23. nóvember 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sturla Sær Erlendsson 4. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með níu atkvæðum að taka mál Kosning í nefndir og ráð á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útsvarsprósenta 2017201611136
Ákvörðun um útsvarsprósentu 2017
Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 verði 14,48% af útsvarsstofni.
Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa D- og V-lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
Bókun Samfylkingarinnar
Meirihluti sjálfstæðismanna og vinstri grænna leggja nú til lækkun á útsvarsprósentu, úr 14.52% í 14.48% eða um 0,04 prósentustig. Þessi lækkun þýðir 14,4 milljóna króna lækkun útsvarstekna fyrir bæjarsjóð. Peningalegur ávinningur einstakra útsvarsgreiðenda hvað varðar aukið ráðstöfunarfé, er minniháttar eða rétt um 240 krónur á mánuði af 600 þús. króna mánaðartekjum sem dæmi. Þessar tæpu fjórtán og hálfu milljónir mætti hins vegar nýta í brýn verkefni sem eru á forræði sveitarfélagsins t.d. inn í bætta þjónustu við barnafjölskyldur, bætta sérfræðiþjónustu og stuðning inni í leikskólum og grunnskólum, hækkun fjárhagsaðstoðar, umhverfisverndarverkefni, eflingu tónlistarkennslu eða bætt starfsumhverfi innan skólanna svo eitthvað sé nefnt.Með það í huga að ávinningur samfélagsins af því að hafa þessar 14,4 milljónir inni í samfélagslegum verkefnum vegi mun þyngra en ávinningur einstakra útsvarsgreiðenda af þessari 0,04 prósentustiga lækkun telur Samfylkingin ekki skynsamlegt að lækka útsvarsprósentuna og greiðir atkvæði gegn lækkun.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að ekki sé innstæða fyrir lækkun útsvars í Mosfellsbæ á árinu 2017. Starfsmenn sveitarfélaga eru sá launahópur sem lægstar tekjur hefur á Íslandi. Kennarar eru hundóánægðir með sín kjör og fé skortir til að sinna ýmsum brýnum verkefnum. Svo dæmi sé tekið sjá starfsmenn umhverfissviðs ekki fram úr verkefnum vegna nýbygginga og 140 börn bíða eftir að fá að hefja nám í tónlistarskólanum. Á báðum þessum stöðum vantar starfsfólk til að sinna augljósri þörf. Fjárhagsaðstoð er langt undir neysluviðmiði og árum saman hefur skort fé til að ráðast í stígagerð í íbúðahverfum og verkefni í þágu náttúruverndar o.fl. Fyrir hinn venjulega launþega skiptir 0,04% lækkun af 14,52% engu máli, einungis þá sem mestar tekjur hafa.Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur oftsinnis vakið athygli á því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga að ríkið sjái sveitarfélögum ekki fyrir nægilegu fé til að reka grunnþjónustuna. Íbúahreyfingin telur að útsvarslækkun sé ekki til þess fallin að sannfæra ríkið um að hækka framlagið og greiðir atkvæði gegn lækkun.
Bókun V- og D- lista
Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2017 felur í sér bætta þjónustu og minni álögur, þar má nefna aukna þjónustu til handa fjölskyldum ungra barna, hækkun frístundaávísunar, stofnun ungmennahúss, aukna tónlistarkennslu og aukið fjármagn til viðhalds, einkum skólabygginga, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er tekið frá fjármagn til að koma til móts við væntanlega hækkun launa kennara í komandi kjarasamningum. Meirihluti D- og V- lista telur mikilvægt að allt samfélagið njóti góðs af bættu rekstrarumhverfi sveitarfélagsins. Þess vegna er gert ráð fyrir lækkun fasteignaskatta og lækkun útsvars.2. Kosning í nefndir og ráð201406077
Tillaga um breytingar á nefndarmönnum V-lista í menningarmálanefnd.
Eftirfarandi tillaga er gerð um breytingu á nefndarmönnum V-lista:
Guðbjörg Magnúsdóttir kemur inn sem varamaður í menningarmálanefnd í stað Írisar Hólm.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1281201611003F
Fundargerð 1281. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Gjaldskrá SHS okt. 2016 201611012
Gjaldskrá SHS okt. 2016 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. LT lóðir - samkomulag um gatnagerðargjöld. 201610023
Bæjarstjóri kynnir drög að samkomulagi um greiðslu gatnagerðargjalda við LT lóðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Virðing - Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-9. 201609340
Lögð fram drög að samkomulagi við Virðingu um úthlutun lóða við Sunnukrika 1-7.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar er hlynntur áformum um að byggð verði hótel í Mosfellsbæ en hefur efasemdir um staðsetningu hótels í Sunnukrika og telur að endurskoða þurfi hana með hliðsjón af þróunar- og ferðamálastefnu Mosfellsbæjar og bera hana undir þróunar- og ferðamálanefnd og íbúa í nærliggjandi hverfum.
