Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. september 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
  • Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Fundargerðir til staðfestingar

  • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1177201408013F

    Fund­ar­gerð 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 1.1. Er­indi Víg­mund­ar Pálm­ars­son­ar varð­andi hanag­al við Reykja­hvol 201406275

      Um­sögn um­hverf­is­stjóra og stjórn­sýslu­sviðs vegna er­ind­is Víg­mund­ar Pálm­ars­son­ar þar sem hann kvart­ar vegna hanagals við Reykja­hvol sem berst frá Suð­ur- Reykj­um.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.2. Lög­býli í Mos­fells­bæ 2014081868

      Lagt fram yf­ir­lit yfir skráð lög­býli í Mos­fells­bæ.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.3. Fram­leng­ing á leyfi til Melm­is ehf. 2014081187

      Fram­leng­ing á leyfi til Melm­is ehf. m.a. til rann­skókna í Þor­móðs­dal.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 1.4. Er­indi Mann­virkja­stofn­un­ar varð­andi út­tekt hjá slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2014081490

      Er­indi Mann­virkja­stofn­un­ar varð­andi út­tekt hjá slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 1.5. Nýr skóli við Æð­ar­höfða 201403051

      Minn­is­blað vegna upp­bygg­ing­ar við Æð­ar­höfða

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.6. Helga­fells­hverfi, fram­kvæmda­kostn­að­ur vegna skipu­lags­breyt­inga 201406239

      Lagt fram minn­is­blað um kostn­að sem leið­ir af breyt­ing­um sem gerð­ar hafa ver­ið á deili­skipu­lagi í Helga­fells­hverfi að ósk lóð­ar­hafa. Óskað eft­ir heim­ild til gerð­ar sam­komu­lags við lóð­ar­haf­ann um greiðslu hans á kostn­að­in­um.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.7. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2014 2014081661

      Rekstr­ar­yf­ir­lit A og B hluta Mos­fells­bæj­ar fyr­ir tíma­bil­ið janú­ar til júní 2014.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 1.8. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra 201406078

      Formað­ur bæj­ar­ráðs legg­ur fram ráðn­ing­ar­samn­ing við bæj­ar­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Formað­ur bæj­ar­ráðs fylg­ir samn­ingn­um úr hlaði á fund­in­um.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1177. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1178201409002F

      Fund­ar­gerð 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2014 2014081661

        Rekstr­ar­yf­ir­lit A og B hluta Mos­fells­bæj­ar fyr­ir tíma­bil­ið janú­ar til júní 2014. Af­greiðslu frestað á 1177. fundi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 2.2. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040 201306129

        Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ósk­ar eft­ir stað­fest­ingu á ákvörð­un um aug­lýs­ingu á nýju svæð­is­skipu­lagi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.3. Fjár­hags­að­stoð 2014 201409055

        Staða fjár­hags­að­stoð­ar 2014

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.4. Tungu­veg­ur - Skeið­holt 201212187

        Óskað er heim­ild­ar bæj­ar­ráðs til þess að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Ístak hf. um verk­ið. Enn­frem­ur er kostn­að­ur við verk­ið brot­inn nið­ur í verk­þætti til frek­ari skýr­ing­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.5. Skóla­stjórastaða við leik­skól­ann Hlíð 2014082000

        Skóla­stjóri við Leik­skól­ann Hlíð hef­ur sagt starfi sínu lausu.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 2.6. Er­indi Æv­ars Að­al­steins­son­ar varð­andi ráð­stefn­una Und­ir ber­um himni 2014082064

