26. júní 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Halla Fróðadóttir (HF) varaformaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins201007027
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari kemur á fundinn og kynnir stjórnsýslu Mosfellsbæjar og Samþykkt fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar.
Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stjórnsýslu og samþykktir fyrir umhverfisnefnd.
2. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2014201406216
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2014, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.
Örn Jónasson formaður umhverfisnefndar fór í gegnum tillögu að starfsáætlun nefndarinnar fyrir tímabilið júní-desember 2014. Starfsáætlunin samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
3. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2014201406218
Kynning á fyrirkomulagi, verklagsreglum og gátlistum vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar.
Umhverfisstjóri fór í gegnum fyrirkomulag við umhverfisviðurkenningar sem veittar verða í ágúst.
4. Nýting Geldingatjarnar í ferðaþjónustu201404361
Lögð fram til kynningar áform um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar telur hugmynd að ferðaþjónustu af þessu tagi vera jákvæð en harmar að ekki hafi verið staðið rétt að framkvæmd gagnvart stjórnsýslu í upphafi. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að tilskilinna leyfa verði aflað.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bókun fulltrúa M-lista "ibúahreyfingarinnar:
Fulltrúi M-lista Mosfellsbæjar lýsir furðu sinni á að bæjarráð Mosfellsbæjar skuli hafa samþykkt fyrirhugaðar framkvæmdir við Geldingatjörn og Köldukvísl án þess að hafa leitað eftir umsögn frá til þess bærum stofnunum á sviði náttúruverndar, s.s. Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar, ásamt umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Fulltrúi M-lista leggur til að óskað verði eftir greinargóðri lýsingu á starfseminni og umsögn framangreindra stofnana áður en framkvæmdir hefjast á svæðinu. Einnig að framvegis verði erindi afgreidd í réttri röð og í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti.5. Erindi vegna fornleifauppgraftrar 2014 - Skiphóll201405040
Erindi frá Vikíngaminjum ehf. vegna fornleifauppgraftrar í Skiphól
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar setur sig ekki á móti því að leyfðar verði rannsóknir á víkingaminjum með tilheyrandi uppgreftri í Skiphól, að því tilskildu að jarðrask verði sem minnst sem og engin umhverfisspjöll, auk þess verði frágangur sem bestur að uppgreftri loknum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ201211086
Lögð fram tillaga heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis að samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, en heilbrigðisnefndin óskaði á fundi sínum þann 26. maí 2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillöguna.
Umhverfisnefnd telur jákvætt að settar verði reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ. Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.
7. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014201403446
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Erindið verður einnig lagt fyrir skipulagsnefnd. Frestur til að gefa umsögn er gefinn til 4. júlí 2014.
Umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna umsögn í samræmi við minnispunkta sem lagðir voru fram á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum.
8. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins. Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar af skipulagsnefnd, sem jafnframt samþykkti að stefna að sameiginlegri heimsókn beggja nefnda til búsins.
Umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart fyrirhugaðri uppbyggingu svo fremi sem hugað verði að umhverfismálum, ennfremur þarf að taka tillit til ofanvatns- og fráveitumála.