Mál númer 201312043
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.
Afgreiðsla 471. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #471
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við meðfylgjandi drög að svörum við athugasemdum. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að annast gildistöku skipulaganna.
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði auglýstar breytingar á þeim deiliskipulögum sem liggja að tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar. Skipulagsfulltrúa falið að kynna bæjarfulltrúum tillöguna og auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillagnanna." Skipulagstillögunar voru auglýstar frá 28. júlí til og með 9. september 2018. Þrjár athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
Afgreiðsla 468. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. september 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #468
Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði auglýstar breytingar á þeim deiliskipulögum sem liggja að tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar. Skipulagsfulltrúa falið að kynna bæjarfulltrúum tillöguna og auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillagnanna." Skipulagstillögunar voru auglýstar frá 28. júlí til og með 9. september 2018. Þrjár athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls. 459. fundur var haldinn 23. apríl og eftirfarandi bókun gerð: "Skipulagsnefnd telur tillöguna tilbúna til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að semja bókun þar að lútandi fyrir næsta fund."
Afgreiðsla 460. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls. 459. fundur var haldinn 23. apríl og eftirfarandi bókun gerð: "Skipulagsnefnd telur tillöguna tilbúna til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að semja bókun þar að lútandi fyrir næsta fund."
Afgreiðsla 460. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls. Á fundinn mættu Finnur Kristinsson og Halldóra Narfadóttir frá Landslagi. Bryndís Friðríksdóttir Eva Þrastardóttir frá Eflu. Gestir fundarins voru Guðbergur Guðbergsson og Jóhannes Þór frá Víghóli.
Afgreiðsla 459. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #460
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls. 459. fundur var haldinn 23. apríl og eftirfarandi bókun gerð: "Skipulagsnefnd telur tillöguna tilbúna til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að semja bókun þar að lútandi fyrir næsta fund."
Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði auglýstar breytingar á þeim deiliskipulögum sem liggja að tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar. Skipulagsfulltrúa falið að kynna bæjarfulltrúum tillöguna og auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillagnanna.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að gera kostnaðaráætlun og úttekt á nauðsynlegum aðgerðum vegna ofanvatnslausna og fyrirsjáanlegra framkvæmda í heild. - 23. apríl 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #459
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls. Á fundinn mættu Finnur Kristinsson og Halldóra Narfadóttir frá Landslagi. Bryndís Friðríksdóttir Eva Þrastardóttir frá Eflu. Gestir fundarins voru Guðbergur Guðbergsson og Jóhannes Þór frá Víghóli.
Skipulagsnefnd telur tillöguna tilbúna til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að semja bókun þar að lútandi fyrir næsta fund.
- 18. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #715
Á 439.fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja fram nýja deiliskipulagstillögu á næsta fundi." Lagðir fram nýir uppdrættir.
Afgreiðsla 458. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 715. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. apríl 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #458
Á 439.fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja fram nýja deiliskipulagstillögu á næsta fundi." Lagðir fram nýir uppdrættir.
Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls.
- 28. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #698
Á 430 fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á innkomnum athugasemdum.
Afgreiðsla 439. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 698. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #439
Á 430 fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á innkomnum athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja fram nýja deiliskipulagstillögu á næsta fundi.
- 22. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #689
Á 425. fundi skipulagsnefndar 29. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús fyrir miðjan janúar 2017." Tillagan var auglýst frá 17. desember 2016 til og með 28. janúar 2017. Athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 430. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 689. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #430
Á 425. fundi skipulagsnefndar 29. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús fyrir miðjan janúar 2017." Tillagan var auglýst frá 17. desember 2016 til og með 28. janúar 2017. Athugasemdir bárust.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum.
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga verður auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember." Á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 var málið tekið fyrir og samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #425
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga verður auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember." Á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 var málið tekið fyrir og samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús fyrir miðjan janúar 2017.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv.41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfullrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember.
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Á fundinn mættu fulltrúar frá Landslagi og Eflu verkfræðistofu og gerðu grein fyrir deiliskipulagstillögunni.