        Er­indi Æv­ars Að­al­steins­son­ar varð­andi ósk um styrk til að sækja ráð­stefn­una Und­ir ber­um himni sem hald­in verð­ur í Sæl­ings­dal í sept­em­ber 2014.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.$line$$line$$line$Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar$line$Full­trúi M-lista ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær fari að dæmi Reykja­vík­ur­borg­ar o.fl. og móti al­menn­ar regl­ur um út­hlut­un styrkja, auk þess sem fag­nefnd­um verði fal­ið að gera slíkt hið sama á grund­velli þeirra.$line$$line$Á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi spurð­ist ég fyr­ir um regl­ur Mos­fells­bæj­ar um út­hlut­un styrkja. Svar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs bend­ir til að þar sé úr­bóta þörf. $line$Í þessu máli er fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs fal­ið að af­greiða styrk­beiðni án sam­ráðs við fag­nefnd eða út­hlut­un­ar­nefnd sem reynd­ar þyrfti að stofna til að búa styrk­veit­ing­um rétta um­gjörð. $line$Sá sem hér ósk­ar eft­ir styrk er vel að hon­um kom­inn eft­ir allt það sjálf­boða­lið­ast­arf sem hann hef­ur unn­ið í þágu barna í Mos­fells­bæ.$line$Að mati Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar verð­ur engu að síð­ur að gæta jafn­ræð­is og skapa styrk­veit­ing­um trú­verð­uga um­gjörð sem tek­ur af öll tví­mæli um handa­hóf og vild­ar­vinapóli­tík.$line$Sigrún Páls­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.$line$$line$Til­lag­an borin upp og felld með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæð­um.$line$$line$$line$Bók­un D og V- lista $line$$line$Í gildi eru hjá Mos­fells­bæ fjöldi reglna um út­hlut­un styrkja. Má þar t.d. nefna regl­ur um lista- og menn­ing­ar­sjóð, ný­sköp­un­ar og þró­un­ar­við­ur­kenn­ing­ar, styrki á veg­um fjöl­skyldu­nefnd­ar og af­rekstyrki ým­is­kon­ar á sviði íþrótta og tóm­stunda­mála. Að okk­ar mati er hvorki hægt né skyn­sam­legt að setja regl­ur um allt það sem berst bæj­ar­ráði í þess­um efn­um. Nauð­syn­legt er að ákveð­inn sveigj­an­leiki sé til stað­ar fyr­ir bæj­ar­ráð að geta tek­ið af­stöðu til til­tek­inna mála til að mæta ósk­um bæj­ar­búa.

      • 2.7. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra 201406078

        Formað­ur bæj­ar­ráðs legg­ur fram ráðn­ing­ar­samn­ing við bæj­ar­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Formað­ur bæj­ar­ráðs fylg­ir samn­ingn­um úr hlaði á fund­in­um.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1178. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 3. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 220201408016F

        Fund­ar­gerð 220. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 221201408018F

          Fund­ar­gerð 221. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 4.1. Er­indi Park­in­son­sam­tak­anna varð­andi radd­þjálf­un­ar­nám­skeið 201408414

            Er­indi Park­in­son­sam­tak­anna varð­andi styrk­beiðni kr. 100 þús til þess að halda radd­þjálf­un­ar­nám­skeið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Bæj­ar­ráð vís­ar er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 221. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 4.2. Jafn­réttisvið­ur­kenn­ing 2014 2014081646

            Til­nefn­ing­ar v. jafn­réttisviðiur­kenn­ing­ar 2014. Um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út um helg­ina þann­ig að fleiri til­nefn­ing­ar gætu bæst í hóp­inn.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 221. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5. Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 183201409001F

            Fund­ar­gerð 183. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 5.1. Er­indi frá Hildi Mar­grét­ar­dótt­ur vegna há­vaða og fram­komu knatt­spyrnu­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar í garð for­eldra. 2014081027

              Far­ið yfir stöðu mála.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 183. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 5.2. Hlé­garð­ur - til­lög­ur að fram­tíð­ar notk­un 201404362

              Verk­efn­is­lýs­ing sem fylg­ir til­boðs­blaði vegna út­boðs á rekstri, leigu og menn­ing­ar­starfi í Hlé­garði lögð fram til sam­þykkt­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 183. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 372201408017F

              Fund­ar­gerð 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 6.1. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal 201407126

                Bæj­ar­ráð ósk­ar eft­ir um­sögn nefnd­ar­inn­ar um er­indi Þór­is Garð­ars­son­ar og Sig­ur­dórs Sig­urðs­son­ar f.h. Ice­land Excursi­ons Allra­handa ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er form­lega eft­ir við­ræð­um og sam­starfi við Mos­fells­bæ um gerð deili­skipu­lags á tveim­ur spild­um í landi Æs­ustaða. Frestað á 371. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.2. Merkja­teig­ur 8, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201405373

                Stefán Þór­is­son sæk­ir um leyfi til að byggja við hús­ið nr. 8 við Merkja­teig við­bygg­ingu úr stein­steypu, bygg­ingu yfir stiga milli hæða. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar um­sókn­inni til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar með vís­an í 44. grein skipu­lagslaga.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.3. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús 201405114

