6. september 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í Búrfellslandi Þormóðsdal, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum201606190
Borist hefur erindi frá Iceland Resources ehf. dags. 23. júni 2016 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegssýnaboranir í Þormóðsdal. Á 418. fundi var framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa falið að afla frekar gagna.
Lögð fram minnisblöð umhverfissviðs. Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi samræmist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
2. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif. Jafnframt var samþykkt að tillagan skyldi kynnt fyrir umhverfsnefnd. Tillagan var auglýst frá 8.júlí til og með 19.ágúst 2016. Ein athugasemd barst, einnig barst athugasemd frá fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
3. Laxatunga 36-54, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605295
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan var auglýst frá 8.júlí til og með 19.ágúst 2016. Athugasemdir bárust.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að svörum við framkomnum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi.
4. Lerkibyggð 1-3. ósk um breytingu á deiliskipulagi.201605294
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 14. júní 2016 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2016. Athugasemdir bárust. Á 418 fundi var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og lagfærðir uppdrættir verði lagðir fram á næsta fundi."
Lagður fram lagfærður uppdráttur. Nefndin samþykktir í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á tillögunni eftir auglýsingu að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
5. Desjamýri 3, breyting á deiliskipulag201608810
Borist hefur erindi frá Þorkeli Magnússyni fh. Desjamýri 3 ehf. dags. 12. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Desjamýri 3. Frestað á 418 fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Desjamýri 9, auka aðkoma að lóð, fyrirspurn til skipulagsnefndar201608731
Á 418. fundi skipulagsnefndar var byggingarfulltrúa og skipulagfulltrúa falið að ræða við fulltrúa Desjamýri 9 varðandi erindi þeirra.
Lögð fram ný gögn. Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar umfjöllun um gjaldtöku vegna aukins byggingarmagns til bæjarráðs.
7. Sölkugata 8, breyting á innkeyrslu201608985
Borist hefur erindi frá Gísla Gunnarssyni fh. Guðlaugs Fjeldst. Þorsteinssonar dags. 30. júní 2016 varðandi breytingu á innkeyrslu á lóð. Frestað á 418. fundi.
Nefndin synjar erindinu þar sem tillagan samræmist ekki deiliskipulag svæðisins.
8. Undraland 4, ósk um breytingu á deiliskipulagi201608494
Borist hefur erindi frá KRark dags. 13. júlí 2016 fyrir hönd lóðareiganda að Undralandi 4 varðandi breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin synjar erindinu.
9. Uglugata 2-22, óveruleg breyting í deiliskipulagi2016081169
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 19. ágúst 2016 varðandi fjölgun íbúða í fjölbýlishúsi, í stað 6-7 íbúða verði 7-8 íbúðir.
Nefndin fellst ekki á frekari fjölgun íbúða á lóðinni en þegar hefur verið samþykkt og synjar erindinu.
10. Leirutangi 24, beiðni um byggingu bílskúrs2016081674
Borist hefur erindi frá Guðrúnu Helgu Steinsdóttur dags. 22. ágúst 2016 varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni að Leirutanga 24.
Nefndin samþykkir tillöguna til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa.
11. Ástu Sólliljugata 15, breyting á deiliskipulagi2016081921
Borist hefur erindi frá Axeli Steinþórssyni dags. 24. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Ástu Sólliljugata 15.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
12. Lækjartún 1, fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóðinni við Lækjartún 12016081959
Borist hefur erindi frá Svövu Gunnarsdóttur dags. 18. ágúst 2016 varðandi byggingu húss á lóðinni við Lækjartún 1.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
13. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi reits í Miðdalslandi l.nr. 125323.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
14. Skálahlíð 28 & 30, frávik frá skipulagi2016082111
Borist hefur erindi frá Þórarni Eyþórssyni dags. 30. ágúst 2016 varðandi frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Skálahlíð 28 og 30.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
15. LAXATUNGA 91/Umsókn um byggingarleyfi2016082110
Hvítur píramídi ehf Brekkuhvarfi 15 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka bílskur, svalir og opið rými undir svölum á áðursamþykktu húsi á lóðinni nr. 91 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun bílgeymslu 9,8 m2, 33,5 m3, opið rými 41,1 m2, 146,0 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið.
