14. júní 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Auk ofangreindra fundarmanna sat fundinn Ólafur Melsted nýráðinn skipulagsfulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 413. fundi. Lögð fram fyrirspurn skipulagsfulltrúa í tölvupósti til Skipulagsstofnunar vegna framkominna athugasemda, og svar Skipulagsstofnunar.
Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
2. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi201603013
Umsókn um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu" var grenndarkynnt 4. maí 2016 með bréfi til fjögurra aðila auk umsækjanda. Athugasemdafresti lauk 2. júní s.l. Ein athugasemd barst.
Embættismönnum er falið að afla frekari gagna.
3. Laxatunga 36-54, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605295
F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt. Frestað á 414. fundi.
Nefndin óskar eftir frekari gögnum varðandi hæðarafstöðu húsanna.
4. Laxatunga 143/Umsókn um byggingarleyfi201604200
Darri Már Grétarsson hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar timburhús á lóðinni nr. 143 við Laxatungu. Deiliskipulag gerir ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 414. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið og telur að það geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. um óverulegt frávik.
5. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605276
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 414. fundi. Lagðir fram tölvupóstar skipulagsfulltrúa og Steinþórs Kára Kárasonar f.h. lóðarhafa, þar sem ítrekuð er upphafleg ósk um einnar hæðar parhús á lóðunum.
Nefndin óskar eftir frekari gögnum.
6. Reykjadalur 2 / Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs201605057
Reykjadalur ehf. Þverárseli 22 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og endurbyggja úr timbri einbýlishús að Reykjadal 2 lnr. 123745 í samræmi við meðfylgjandi gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Nefndin heimilar að erindið verði grenndarkynnt.
7. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi hafa sótt um leyfi til að stækka meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærð viðbyggingar 265,0 m2, 899,3 m3. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkir með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga að erindið verði grenndarkynnt.
8. Helgafellshverfi, endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga201410302
Kynning á hugmyndavinnu arkitekta um endurskoðun deiliskipulagsins. Á fundinn mættu Steinþór Kárason og Hannes F Sigurðsson.
Lagt fram.
9. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf og Bryndís Friðriksdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir nýjum umferðartalningum á Þingvallavegi og stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.
10. Lindarbyggð, bílastæðamál201606084
Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engi gestastæði fyrir hendi.
Frestað.
11. Land nr. 123703, Mosfellsdal, deiliskipulag fyrir aðstöðuhús á hestaíþróttasvæði.201606085
Þórarinn Jónsson óskar 10.6.2016 eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir "aðstöðuhús hrossabónda" á reit sem merktur er 233-Oh á aðalskipulagi.
Frestað.
12. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Lögð fram drög að verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Verkefnislýsingin samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 288201606011F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 415. fundi skipulagsnefndar.