10. september 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1177201408013F
Fundargerð 1177. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi hanagal við Reykjahvol 201406275
Umsögn umhverfisstjóra og stjórnsýslusviðs vegna erindis Vígmundar Pálmarssonar þar sem hann kvartar vegna hanagals við Reykjahvol sem berst frá Suður- Reykjum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Lögbýli í Mosfellsbæ 2014081868
Lagt fram yfirlit yfir skráð lögbýli í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Framlenging á leyfi til Melmis ehf. 2014081187
Framlenging á leyfi til Melmis ehf. m.a. til rannskókna í Þormóðsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
1.4. Erindi Mannvirkjastofnunar varðandi úttekt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 2014081490
Erindi Mannvirkjastofnunar varðandi úttekt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
1.5. Nýr skóli við Æðarhöfða 201403051
Minnisblað vegna uppbyggingar við Æðarhöfða
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Helgafellshverfi, framkvæmdakostnaður vegna skipulagsbreytinga 201406239
Lagt fram minnisblað um kostnað sem leiðir af breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi í Helgafellshverfi að ósk lóðarhafa. Óskað eftir heimild til gerðar samkomulags við lóðarhafann um greiðslu hans á kostnaðinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Rekstur deilda janúar til júní 2014 2014081661
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
1.8. Ráðning bæjarstjóra 201406078
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1178201409002F
Fundargerð 1178. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Rekstur deilda janúar til júní 2014 2014081661
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014. Afgreiðslu frestað á 1177. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
2.2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu á ákvörðun um auglýsingu á nýju svæðisskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Fjárhagsaðstoð 2014 201409055
Staða fjárhagsaðstoðar 2014
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Tunguvegur - Skeiðholt 201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið. Ennfremur er kostnaður við verkið brotinn niður í verkþætti til frekari skýringar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Skólastjórastaða við leikskólann Hlíð 2014082000
Skólastjóri við Leikskólann Hlíð hefur sagt starfi sínu lausu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ráðstefnuna Undir berum himni 2014082064
Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ósk um styrk til að sækja ráðstefnuna Undir berum himni sem haldin verður í Sælingsdal í september 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær fari að dæmi Reykjavíkurborgar o.fl. og móti almennar reglur um úthlutun styrkja, auk þess sem fagnefndum verði falið að gera slíkt hið sama á grundvelli þeirra.$line$$line$Á síðasta bæjarráðsfundi spurðist ég fyrir um reglur Mosfellsbæjar um úthlutun styrkja. Svar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs bendir til að þar sé úrbóta þörf. $line$Í þessu máli er framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að afgreiða styrkbeiðni án samráðs við fagnefnd eða úthlutunarnefnd sem reyndar þyrfti að stofna til að búa styrkveitingum rétta umgjörð. $line$Sá sem hér óskar eftir styrk er vel að honum kominn eftir allt það sjálfboðaliðastarf sem hann hefur unnið í þágu barna í Mosfellsbæ.$line$Að mati Íbúahreyfingarinnar verður engu að síður að gæta jafnræðis og skapa styrkveitingum trúverðuga umgjörð sem tekur af öll tvímæli um handahóf og vildarvinapólitík.$line$Sigrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun D og V- lista $line$$line$Í gildi eru hjá Mosfellsbæ fjöldi reglna um úthlutun styrkja. Má þar t.d. nefna reglur um lista- og menningarsjóð, nýsköpunar og þróunarviðurkenningar, styrki á vegum fjölskyldunefndar og afrekstyrki ýmiskonar á sviði íþrótta og tómstundamála. Að okkar mati er hvorki hægt né skynsamlegt að setja reglur um allt það sem berst bæjarráði í þessum efnum. Nauðsynlegt er að ákveðinn sveigjanleiki sé til staðar fyrir bæjarráð að geta tekið afstöðu til tiltekinna mála til að mæta óskum bæjarbúa.
