Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. febrúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn lög­býli Brekku­kot í Mos­fells­dal und­ir ferða­þjón­ustu201601282

    Gísli Snorrason og Anna Steinarsdóttir óskuðu með bréfi dags. 12. janúar 2016 eftir því að tilgreindir landskikar í Mosfellsdal yrðu færðir undir fyrirhugað lögbýli, Brekkukot. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 405. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ganga frá um­sögn til bæj­ar­ráðs í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 2. Stórikriki 56, fyr­ir­spurn um stækk­un auka­í­búð­ar201602046

      Bergþór Björgvinsson spyrst í tölvupósti 22. janúar 2016 fyrir um leyfi til að stækka aukaíbúð úr 58,4 m2 í 80 m2, með því að innrétta hluta ónotaðs rýmis, svokallaðs virkis sem hluta íbúðarinnar. Litið verði á stækkunina sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi, en til vara leggur hann til að deiliskipulagi Krikahverfis verði breytt og hámarksstærð aukaíbúða aukin úr 60 m2 í 80 m2. Frestað á 405. fundi.

      Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu og fellst ekki á breyt­ingu deili­skipu­lags.

    • 3. Helga­fells­hverfi, 2. og 3. áfangi, ósk­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509513

      Lagðar fram tvær endurskoðaðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi, unnar af Steinþóri Kára Kárasyni fyrir Hömlur, annars vegar við Ástu Sóllilju- og Bergrúnargötur og hinsvegar við Uglugötu. Breytingar eru þær að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjórbýlishús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 og Uglugata 9, 11 og 13 komi parhús í stað einbýlishúsa. Frestað á 405. fundi.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að breyt­ingu í Uglu­götu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og kynna hana ná­grönn­um með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um en frest­ar af­greiðslu til­lögu að breyt­ingu við Ástu Sóllilju­götu. Gjald­töku vegna fjölg­un­ar íbúða er vísað til bæj­ar­ráðs. Jó­hann­es Eð­varðs­son sit­ur hjá við af­greiðslu er­ind­is­ins.

    • 4. Leir­vogstunga 49, fyr­ir­spurn um par­hús í stað ein­býl­is­húss.201602029

      Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Kr. Guðjónssyni f.h. Selár ehf dags. 1. febrúar 2016, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að byggja parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, sbr. meðfylgjandi grunnmynd. Frestað á 405. fundi.

      Nefnd­in er nei­kvæð gagn­vart fyr­ir­spurn­inni.

    • 5. Úr landi Mið­dals, lnr. 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

      Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum. Frestað á 405. fundi.

      Af­greiðslu máls­ins er frestað og sam­þykkt að gefa land­eig­end­um/um-sækj­end­um kost á að tjá sig um fram­komn­ar um­sagn­ir og at­huga­semd­ir.

      • 6. Laxa­tunga 126-134, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201601485

        Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem húsgerð er breytt úr tveggja hæða raðhúsum í einnar hæðar, sbr. bókun á 404. fundi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Svanhól ehf. Frestað á 405. fundi.

        Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

      • 7. Starfs­áætlun skipu­lags­nefnd­ar 2016201602045

        Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir starfsárið 2016. Frestað á 405. fundi.

        Frestað.

        • 8. Greni­byggð 30, fyr­ir­spurn um breytta notk­un bíl­skúrs201602068

          Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt f.h. Kristínar Völu Ragnarsdóttur Hávallagötu 7 Reykjavík spyrst 21. janúar 2016 fyrir um leyfi til þess að breyta notkun bílskúrs og gera í honum vinnustofu auk nokkurra útlitsbreytinga. Frestað á 405. fundi.

          Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að breytt notk­un og út­lits­breyt­ing­ar verði heim­il­að­ar.

        • 9. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601566

          Upp-sláttur ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem umsóknin gerir ráð fyrir annarri stöllun hússins í hæð en deiliskipulagið. Frestað á 405. fundi.

          Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in verði sam­þykkt en bend­ir á að hanna þarf sér­stak­lega frá­g­ang aðliggj­andi op­ins svæð­is við aust­ur­hluta húss­ins.

        • 10. Hamra­brekk­ur 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602048

          Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Frestað á 405. fundi.

          Nefnd­in sam­þykk­ir að ákvæði um há­marks­stærð húsa í gild­andi deili­skipu­lagi að Hamra­brekk­um verði breytt til sam­ræm­is við stefnu­mörk­un að­al­skipu­lags 2011-2030, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að gera til­lögu um það hvern­ig stað­ið skuli að breyt­ing­unni.

        • 11. Þor­móðs­dal­ur/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601510

          Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús. Frestað á 405. fundi.

          Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir end­ur­bygg­ingu frí­stunda­húss­ins, en með vís­an í úr­sk­urð Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála í máli nr. 17/2015 bend­ir nefnd­in á að til þess að unnt sé að heim­ila bygg­ing­una er nauð­syn­legt að fyr­ir liggi sam­þykkt deili­skipu­lag sem ger­ir ráð fyr­ir henni. Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að láta vinna í sam­ráði við skipu­lags­full­trúa til­lögu að deili­skipu­lagi til með­ferð­ar í sam­ræmi við skipu­lagslög.

        • 12. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

          Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem kynnt var á íbúafundi 2. febrúar 2016. Einnig lögð fram afgreiðsla umhverfisnefndar og umsögn um tillöguna frá 11. febrúar 2016.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga og jafn­framt send um­sagnar­að­il­um, þ.e. Um­hverf­is­stofn­un, Minja­stofn­un, Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is og Veiði­mála­stofn­un.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30