Íbúahreyfingin telur að Mosfellsbær geti liðsinnt fjárfestinum betur við val á staðsetningu hótelsins, auk þess sem það er hagur sveitarfélagsins að byggja það á stað þar sem umhverfi og saga Mosfellsbæjar fá að njóta sín og íbúar verða ekki fyrir ónæði á öllum tímum sólarhrings.Bókun fulltrúa V- og D-lista
Fulltrúar V- og D- lista fagna áhuga á uppbyggingu atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ. Umræddar lóðir í Sunnukrika eru á miðsvæði og á slíkum lóðum er gert ráð fyrir verslun og þjónustu eins og til að mynda ferðaþjónustu. Uppbygging þessi er í fullu samræmi við stefnumörkun Mosfellsbæjar í skipulagsmálum svo og í ferðamálum.Staðsetning hótels miðsvæðis hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir íbúa enda byggir slíkt upp rekstrargrundvöll fyrir annarskonar þjónustu sem nýst getur íbúum eins og veitingahús og verslanir. Nálægð við Krikahverfi er ekki ókostur enda er það mat sérfræðinga í skipulagsmálum að rekstur hótela fari vel saman við íbúabyggð. Til dæmis er mun minni og dreifðari umferð við hótel heldur en við íbúðahúsnæði eða verslunarkjarna auk þess sem umhverfi þeirra er yfirleitt snyrtilegt ásýndar.
3.4. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017 201509254
Lagt fram til umfjöllunar minnisblað vegna hugmynda um lýðræðisverkefni á árinu 2017. Málinu var frestað í síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ 201409371
Lagt fram minnisblað og fleiri gögn vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Samþykkt varðandi nefndir Mosfellsbæjar 200809731
Óskað eftir umræðu um laun kjörinna fulltrúa og annarra nefndarmanna í kjölfar úrskurðar kjararáðs númer 2016.3.001.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Þjónusta við ung börn 201611055
Fyrirkomulag ungbarnaþjónustu fyrir börn undir 2ja ára aldri.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf 201611013
Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 201611030
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í dag sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Ætli sveitarfélag ekki að senda sérstaka umsögn en sér tilefni til þess að koma að athugasemdum er hægt að senda þær á undirritaða þar sem tekið verður tillit til þeirra við ritun umsagnar sambandsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1282201611015F
Fundargerð 1282. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf 201611013
Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 201611030
Ósk um umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Meðfylgjandi er jafnframt umsögn Sambands íslenska sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ 201409371
Lagt fram minnisblað og samkomulagsdrög vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2016 201601138
Óskað er heimildar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Umsagnir framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðuslusviðs vegna tillagna M-lista sem fram komu á 1278. fundi bæjarráðs 20. október sl. lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða 201412356
Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Ósk um tilnefningu formanns stjórnar Skálatúns 201611112
Ósk um tilnefningu frá Mosfellsbæ um formann stjórnar Skálatúns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða 201610292
Meðfylgjandi er umsögn sem sambandið hefur látið velferðarráðuneytinu í té um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Neytendasamtökin styrkbeiðni fyrir 2017 201611105
Neytendasamtökin styrkbeiðni fyrir 2017
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Ályktun grunnskólakennara í Mosfellsbæ til bæjaryfirvalda 201611067
Ályktun afhent bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ 7.nóvember frá grunnskólakennurum í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 249201611016F
Fundargerð 249. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Trúnaðarmálafundur - 1062 201611017F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Trúnaðarmálafundur - 1060 201611009F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Barnaverndarmálafundur - 393 201610034F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Barnaverndarmálafundur - 394 201611001F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Trúnaðarmálafundur - 1056 201610037F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Trúnaðarmálafundur - 1057 201610038F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Trúnaðarmálafundur - 1058 201610040F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Trúnaðarmálafundur - 1059 201611008F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Trúnaðarmálafundur - 1061 201611013F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Öldungaráð 201401337
Málefni öldungaráðs. Fulltrúar öldungaráðs eru boðaðir til fundarins kl. 08:15.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 328201610039F
Fundargerð 328. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
6.1. Vettvangsferð í Varmárskóla. Kynning á skólastarfi og verkefnum. 201610269
Kynning á verkefnum í Varmárskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. fundar fræðslunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 329201611014F
Fundargerð 329. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram ásamt tillögum sem komu fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 329. fundar fræðslunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Þjónusta við ung börn 201611055
Fyrirkomulag ungbarnaþjónustu fyrir börn undir 2ja ára aldri. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 329. fundar fræðslunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 205201611005F
Fundargerð 205. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 205. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Erindi frá sunddeild Aftureldingar 201611080
Erindi frá Sunddeild UMFA
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 205. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.3. Leik- og íþróttaaðstaða í nýjum skólum í Mosfellsbæ 201409229
Erindi lagt fram að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 205. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.4. Útivistarsvæði við Hafravatn 201409231
Erindi lagt fram að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 205. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 424201611006F
Fundargerð 424. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Hótel Laxnes - Háholti 7 201610226
Á 1279. fundi bæjarráðs 27. okt. 2016 var tekið fyrir málið Hótel Laxnes, hugsanleg kaup Regins á fasteign og hótelrekstri. Á fundinum tók bæjarráð jákvætt í erindið og vísaði því til skipulagsnefndar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.2. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag 201312043
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.