2.7. Ráðning bæjarstjóra 201406078
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1178. fundar bæjarráðs lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 220201408016F
Fundargerð 220. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 221201408018F
Fundargerð 221. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi raddþjálfunarnámskeið 201408414
Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi styrkbeiðni kr. 100 þús til þess að halda raddþjálfunarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 221. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Jafnréttisviðurkenning 2014 2014081646
Tilnefningar v. jafnréttisviðiurkenningar 2014. Umsóknarfrestur rennur út um helgina þannig að fleiri tilnefningar gætu bæst í hópinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 221. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 183201409001F
Fundargerð 183. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Erindi frá Hildi Margrétardóttur vegna hávaða og framkomu knattspyrnudeildar Aftureldingar í garð foreldra. 2014081027
Farið yfir stöðu mála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Hlégarður - tillögur að framtíðar notkun 201404362
Verkefnislýsing sem fylgir tilboðsblaði vegna útboðs á rekstri, leigu og menningarstarfi í Hlégarði lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 372201408017F
Fundargerð 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal 201407126
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 21. júlí 2014, þar sem óskað er formlega eftir viðræðum og samstarfi við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags á tveimur spildum í landi Æsustaða. Frestað á 371. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Merkjateigur 8, fyrirspurn um byggingarleyfi 201405373
Stefán Þórisson sækir um leyfi til að byggja við húsið nr. 8 við Merkjateig viðbyggingu úr steinsteypu, byggingu yfir stiga milli hæða. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. grein skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Framhald umræðu á síðasta fundi. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits og athugasemdir íbúa að Reykjabyggð 15.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Elliðakotsland/Brú, endurbygging sumarbústaðar. 201406295
Umsókn um byggingu frístundahúss í stað sumarbústaðar sem brann fyrr á árinu var grenndarkynnt 23. júlí 2014 með athugasemdafresti til 21. ágúst 2014. Meðfylgjandi athugasemd dags. 8. ágúst 3014 barst frá eigendum landsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
6.5. Grenibyggð 23-27, erindi lóðareigenda um breytingu á lóðarmörkum 2014082081
Eigendur lóða nr. 23-27 við Grenibyggð óska í sameiningu eftir því að lóðarmörkum milli lóðanna verði breytt formlega í samræmi við meðfylgjandi afstöðumyndir til þess horfs sem þau hafa í raun haft alla tíð og sátt hefur verið um.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Uglugata 48-50, umsókn um byggingarleyfi 201407038
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á síðasta fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
6.7. Laxatunga 105-127, tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2014082082
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir umhverfissvið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Kvíslartunga 27-29 og 47-49, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi. 2014082080
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
6.9. Hlíðartún 2,Umsókn um byggingarleyfi 201407163
Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á bílskúr og sólskála. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu 201311251
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu málsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi 2014082083
Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða og reiðleiðar til austurs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 153201408020F
Fundargerð 153. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi Magnúsar Guðmundssonar varðandi Bjarnarkló 201407127
Erindi þar sem vakin er athygli á útbreiðslu Bjarnarklóar við Reykjveg lagt fram.
Málið var tekið fyrir á 1175. fundi bæjarráðs sem vísaði málinu til umhverfisnefndar og umhverfisstjóra til afgreiðslu.
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um málið.
Á 633. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga um afgreiðslu málsins.
"Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingarinnar, gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti útbúa auglýsingu með mynd af Bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birti í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar."
Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar til úrvinnslu og var hún samþykkt með níu atkvæðum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar 201404217
Lagt fram til kynningar áætlun Umhverfisstofnunar um refaveiðar 2014-2016, yfirlit yfir endurgreiðsluhlutfall sveitarfélaga og drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Umhverfisstofnunar um refaveiðar.
Umhverfisnefnd hefur áður fjallað um drög að áætlun um refaveiðar og veitti umsögn um drögin á 150. fundi sínum 22. apríl 2014Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Dagur íslenskrar náttúru 2014 201408045
Hugmyndir umhverfisstjóra að viðburðum vegna Dags íslenskrar náttúru sem haldinn verður þann 16. september 2014 lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Evrópsk samgönguvika 16.-22. september 2014 2014082007
Lögð fram drög að dagskrár Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 2014, sem bærinn hefur verið virkur þátttakandi í undanfarin ár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs. 201304249
Niðurstaða vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til handa SORPU bs. í Álfsnesi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
7.6. Göngu- og hjólreiðastígur frá nýju hringtorgi við Skólabraut og að hesthúsunum 201409113
Erindi fulltrúa M-lista þar sem bent er á að það vantar göngu- og hjólreiðastíg frá nýju hringtorgi við Skólabraut að hesthúsahverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
7.7. Verkefni vegna fjárhagsáætlunar 201409114
Fulltrúi M-lista óskar eftir að tekið verði fyrir hvaða verkefni umhverfisnefndin ætlar að setja í forganga miðað við fjárhagsáætlun bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 153. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
8. Ráðning bæjarstjóra201406078
1178. fundur bæjarráðs vísar ráðningarsamningi bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og reglur gera ráð fyrir.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri vék af fundi áður en þessi dagskrárliður var tekinn til afgreiðslu.
Formaður bæjarráðs fór yfir helstu efnisatriði í ráðningarsamningi við Harald Sverrisson bæjarstjóra.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar.Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki ekki framlagðan ráðningarsamning, heldur endurskoði þá ákvörðun sína að skipa pólitískan bæjarstjóra og auglýsi eftir fagmanni í stöðu framkvæmdastjóra sem ekki er tengdur framboðum.