                Fram­hald um­ræðu á síð­asta fundi. Lögð fram um­sögn Heil­brigðis­eft­ir­lits og at­huga­semd­ir íbúa að Reykja­byggð 15.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.4. Ell­iða­kots­land/Brú, end­ur­bygg­ing sum­ar­bú­stað­ar. 201406295

                Um­sókn um bygg­ingu frí­stunda­húss í stað sum­ar­bú­stað­ar sem brann fyrr á ár­inu var grennd­arkynnt 23. júlí 2014 með at­huga­semda­fresti til 21. ág­úst 2014. Með­fylgj­andi at­huga­semd dags. 8. ág­úst 3014 barst frá eig­end­um lands­ins.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 6.5. Greni­byggð 23-27, er­indi lóð­ar­eig­enda um breyt­ingu á lóð­ar­mörk­um 2014082081

                Eig­end­ur lóða nr. 23-27 við Greni­byggð óska í sam­ein­ingu eft­ir því að lóð­ar­mörk­um milli lóð­anna verði breytt form­lega í sam­ræmi við með­fylgj­andi af­stöðu­mynd­ir til þess horfs sem þau hafa í raun haft alla tíð og sátt hef­ur ver­ið um.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.6. Uglugata 48-50, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407038

                Tek­ið fyr­ir að nýju er­indi sem nefnd­in af­greiddi á síð­asta fundi varð­andi túlk­un á ákvæð­um um bíl­geymsl­ur í skipu­lags­skil­mál­um, þar sem um­sækj­andi hef­ur óskað eft­ir því að nefnd­in taki mál­ið upp aft­ur og end­ur­skoði fyrri ákvörð­un.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 6.7. Laxa­tunga 105-127, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi 2014082082

                Lögð fram til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, unn­in af Teikni­stofu arki­tekta fyr­ir um­hverf­is­svið.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.8. Kvísl­artunga 27-29 og 47-49, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi. 2014082080

                Rún­ar Þór Har­alds­son spyrst í tölvu­pósti 27. ág­úst 2014 fyr­ir um það hvort fall­ist yrði á þær breyt­ing­ar að of­an­greind par­hús verði einn­ar hæð­ar í stað tveggja.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 6.9. Hlíð­ar­tún 2,Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407163

                Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un á bíl­skúr og sól­skála. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar um­sókn­inni til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar með vís­an í 44. gr. skipu­lagslaga.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.10. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu 201311251

                Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs ger­ir grein fyr­ir stöðu máls­ins.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.11. Reykja­hvoll 20-30, breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi 2014082083

                Lagð­ar fram til kynn­ing­ar til­lög­ur að breyt­ing­um á aðal- og deili­skipu­lagi, sem lúta að færslu lóða og reið­leið­ar til aust­urs.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 372. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 153201408020F

                Fund­ar­gerð 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 7.1. Er­indi Magnús­ar Guð­munds­son­ar varð­andi Bjarn­arkló 201407127

                  Er­indi þar sem vakin er at­hygli á út­breiðslu Bjarn­arkló­ar við Reykjveg lagt fram.
                  Mál­ið var tek­ið fyr­ir á 1175. fundi bæj­ar­ráðs sem vís­aði mál­inu til um­hverf­is­nefnd­ar og um­hverf­is­stjóra til af­greiðslu.
                  Lagt fram minn­is­blað um­hverf­is­stjóra um mál­ið.
                  Á 633. fundi bæj­ar­stjórn­ar kom fram til­laga um af­greiðslu máls­ins.
                  "Full­trúi M-lista, Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar, ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær láti út­búa aug­lýs­ingu með mynd af Bjarn­arkló til að vekja at­hygli íbúa á skaðsemi og út­liti plönt­unn­ar og birti í Mos­fell­ingi og á vef Mos­fells­bæj­ar."
                  Máls­með­ferð­ar­til­laga kom fram um að vísa til­lög­unni til um­hverf­is­nefnd­ar til úr­vinnslu og var hún sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.2. Drög að áætlun til þriggja ára um refa­veið­ar 201404217

                  Lagt fram til kynn­ing­ar áætlun Um­hverf­is­stofn­un­ar um refa­veið­ar 2014-2016, yf­ir­lit yfir end­ur­greiðslu­hlut­fall sveit­ar­fé­laga og drög að samn­ingi milli Mos­fells­bæj­ar og Um­hverf­is­stofn­un­ar um refa­veið­ar.
                  Um­hverf­is­nefnd hef­ur áður fjallað um drög að áætlun um refa­veið­ar og veitti um­sögn um drög­in á 150. fundi sín­um 22. apríl 2014