9.3. Helgafellsskóli - breyting á deiliskipulagi 201610254
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla.
Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir skipulagsnefnd lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.5. Bæjarás 3/Umsókn um byggingarleyfi 201610078
Georg Alexander Bæjarási 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 3 við Bæjarás í samræmi við framlögð gögn, 51,8 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið. Frestað á 423. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.6. Sölkugata 2 og 4 - breyting í deiliskipulagi 201611040
Borist hefur erindi frá Gunnari Skúla Guðjónssyni fh. GSKG fasteigna ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Sölkugötu 2 og 4.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.7. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Á 420. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma. Nefndin samþykkti framlagða tillögu að svörum við athugasemdum og fól skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið. Tillaga var send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur komið með athugasemdir og varða þær missamræmi í deiliskipulagsuppdrátti og umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun hefur frestað afgreiðslu málsins þar til brugðist hefur verið við athugsemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.8. Óskot - hagnýting jarðarinnar Óskot 201611089
Borist hefur erindi frá Pétri Kristjánssyni hdl. dags. 8. nóvember 2106 varðandi hagnýtingu jarðarinnar Óskots.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.9. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar 201604339
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Á 413. fundi var umhverfissviði falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna. Frekari gögn hafa borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.10. Efstaland 7-9 - breyting á deiliskipulagi 201610259
Borist hefur erindi frá JP Capital dags. 27. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Efstaland 7 og 9. Frestað á 423. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.11. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði 201603323
Lögð fram tímalína vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.12. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt) 201301126
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og Upphafs fasteignafélags og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingartillögunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.13. Byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar 201206011
Á fundinn mætti Finnur Birgisson fv. skipulagsfulltrú og gerði grein fyrir vinnu við byggingarlistastefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 11 201610041F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 296 201611010F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 172201611007F
Fundargerð 172. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir þau sjónarmið og tillögur sem koma fram í bókun fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd en þar er fjallað um nauðsyn þess að verja meira fé til náttúruverndar í Mosfellsbæ, leita eftir sérfræðiaðstoð í tengslum við framkvæmdir á náttúrusvæðum, hefja vinnu við að hefta lúpínu, bjarnarkló og skógarkerfil, kynna betur friðlýst svæði og vekja áhuga íbúa á náttúru sveitarfélagsins með dreifingu fræðsluefnis.
Íbúahreyfingin telur ekki nægja að einskorða fjárstuðning á sviði náttúruverndarmála við friðlýst svæði. Það þarf að hlúa að náttúrusvæðum í byggð því það eru svæðin sem íbúar nota til útivistar dagsdaglega.Bókun fulltrúa V- og D- lista
Fulltrúar V- og D- lista eru sammála því að náttúruvernd sé mjög mikilvægt málefni. Mosfellsbær leggur mikla áherslu á náttúruvernd, heilsueflingu og útivist. Í bænum er fjöldi opinna svæða, leiksvæða og mikill fjöldi göngustíga og stikaðra gönguleiða. Fjölda verkefna er lúta að náttúrvernd er því sinnt af hálfu bæjarins þó þau beri ekki þetta heiti í fjárhagsáætlun. Ítrekað er að mikil sérfræðiþekking er til staðar innan umhverfissviðs en þar starfar fært fólk með margvíslega menntun t.d skipulagsfræðingur, landslagsarkitekt, garðyrkjufræðingur, verkfræðingur og líffræðingur. Þegar þörf er á er einnig leitað utan að komandi rágjafar.Umhverfisnefnd ítrekaði afstöðu sína til þess að auknir fjármunir verði settir í friðlýst svæði og taka bæjarfulltrúar V- og D- lista undir þá afstöðu.
