og V-lista:
Mjög mikilvægar bráðabrigðarlagfæringar hafa verið gerðar á gönguleið meðfram Varmá nú á síðustu vikum eftir að göngustígurinn hafði farið í sundur á köflum. Hjá Mosfellsbæ er jafnframt í vinnslu verkefni er lýtur að framtíðaruppbyggingu og lagfæringu á stígnum meðfram Varmá. Það mál er í faglegri vinnslu hjá embættismönnum bæjarins og þeir hafa verið í samráði við íbúa og landeigendur á svæðinu. Meirihluti V- og D- lista ber fullt traust til þeirra starfsmanna sem að málinu hafa komið.Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Lokaskýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum 201604063
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ 201604031
Bæjarráð vísaði drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar umhverfisnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Þróunar- og ferðamálanefnd - 58201606002F
Fundargerð 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Stefna í þróunar- og ferðamálum 201601269
Farið yfir nýsamþykkta framkvæmdaráætlun fyrir tímabilið 2016-2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Í túninu heima 2016 201602326
Upplýst um stöðu mála við undirbúning bæjarhátíðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf sveitarfélaga 201505025
Upplýst um stöðu mála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Merkingar við bæjarmörk 201312121
Lagt fram til upplýsinga erindi til Vegagerðarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 201304391
Tillaga að breytingum á reglum vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 288201606011F
Fundargerð 288. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 674. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9. Fundargerð 353. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201606027
Fundargerð 353. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
10. Fundargerð 840. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201606105
Fundargerð 840. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
11. Fundargerð 839. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201606022
Fundargerð 839. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
12. Fundargerð 66. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201606140
Fundargerð 66. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
13. Fundargerð 67. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201606141
Fundargerð 67. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
- FylgiskjalSSK fundargerðir 67. fundar.pdfFylgiskjalSSK_67.fundargerd_10.06.2016.pdfFylgiskjalSSK_5_Umsögn_Skipulagsnefndar_Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalSSK_5_Solheimar_kort-AS-SSk-b.m.pdfFylgiskjalSSK_5_oformlegt_erindi_Mosfellsbaejar.pdfFylgiskjalSSK_4_16-3-23_FINAL_Public_Transport_Choices_Report_small.pdfFylgiskjalSSK_3_Vogabyggd_ask_breyting_tillögur_drög_REY.m.pdfFylgiskjalSSK_2_Langihryggur_lysing_á_skipulagsverkefni_MOS.m.pdfFylgiskjalSSK_1G_Smarinn_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.pdfFylgiskjalSSK_1F_Audbrekka_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.pdfFylgiskjalSSK_1E_Midhverfi_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.pdfFylgiskjalSSK_1D_sveitarfelagamork_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.m.pdfFylgiskjalSSK_1C_umsögn_vegagerdarinnar.pdfFylgiskjalSSK_1C_Kopavogsgong_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.m.pdfFylgiskjalSSK_1B_Vatnsvernd_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.pdfFylgiskjalSSK_1A_Vaxtamork_lysing_á_skipulagsverkefni_KOP.pdfFylgiskjalSSK_0a_Ábendingar_svæðisskipulagsstjóra_v_liðum_1_2_og_5.pdf