Afgreiðsla 423. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 682. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #423
Á fundinn mættu fulltrúar frá Landslagi og Eflu verkfræðistofu og gerðu grein fyrir deiliskipulagstillögunni.
Kynning og umræður.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 416. fundi.
Afgreiðsla 417. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #417
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 416. fundi.
Umræður um málið og upplýst að í gangi eru viðræður við landeigendur um staðsetningu hringtorga ofl. Nefndin leggur áherslu á að skoðað verði hvort hægt er að setja upp þéttbýlishlið við veginn eins fljótt og auðið er.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 415. fundi.
Afgreiðsla 416. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #416
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 415. fundi.
Upplýst var að unnið er að kynningu tillagna fyrir hagsmunaaðilum.
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf og Bryndís Friðriksdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir nýjum umferðartalningum á Þingvallavegi og stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #415
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf og Bryndís Friðriksdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir nýjum umferðartalningum á Þingvallavegi og stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.
- 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Eva Þrastardóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 14. júlí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #393
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Eva Þrastardóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Málið kynnt.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Lagðar fram umsagnir og athugasemdir um auglýsta verkefnislýsingu frá eftirtöldum: Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun,stjórn íbúasamtakanna Víghóls, Jóni Baldvinssyni (2 bréf), Guðnýju Halldórsdóttur og Halldóri Þorgeirssyni, Áslaugu M Gunnarsdóttur og frá Loga Egilssyni lögmanni f.h. Kjartans Jónssonar. Ennfremur 17 samhljóða bréf frá landeigendum við veginn og 57 samhljóða bréf með almennum mótmælum.
Afgreiðsla 382. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 3. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #382
Lagðar fram umsagnir og athugasemdir um auglýsta verkefnislýsingu frá eftirtöldum: Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun,stjórn íbúasamtakanna Víghóls, Jóni Baldvinssyni (2 bréf), Guðnýju Halldórsdóttur og Halldóri Þorgeirssyni, Áslaugu M Gunnarsdóttur og frá Loga Egilssyni lögmanni f.h. Kjartans Jónssonar. Ennfremur 17 samhljóða bréf frá landeigendum við veginn og 57 samhljóða bréf með almennum mótmælum.
Nefndin þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar og vísar þeim inn í áframhaldandi vinnu að deiliskipulagi. Jafnframt samþykkir hún að bjóða íbúasamtökunum Víghóli að tilnefna einn fulltrúa í vinnuhóp deiliskipulagsins.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi, unnin af Landslagi ehf og Eflu verkfræðistofu fyrir Mosfellsbæ og Vegagerðina.
Afgreiðsla 380. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #380
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi, unnin af Landslagi ehf og Eflu verkfræðistofu fyrir Mosfellsbæ og Vegagerðina.
Nefndin samþykkir verkefnislýsinguna til kynningar og umsagnar hjá umsagnaraðilum. Jafnframt verði stefnt að kynningarfundi um lýsinguna með íbúum í Mosfellsdal á nýju ári.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Lagt fram uppkast að samkomulagi Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um samstarf að gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi hans, frá stað skammt vestan Suðurárbrúar og austur fyrir Gljúfrastein.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Lagt fram uppkast að samkomulagi Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um samstarf að gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi hans, frá stað skammt vestan Suðurárbrúar og austur fyrir Gljúfrastein.
Nefndin lýsir ánægju sinni með uppkastið og leggur til að Mosfellsbær samþykki það.
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Greint var frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann. Frestað á 356. fundi.
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Greint verður frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann.
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 17. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #357
Greint var frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann. Frestað á 356. fundi.
Nefndin felur umhverfissviði að taka upp viðræður við Vegagerðina um samstarf við gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal, þar sem m.a. verði kveðið á um staðsetningar og útfærslur gatnamóta, göngu- og hjólastíga, undirgöng og önnur skipulagsleg atriði sem varða öryggi allra vegfarenda.
- 10. desember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #356
Greint verður frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann.
Frestað.