10.2. Sorphirða og endurvinnsla í Mosfellsbæ 201611086
Umræða um grenndargáma og endurvinnslu í Mosfellsbæ. Guðmundur Tryggvi Ólafsson frá Sorpu bs. kemur á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.3. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ 201604270
Bæjarráð vísaði minnisblaði umhverfisstjóra varðandi styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til umhverfisnefndar á 1266. fundi 7. júlí 2016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.4. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Lögð fram skýrsla umhverfissviðs um tillögur vegna stígs meðfram Varmá. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að fela umhverfissviði að koma með tillögu að frekari áfangaskiptingu verkefnisins ásamt kostnaðaráætlun, en auk þess var málinu vísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.5. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2016 201611064
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2016 lagðar fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.6. Heimildarmynd um sjálfbæran lífsstíl 201611063
Boð um sýningu heimildarmyndar um sjálfbæran lífsstíl fyrir starfsmenn Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11. Þróunar- og ferðamálanefnd - 59201611012F
Fundargerð 59. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Kærleiksvikan í Mosfellsbæ 201606056
Ósk um samstarf um Kærleiksvikuna í Mosfellsbæ 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 59. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.2. Uppbygging ferðamannastaða í Mosfellsbæ 201610117
Áætlun í uppbyggingu ferðamannastaða í Mosfellsbæ og möguleikar á styrkjum úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 59. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.3. Endurskoðun á upplýsingaveitu til ferðamanna 201610128
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 59. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir þróunar- og ferðamálanefnd lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 59. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 296201611010F
Fundargerð 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Hraðastaðir 1/Umsókn um byggingarleyfi 201609105
Jóhannes Sturlaugsson Hraðastöðum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvö smáhýsi að Hraðastöðum 1 í samræmi við framlögð gögn og gildandi deiliskipulag.
Matshluti 03, 39,6 m2, 151,7 m3.
Matshluti 04, 39,6 m2, 151,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.2. LAXATUNGA 91/Umsókn um byggingarleyfi 2016082110
Hvítur píraídi ehf. Brekkuhvarfi 15 Kópavogi sækir um leyfi til að færa bílskúr og byggja útigeymslu úr steinsteypu undir svölum á áðursamþykktu húsi á lóðinni nr. 91 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð útigeymslu 9,7 m2, 54,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi 201611110
Daði Jóhannsson Víðimel 71 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingu á aðalbyggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss á lóðinni nr. 193 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.4. Stórikriki 35, umsókn um byggingarleyfi 201611052
GSKG. fasteignir ehf. Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum að Stórakrika 35 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.5. Uglugata 2-4/Umsókn um byggingarleyfi 201610083
Hörðuból ehf. Huldubraut 52 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða, tvílyft fjölbýlishús með kjallara á lóðinni nr. 2-22 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 177,4 m2, 1. hæð 425,0 m2, 2. hæð 425,07, 3142,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.6. Uglugata 29, umsókn um byggingarleyfi- Breyting 201610260
Ásdís Skúladóttir Gerplustræti 27 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum að Uglugötu 29 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.7. Vogatunga 3/Umsókn um byggingarleyfi 201610102
Óðalshús ehf. Sifjarbrunni 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með sambyggði bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 158,6 m2, bílgeymsla 52,3 m2, 791,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
12.8. Vogatunga 9/Umsókn um byggingarleyfi 201605152
Vilhjálmur H Vilhjálmsson Reyrengi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með sambyggði bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 230,8 m2, bílgeymsla 34,7 m2, 1195,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 296. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 683. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 436. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201611107
Fundargerð 436. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
- FylgiskjalSSH_05_SSK_Fjarhagsaaetlun 2017.pdfFylgiskjalSSH_04b_SSH_Fjarhagsaætlun 2017_tillaga_stjorn_2016_11_07.pdfFylgiskjalSSH_04a_AÐALFUNDUR SSH 2016_12_02_DAGSKRA?_frumdrög.pdfFylgiskjalSSH_03_Átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfisins.pdfFylgiskjalSSH_02b_jks Fylgibréf 31-10-2016.pdfFylgiskjalSSH_02b_Hraðlest minnisblað[1457].pdfFylgiskjalSSH_02a_Borgarlínan_Samkomulag_drög_2016_10_31_version_II_pg.pdfFylgiskjalSSH_01_Skíðasvæðin_samstarfssamningur_2016_11_07_UNDIRRITUN.pdfFylgiskjalSSH Stjórn -fundargerð nr. 436 -07.11.2016.pdfFylgiskjalSSH_Stjorn_436_fundur_2016_11_07.pdf
14. Fundargerð 355. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201611133
Fundargerð 355. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
15. Fundargerð 254. fundar Stætó bs201611173
Fundargerð 254. fundar Stætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 254 4. nóv. 2016.pdfFylgiskjal2016 11 04 Árshlutauppgjör kynning - stjórn.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur 254 4 nov 2016.pdfFylgiskjalGreinargerð um leiðakerfisbreytingar og aðlögun að Borgarlínu, 4.11.2016.pdfFylgiskjalStrætó BS árshlutareikningur 30 09 16.pdf