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.3. Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru 2014 201408045

                  Hug­mynd­ir um­hverf­is­stjóra að við­burð­um vegna Dags ís­lenskr­ar nátt­úru sem hald­inn verð­ur þann 16. sept­em­ber 2014 lagð­ar fram.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.4. Evr­ópsk sam­göngu­vika 16.-22. sept­em­ber 2014 2014082007

                  Lögð fram drög að dag­skrár Evr­ópskr­ar sam­göngu­viku í Mos­fells­bæ 2014, sem bær­inn hef­ur ver­ið virk­ur þátt­tak­andi í und­an­farin ár.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.5. Ósk um um­sögn að til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir Sorpu bs. 201304249

                  Nið­ur­staða vegna ákvörð­un­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar um starfs­leyfi til handa SORPU bs. í Álfs­nesi.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 7.6. Göngu- og hjól­reiða­stíg­ur frá nýju hring­torgi við Skóla­braut og að hest­hús­un­um 201409113

                  Er­indi full­trúa M-lista þar sem bent er á að það vant­ar göngu- og hjól­reiða­stíg frá nýju hring­torgi við Skóla­braut að hest­húsa­hverfi.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 7.7. Verk­efni vegna fjár­hags­áætl­un­ar 201409114

                  Full­trúi M-lista ósk­ar eft­ir að tek­ið verði fyr­ir hvaða verk­efni um­hverf­is­nefnd­in ætl­ar að setja í for­ganga mið­að við fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 153. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                Almenn erindi

                • 8. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra201406078

                  1178. fundur bæjarráðs vísar ráðningarsamningi bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og reglur gera ráð fyrir.

                  Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri vék af fundi áður en þessi dag­skrárlið­ur var tek­inn til af­greiðslu.

                  Formað­ur bæj­ar­ráðs fór yfir helstu efn­is­at­riði í ráðn­ing­ar­samn­ingi við Harald Sverris­son bæj­ar­stjóra.


                  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

                  Full­trúi M-lista ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­stjórn sam­þykki ekki fram­lagð­an ráðn­ing­ar­samn­ing, held­ur end­ur­skoði þá ákvörð­un sína að skipa póli­tísk­an bæj­ar­stjóra og aug­lýsi eft­ir fag­manni í stöðu fram­kvæmda­stjóra sem ekki er tengd­ur fram­boð­um.
                  Rökin fyr­ir af­stöðu Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar eru m.a. þau að bæj­ar­ráði er ætlað það veiga­mikla hlut­verk að hafa eft­ir­lit með störf­um bæj­ar­stjóra og stjórn­sýsl­unni sem und­ir hann heyr­ir. En hvern­ig á það eft­ir­lit að geta geng­ið þeg­ar bæj­ar­stjóri, sem í þessu til­felli er kjör­inn full­trúi, sit­ur fundi bæj­ar­ráðs?
                  Við þenn­an hags­muna­árekst­ur bæt­ist að meiri­hluti bæj­ar­ráðs er skip­að­ur full­trú­um eins stjórn­mála­afls, D-lista. Þeim flokki veit­ir bæj­ar­stjóri for­ystu. Geng­ur yf­ir­höf­uð að flokks­fé­lög­um sé ætlað að hafa eft­ir­lit með flokks­bróð­ur sín­um sem að auki er odd­viti þess flokks sem þau starfa í?
                  Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að svo sé ekki og legg­ur til að bæj­ar­stjórn rjúfi hags­muna­tengslin með því að sam­þykkja ekki samn­ing­inn og ráða ópóli­tísk­an bæj­ar­stjóra.
                  Íbúa­hreyf­ing­unni er ljóst að sveit­ar­stjórn­ar­lög opna á þenn­an mögu­leika en tel­ur hann end­ur­spegla veik­leika í lög­gjöf­inni sem m.a. leiddi til ís­lensks efna­hags­hruns 2008 og þarf að end­ur­skoða.
                  Sigrún Páls­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar

                  Til­laga M- lista borin upp og felld með fimm at­kvæð­um gegn einu at­kvæði og tveir sitja hjá.