Frestað.
16. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis að Brekkukoti í Mosfellsdal2016081737
Á fundi Bæjarráðs 1.september 2016 var samþykkt að vísa beiðni um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Brekkukoti í Mosfellsdal til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Frestað.
17. Ósk um deiliskipulag Lágafelli2016081715
Á fundi Bæjarráðs 1.september 2016 var samþykkt að vísa erindi Lágafellsbyggingar ehf. varðandi það að hefja vinnu við deiliskipulag Lágafellsjarðarinnar til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Frestað.
18. Samgönguáætlun fyrir Mosfellsbæ201510295
Á fundinn mætti Lilja Karlsdóttir umferðarverkfræðingur og gerði grein fyrir vinnu við samgönguáætlun Mosfellsbæjar.
Kynning og umræður.
Fundargerðir til staðfestingar
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 292201608025F
Lagt fram.
19.1. Brekkutangi 22-24/Umsókn um byggingarleyfi 2016081528
Sveinbjörn Lárusson Brekkutanga 22 og Sævar Grétarsson Brekkutanga 24 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja yfir hluta svala á húsunum Brekkutanga 22 og 24 í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í raðhúsalengjunni.
Stækkun húss nr.22, 13,0 m2, 42,5 m3.
Stækkun húss nr.24, 13,0 m2, 42,5 m3.19.2. Dvergholt 4/Umsókn um byggingarleyfi 201608124
Gísli Einarsson Dvergholti 4 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir áðurgerðu óinnréttuðu rými á neðri hæð Dvergholts 4 og að skrá áður samþykkta íbúð á neðri hæð sem sér veðandlag.
Stækkun íbúðarrýmis neðri hæðar 43,4 m2,102,4 m3, geymsla undir bílgeymslu 42,0 m2,98,3 m3.19.3. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi 201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til að stækka úr forsteyptum einingum meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð viðbyggingar 265,0 m2, 899,3 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir hafa borist.19.4. Laxatunga 67/Umsókn um byggingarleyfi 201606120
Vicki Preibisch Lebanhof 44, 231, 6LB, Litiden, Netherlands sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 67 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 57,0 m2, 2. hæð íbúð 208,7 m2, bílgeymsla 37,6 m2, 1102,3 m3.19.5. Laxatunga 59/Umsókn um byggingarleyfi 201607113
Þorsteinn Lúðvíksson Leirutanga 35A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 59 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Íbúð 172,5 m2, bílgeymsla 59,4 m2, 871,3 m3.19.6. Laxatunga 133/Umsókn um byggingarleyfi 201607107
Selá ehf. Þrastarhöfða 57 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 133 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Íbúð 174,0 m2, bílgeymsla 33,9 m2, 690,3 m3.19.7. Laxatunga 153/Umsókn um byggingarleyfi 201607227
Steingrímur Einarsson Laxatungu 153 sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum hússins að Laxatungu 153 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.19.8. Sumarhús í landi Miðdals/Umsókn um byggingarleyfi 201607108
Þorkell Árnason Reykjabyggð 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað í landi Miðdals land nr. 125213 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 67,8 m2, 210,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 107,9 m2, 360,3 m3.19.9. Vogatunga 1 /Umsókn um byggingarleyfi 201607118
Kristinn K. Garðarsson Sifjarbrunni 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 1 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Íbúð 214,1 m2, bílgeymsla 52,1 m2, 1013,5 m3.19.10. LAXATUNGA 91/Umsókn um byggingarleyfi 2016082110
Hvítur píraídi ehf Brekkuhvarfi 15 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka bílskur, svalir og opið rými undir svölum á áðursamþykktu húsi á lóðinni nr. 91 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun bílgeymslu 9,8 m2, 33,5 m3, opið rými 41,1 m2, 146,0 m3.