15. nóvember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hótel Laxnes - Háholti 7201610226
Á 1279. fundi bæjarráðs 27. okt. 2016 var tekið fyrir málið Hótel Laxnes, hugsanleg kaup Regins á fasteign og hótelrekstri. Á fundinum tók bæjarráð jákvætt í erindið og vísaði því til skipulagsnefndar til umfjöllunar.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
2. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv.41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfullrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember.
3. Helgafellsskóli - breyting á deiliskipulagi201610254
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 fyrir skipulagsnefnd lögð fram til kynningar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn 9. nóvember sl.
Lagt fram. Umræður um málið.
5. Bæjarás 3/Umsókn um byggingarleyfi201610078
Georg Alexander Bæjarási 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 3 við Bæjarás í samræmi við framlögð gögn, 51,8 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið. Frestað á 423. fundi.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Sölkugata 2 og 4 - breyting í deiliskipulagi201611040
Borist hefur erindi frá Gunnari Skúla Guðjónssyni fh. GSKG fasteigna ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Sölkugötu 2 og 4.
Nefndin synjar erindinu.
7. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Á 420. fundi skipulagsnefndar voru lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma. Nefndin samþykkti framlagða tillögu að svörum við athugasemdum og fól skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið. Tillaga var send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur komið með athugasemdir og varða þær missamræmi í deiliskipulagsuppdrátti og umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun hefur frestað afgreiðslu málsins þar til brugðist hefur verið við athugsemdum.
Borist hefur uppfærður uppdráttur þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að senda uppfærðan uppdrátt til Skipulagsstofnunar.
8. Óskot - hagnýting jarðarinnar Óskot201611089
Borist hefur erindi frá Pétri Kristjánssyni hdl. dags. 8. nóvember 2106 varðandi hagnýtingu jarðarinnar Óskots.
Samkvæmt skilgreiningu í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar er jörðin Óskot í landnotkunarflokknum óbyggð svæði. Í greinargerð aðalskipulags segir ma. “Ekki er gert ráð fyrir byggingum á óbyggðum svæðum en stígagerð og lágmarksaðstaða vegna nýtingar svæðanna til útivistar er þó heimil"
9. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar201604339
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Á 413. fundi var umhverfissviði falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna. Frekari gögn hafa borist.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu.
10. Efstaland 7-9 - breyting á deiliskipulagi201610259
Borist hefur erindi frá JP Capital dags. 27. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Efstaland 7 og 9. Frestað á 423. fundi.
Frestað.
11. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði201603323
Lögð fram tímalína vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Frestað.
12. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og Upphafs fasteignafélags og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingartillögunni.
Kynning og umræður.
13. Byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar201206011
Á fundinn mætti Finnur Birgisson fv. skipulagsfulltrú og gerði grein fyrir vinnu við byggingarlistastefnu Mosfellsbæjar.
Kynning og umræður um fyrirhugaða byggingarlistastefnu Mosfellsbæjar.
Fundargerðir til staðfestingar
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 11201610041F
Lagt fram til kynningar.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 296201611010F
Lagt fram til kynningar.
15.1. Hraðastaðir 1/Umsókn um byggingarleyfi 201609105
Jóhannes Sturlaugsson Hraðastöðum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvö smáhýsi að Hraðastöðum 1 í samræmi við framlögð gögn og gildandi deiliskipulag.
Matshluti 03, 39,6 m2, 151,7 m3.
Matshluti 04, 39,6 m2, 151,7 m3.15.2. LAXATUNGA 91/Umsókn um byggingarleyfi 2016082110
Hvítur píraídi ehf. Brekkuhvarfi 15 Kópavogi sækir um leyfi til að færa bílskúr og byggja útigeymslu úr steinsteypu undir svölum á áðursamþykktu húsi á lóðinni nr. 91 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð útigeymslu 9,7 m2, 54,1 m3.15.3. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi 201611110
Daði Jóhannsson Víðimel 71 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingu á aðalbyggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss á lóðinni nr. 193 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.15.4. Stórikriki 35, umsókn um byggingarleyfi 201611052
GSKG. fasteignir ehf. Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum að Stórakrika 35 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.15.5. Uglugata 2-4/Umsókn um byggingarleyfi 201610083
Hörðuból ehf. Huldubraut 52 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða, tvílyft fjölbýlishús með kjallara á lóðinni nr. 2-22 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 177,4 m2, 1. hæð 425,0 m2, 2. hæð 425,07, 3142,9 m3.15.6. Uglugata 29, umsókn um byggingarleyfi- Breyting 201610260
Ásdís Skúladóttir Gerplustræti 27 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum að Uglugötu 29 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.15.7. Vogatunga 3/Umsókn um byggingarleyfi 201610102
Óðalshús ehf. Sifjarbrunni 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með sambyggði bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 158,6 m2, bílgeymsla 52,3 m2, 791,8 m3.15.8. Vogatunga 9/Umsókn um byggingarleyfi 201605152
Vilhjálmur H Vilhjálmsson Reyrengi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með sambyggði bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 230,8 m2, bílgeymsla 34,7 m2, 1195,3 m3.