Rökin fyrir afstöðu Íbúahreyfingarinnar eru m.a. þau að bæjarráði er ætlað það veigamikla hlutverk að hafa eftirlit með störfum bæjarstjóra og stjórnsýslunni sem undir hann heyrir. En hvernig á það eftirlit að geta gengið þegar bæjarstjóri, sem í þessu tilfelli er kjörinn fulltrúi, situr fundi bæjarráðs?
Við þennan hagsmunaárekstur bætist að meirihluti bæjarráðs er skipaður fulltrúum eins stjórnmálaafls, D-lista. Þeim flokki veitir bæjarstjóri forystu. Gengur yfirhöfuð að flokksfélögum sé ætlað að hafa eftirlit með flokksbróður sínum sem að auki er oddviti þess flokks sem þau starfa í?
Íbúahreyfingin telur að svo sé ekki og leggur til að bæjarstjórn rjúfi hagsmunatengslin með því að samþykkja ekki samninginn og ráða ópólitískan bæjarstjóra.
Íbúahreyfingunni er ljóst að sveitarstjórnarlög opna á þennan möguleika en telur hann endurspegla veikleika í löggjöfinni sem m.a. leiddi til íslensks efnahagshruns 2008 og þarf að endurskoða.
Sigrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi ÍbúahreyfingarinnarTillaga M- lista borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar - Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
Fulltrúi M-lista óskar eftir því að 2. gr. ráðningarsamnings bæjarstjóra verði breytt á þann veg að afnot bæjarstjóra af bifreið Mosfellsbæjar takmarkist við embættisstörf.
3. gr. verði þannig að bæjarsjóður greiði einungis kostnað við farsíma bæjarstjóra.
Í 4. gr. verði sett þak á námskostnað, kostnað við kynnisferðir og endurmenntun sem tekur mið af reglum stéttarfélaga og
5. gr. verði breytt til samræmis við 54. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að ráðningartími framkvæmdastjóra skuli að jafnaði vera sá sami og kjörtímabil sveitarstjórnar. Sú regla gildir um aðra kjörna fulltrúa og vandséð að bæjarstjóri eigi einn að njóta slíkra réttinda.Tillaga M- lista borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.
Framlagður ráðningarsamningur við Harald Sverrisson bæjarstjóra borin upp og samþykktur með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu ráðningarsamnings meirihuta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna við bæjarstjóra fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Ekki liggja frammi nákvæmar upplýsingar um raunverulegan kostnað bæjarsjóðs af þessum samningi , s.s. um bílakostnað í vinnu- og frítíma eða fjarskiptakostnað. Bæjarfulltrúar Samfylkingar geta ekki staðið að samþykkt slíks samnings og visa ábyrgðinni á þessum óútfyllta tékka beint til meirihluta sjálfstæðismanna og vinstri grænna.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 251201408019F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerð 251. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 634. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Gerplustræti 13-15, umsókn um byggingarleyfi 201405141
Byggingarfélagið Hrund Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tvö 8 íbúða, fjögurra hæða fjöleignahús og bílakjallara úr forsteyptum einingum og steinsteypu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss nr 13: Kjallari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, samtals 3587,1 m3.
Stærð húss nr. 15: Kjallari 109,1 m2, 1, hæð 272,0 m2, 2. hæð 284,4 m2, 3. hæð 284,4 m2, 4. hæð 284,4 m2, samtals 3587,1 m3.
Bílakjallari 577,7 m2, 1699,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 634. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Hamrabrekkur 24, umsókn um byggingarleyfi 201408575
Reynir F Grétarsson Kaldaseli 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri aðstöðuhús fyrir væntanlegt frístundahús og trjárækt á lóðinni nr. 24 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn.
Stærð aðstöðuhúss 26,2 m2, 74,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 634. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Hlíðartún 2,umsókn um byggingarleyfi 201407163
Pétur R. Sveinsson Hlíðartúni 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu bílskúr hússins nr. 2 við Hlíðartún og byggja sólskála úr timbri og gleri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bílskúrs 14,7 m2, 43,6 m3.
Stærð sólskála 12,1 m2, 34,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 251. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 634. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 50. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins2014081811
.
Fundargerð 50. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 22. ágúst 2014 lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 340. fundar Sorpu bs.2014081753
.
Fundargerð 340. fundar Sorpu bs. frá 22. ágúst 2014 lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 199. fundar Strætó bs.201409031
.
Fundargerð 199. fundar Strætó bs. 29. ágúst 2014 lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 197. fundar Strætó bs.201409030
.
Fundargerð 197. fundar Strætó bs. frá 4. júlí 2014 lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 11. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis2014082016
.
Fundargerð 11. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 25. ágúst 2014 lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.