16. febrúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn lögbýli Brekkukot í Mosfellsdal undir ferðaþjónustu201601282
Gísli Snorrason og Anna Steinarsdóttir óskuðu með bréfi dags. 12. janúar 2016 eftir því að tilgreindir landskikar í Mosfellsdal yrðu færðir undir fyrirhugað lögbýli, Brekkukot. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 405. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá umsögn til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
2. Stórikriki 56, fyrirspurn um stækkun aukaíbúðar201602046
Bergþór Björgvinsson spyrst í tölvupósti 22. janúar 2016 fyrir um leyfi til að stækka aukaíbúð úr 58,4 m2 í 80 m2, með því að innrétta hluta ónotaðs rýmis, svokallaðs virkis sem hluta íbúðarinnar. Litið verði á stækkunina sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi, en til vara leggur hann til að deiliskipulagi Krikahverfis verði breytt og hámarksstærð aukaíbúða aukin úr 60 m2 í 80 m2. Frestað á 405. fundi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu og fellst ekki á breytingu deiliskipulags.
3. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Lagðar fram tvær endurskoðaðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi, unnar af Steinþóri Kára Kárasyni fyrir Hömlur, annars vegar við Ástu Sóllilju- og Bergrúnargötur og hinsvegar við Uglugötu. Breytingar eru þær að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjórbýlishús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 og Uglugata 9, 11 og 13 komi parhús í stað einbýlishúsa. Frestað á 405. fundi.
Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu í Uglugötu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og kynna hana nágrönnum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum en frestar afgreiðslu tillögu að breytingu við Ástu Sólliljugötu. Gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða er vísað til bæjarráðs. Jóhannes Eðvarðsson situr hjá við afgreiðslu erindisins.
4. Leirvogstunga 49, fyrirspurn um parhús í stað einbýlishúss.201602029
Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Kr. Guðjónssyni f.h. Selár ehf dags. 1. febrúar 2016, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að byggja parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, sbr. meðfylgjandi grunnmynd. Frestað á 405. fundi.
Nefndin er neikvæð gagnvart fyrirspurninni.
5. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp201309070
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum. Frestað á 405. fundi.
Afgreiðslu málsins er frestað og samþykkt að gefa landeigendum/um-sækjendum kost á að tjá sig um framkomnar umsagnir og athugasemdir.
6. Laxatunga 126-134, ósk um breytingu á deiliskipulagi201601485
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem húsgerð er breytt úr tveggja hæða raðhúsum í einnar hæðar, sbr. bókun á 404. fundi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Svanhól ehf. Frestað á 405. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2016201602045
Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir starfsárið 2016. Frestað á 405. fundi.
Frestað.
8. Grenibyggð 30, fyrirspurn um breytta notkun bílskúrs201602068
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt f.h. Kristínar Völu Ragnarsdóttur Hávallagötu 7 Reykjavík spyrst 21. janúar 2016 fyrir um leyfi til þess að breyta notkun bílskúrs og gera í honum vinnustofu auk nokkurra útlitsbreytinga. Frestað á 405. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að breytt notkun og útlitsbreytingar verði heimilaðar.
9. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi201601566
Upp-sláttur ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem umsóknin gerir ráð fyrir annarri stöllun hússins í hæð en deiliskipulagið. Frestað á 405. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfisumsóknin verði samþykkt en bendir á að hanna þarf sérstaklega frágang aðliggjandi opins svæðis við austurhluta hússins.
10. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi201602048
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Frestað á 405. fundi.
Nefndin samþykkir að ákvæði um hámarksstærð húsa í gildandi deiliskipulagi að Hamrabrekkum verði breytt til samræmis við stefnumörkun aðalskipulags 2011-2030, og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu um það hvernig staðið skuli að breytingunni.
11. Þormóðsdalur/Umsókn um byggingarleyfi201601510
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús. Frestað á 405. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir endurbyggingu frístundahússins, en með vísan í úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 17/2015 bendir nefndin á að til þess að unnt sé að heimila bygginguna er nauðsynlegt að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir henni. Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna í samráði við skipulagsfulltrúa tillögu að deiliskipulagi til meðferðar í samræmi við skipulagslög.
12. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem kynnt var á íbúafundi 2. febrúar 2016. Einnig lögð fram afgreiðsla umhverfisnefndar og umsögn um tillöguna frá 11. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga og jafnframt send umsagnaraðilum, þ.e. Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Veiðimálastofnun.