Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. júní 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi

Auk of­an­greindra fund­ar­manna sat fund­inn Ólaf­ur Mel­sted ný­ráð­inn skipu­lags­full­trúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

    Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 413. fundi. Lögð fram fyrirspurn skipulagsfulltrúa í tölvupósti til Skipulagsstofnunar vegna framkominna athugasemda, og svar Skipulagsstofnunar.

    Nefnd­in fel­ur formanni og skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­anda.

  • 2. Hlíðarás 1a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603013

    Umsókn um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu" var grenndarkynnt 4. maí 2016 með bréfi til fjögurra aðila auk umsækjanda. Athugasemdafresti lauk 2. júní s.l. Ein athugasemd barst.

    Emb­ætt­is­mönn­um er fal­ið að afla frek­ari gagna.

    • 3. Laxa­tunga 36-54, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201605295

      F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt. Frestað á 414. fundi.

      Nefnd­in ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um varð­andi hæð­araf­stöðu hús­anna.

    • 4. Laxa­tunga 143/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604200

      Darri Már Grétarsson hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar timburhús á lóðinni nr. 143 við Laxatungu. Deiliskipulag gerir ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 414. fundi.

      Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið og tel­ur að það geti fall­ið und­ir 3. mgr. 43. gr. um óveru­legt frá­vik.

    • 5. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201605276

      Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 414. fundi. Lagðir fram tölvupóstar skipulagsfulltrúa og Steinþórs Kára Kárasonar f.h. lóðarhafa, þar sem ítrekuð er upphafleg ósk um einnar hæðar parhús á lóðunum.

      Nefnd­in ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um.

    • 6. Reykja­dal­ur 2 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna nið­urrifs201605057

      Reykjadalur ehf. Þverárseli 22 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og endurbyggja úr timbri einbýlishús að Reykjadal 2 lnr. 123745 í samræmi við meðfylgjandi gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

      Nefnd­in heim­il­ar að er­ind­ið verði grennd­arkynnt.

    • 7. Hlað­gerð­ar­kot/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201606012

      Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi hafa sótt um leyfi til að stækka meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærð viðbyggingar 265,0 m2, 899,3 m3. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.

      Nefnd­in sam­þykk­ir með vís­an til 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga að er­ind­ið verði grennd­arkynnt.

    • 8. Helga­fells­hverfi, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags IV. áfanga201410302

      Kynning á hugmyndavinnu arkitekta um endurskoðun deiliskipulagsins. Á fundinn mættu Steinþór Kárason og Hannes F Sigurðsson.

      Lagt fram.

    • 9. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

      Á fundinn mættu Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf og Bryndís Friðriksdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir nýjum umferðartalningum á Þingvallavegi og stöðu deiliskipulagsverkefnisins.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að kynna til­lög­una fyr­ir hags­muna­að­il­um.

    • 10. Lind­ar­byggð, bíla­stæða­mál201606084

      Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engi gestastæði fyrir hendi.

      Frestað.

      • 11. Land nr. 123703, Mos­fells­dal, deili­skipu­lag fyr­ir að­stöðu­hús á hestaí­þrótta­svæði.201606085

        Þórarinn Jónsson óskar 10.6.2016 eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir "aðstöðuhús hrossabónda" á reit sem merktur er 233-Oh á aðalskipulagi.

        Frestað.

        • 12. Skar­hóla­braut 1, slökkvi­stöðv­ar­lóð, skipt­ing lóð­ar.201604166

          Lögð fram drög að verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.

          Verk­efn­is­lýs­ing­in sam­þykkt og skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna.

        Fundargerðir til kynningar

        • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 288201606011F

          Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar á 415. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20