                  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar - Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur bæj­ar­stjóra.
                  Full­trúi M-lista ósk­ar eft­ir því að 2. gr. ráðn­ing­ar­samn­ings bæj­ar­stjóra verði breytt á þann veg að af­not bæj­ar­stjóra af bif­reið Mos­fells­bæj­ar tak­markist við embætt­is­störf.
                  3. gr. verði þann­ig að bæj­ar­sjóð­ur greiði ein­ung­is kostn­að við farsíma bæj­ar­stjóra.
                  Í 4. gr. verði sett þak á náms­kostn­að, kostn­að við kynn­is­ferð­ir og end­ur­mennt­un sem tek­ur mið af regl­um stétt­ar­fé­laga og
                  5. gr. verði breytt til sam­ræm­is við 54. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga sem kveð­ur á um að ráðn­ing­ar­tími fram­kvæmda­stjóra skuli að jafn­aði vera sá sami og kjör­tíma­bil sveit­ar­stjórn­ar. Sú regla gild­ir um aðra kjörna full­trúa og vand­séð að bæj­ar­stjóri eigi einn að njóta slíkra rétt­inda.

                  Til­laga M- lista borin upp og felld með fimm at­kvæð­um gegn einu at­kvæði og tveir sitja hjá.


                  Fram­lagð­ur ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við Harald Sverris­son bæj­ar­stjóra borin upp og sam­þykkt­ur með fimm at­kvæð­um gegn einu at­kvæði og tveir sitja hjá.


                  Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sitja hjá við af­greiðslu ráðn­ing­ar­samn­ings meiri­huta Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna við bæj­ar­stjóra fyr­ir kjör­tíma­bil­ið 2014-2018. Ekki liggja frammi ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um raun­veru­leg­an kostn­að bæj­ar­sjóðs af þess­um samn­ingi , s.s. um bíla­kostn­að í vinnu- og frí­tíma eða fjar­skipta­kostn­að. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar geta ekki stað­ið að sam­þykkt slíks samn­ings og visa ábyrgð­inni á þess­um óút­fyllta tékka beint til meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og vinstri grænna.

                  Fundargerðir til kynningar

                  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 251201408019F

                    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                    Fund­ar­gerð 251. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                    • 9.1. Gerplustræti 13-15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405141

                      Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Hrund Ark­ar­holti 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja tvö 8 íbúða, fjög­urra hæða fjöleigna­hús og bíla­kjall­ara úr for­steypt­um ein­ing­um og stein­steypu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                      Stærð húss nr 13: Kjall­ari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, sam­tals 3587,1 m3.
                      Stærð húss nr. 15: Kjall­ari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, sam­tals 3587,1 m3.
                      Bíla­kjall­ari 577,7 m2, 1699,9 m3.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 251. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 9.2. Hamra­brekk­ur 24, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201408575

                      Reyn­ir F Grét­ars­son Kalda­seli 19 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri að­stöðu­hús fyr­ir vænt­an­legt frí­stunda­hús og trjá­rækt á lóð­inni nr. 24 við Hamra­brekk­ur í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð að­stöðu­húss 26,2 m2, 74,1 m3.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 251. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 9.3. Hlíð­ar­tún 2,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201407163

                      Pét­ur R. Sveins­son Hlíð­ar­túni 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr stein­steypu bíl­skúr húss­ins nr. 2 við Hlíð­ar­tún og byggja sól­skála úr timbri og gleri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stækk­un bíl­skúrs 14,7 m2, 43,6 m3.
                      Stærð sól­skála 12,1 m2, 34,0 m3.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 251. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 10. Fund­ar­gerð 50. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins2014081811

                      .

                      Fund­ar­gerð 50. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 22. ág­úst 2014 lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 11. Fund­ar­gerð 340. fund­ar Sorpu bs.2014081753

                        .

                        Fund­ar­gerð 340. fund­ar Sorpu bs. frá 22. ág­úst 2014 lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 12. Fund­ar­gerð 199. fund­ar Strætó bs.201409031

                          .

                          Fund­ar­gerð 199. fund­ar Strætó bs. 29. ág­úst 2014 lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                          • 13. Fund­ar­gerð 197. fund­ar Strætó bs.201409030

                            .

                            Fund­ar­gerð 197. fund­ar Strætó bs. frá 4. júlí 2014 lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                            • 14. Fund­ar­gerð 11. fund­ar Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is2014082016

                              .

                              Fund­ar­gerð 11. fund­ar Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is frá 25. ág­úst 2014 lögð fram á 634. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.