18. desember 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1146201312001F
Fundargerð 1146. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 617. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni 201310252
Minnisblað golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbanna og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni.
Bæjarstjóri leggur fram drög að viljayfirlýsingu um málið.Niðurstaða þessa fundar:
Sameining golfklúbba.$line$$line$Íbúahreyfingin lýsir ánægju með fyrirhugaða sameiningu Kjalar og Bakkakots.$line$Í viljayfirlýsingunni kemur fram að leggja eigi 125 milljónir af skattfé Mosfellinga til verkefnisins ásamt ótilgreindu fé til viðbótar vegna vegagerðar.$line$Íbúahreyfingin getur ekki fallist á þessa forgangsröðun á meðan brýnni verkefni í skólamálum sitji á hakanum.$line$$line$$line$Bæjarfulltrúar V- og D-lista fagna því að áform séu uppi um sameiningu Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar. Þetta hefur rekstrarlega hagkvæmni í för með sér fyrir klúbbana. Mestur er þó að ávinningurinn þegar litið er til þess sem samfélagið í Mosfellsbæ nýtur með betri þjónustu og bættri nýtingu fjármuna sveitarfélagsins.$line$Mosfellsbær er íþrótta- og útivistarbær í fremstu röð og bæjarfulltrúar D- og V- lista vilja tryggja að svo verði áfram. $line$Gera má ráð fyrir að í sameinuðum golfklúbbi verði á annað þúsund félagsmenn og þar af fjölmörg börn og ungmenni. Með sameinuðum klúbb verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu og fleiri valmöguleika fyrir félagsmenn.$line$Auk þessa mun þetta hafa það í för með sér að mögulegt verður að byggja verðmætar lóðir á núverandi starfssvæði Kjalar sem munu standa undir þeim kostnaði sem uppbygging á aðstöðu fyrir golfklúbbana mun kosta.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1146. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæum gegn einu atkvæðum.
1.2. Erindi Torfa Magnússonar varðandi gatnagerðargjöld 201311140
Erindi Torfa Magnússonar dags. 3. desember varðandi gatnagerðargjald af fyrirhugaðri byggingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1146. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar 201312006
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar um áramótin 2013-2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1146. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettándanum 201312007
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar á Þrettándanum þann 4. janúar 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1146. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Erindi Fasteignamiðstöðvarinnar varðandi forkaupsrétt á hluta úr landi Laxnes 1 201312016
Erindi Fasteignamiðstöðvarinnar þar sem boðinn er forkaupsréttur á 69% hluta úr óskiptu landi Laxnes 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1146. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1147201312009F
Fundargerð 1147. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 617. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá 201202172
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út búnað í nýtt íþróttahús að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1147. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð 201310173
Niðurstaða útboðs á vátryggingum Mosfellsbæjar. Óskað er heimildar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda TM.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1147. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Veislugarð ehf. 201312048
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Veislugarð ehf. í Hlégarði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1147. fundar bæjarráðs samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Útsvarsprósenta 201312072
Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1147. fundar bæjarráðs afgreidd sem sérstakt erindi síðar á 617. fundi bæjarstjórnar.
2.5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2013 201312065
Þjónustukönnun sveitarfélaga nóvember 2013. Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála mætir á fundinn og fer yfir könnunina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1147. fundar bæjarráðs lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Sameiginleg bókun.$line$Í Mosfellsbæ er gott að búa það sannast enn og aftur. Í nýjustu Gallup könnuninni þar sem mæld er ánægja íbúa með sveitarfélagið sitt og þjónustu mælist ánægjan nú mest í Mosfellsbæ. Almennt kemur Mosfellsbær vel út úr öllum spurningunum og vill bæjarstjórn nota tækifærið og þakka starfsmönnum bæjarins fyrir vel unnin störf. Sveitarfélagið og þjónusta þess byggir fyrst og fremst á frábæru starfsfólki sem þjónustuna veitir.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 212201312006F
Fundargerð 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 617. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi samning við Fjölsmiðjuna 201311172
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi þjónustusamning við Fjölsmiðjuna til eins árs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Bókun vegna Fjölsmiðjunnar.$line$Íbúahreyfingin lýsir ánægju með störf Fjölsmiðjunnar enda er hún mikilvægt úrræði. Með vísan til umræðunnar sem fram fór á fundi nefndarinnar vill Íbúahreyfingin þó leggja áherslu á að Mosfellsbær styrki ekki félög nema nauðsynleg bókhaldsgögn vegna undangenginna ára liggi fyrir.
3.2. Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga 31.12.2011 201202079
Skýrsla varsjóðs húsnæðismála á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur 201301578
Rekstrarleyfi Hamra hjúkrunarheimilis, staðfesting Landlæknisembættisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
3.4. Dagdvöl á Eirhömrum, endurskoðun á reglum 201312046
Drög að breytingu á reglum um dagdvöl í Eirhömrum.
Niðurstaða þessa fundar:
Framlögð drög að breytingu á reglum um dagdvöl samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Bakvaktir í barnaverndarmálum 201202101
Drög að samningi sveitarfélaga á svæði SSH um bakvaktir, ásamt drögum að umboði barnaverndarnefnda til starfsmanna og yfirliti yfir verklag.
Niðurstaða þessa fundar:
Framlögð drög að umboði til starfsmana vegna bakvakta samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Sameiginleg bókun. $line$Þann 1. janúar 2014 hefst eins árs tilraunarverkefni um sameiginlega bakvakt í barnaverndarmálum. Sveitarfélögin Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstaður gerðu með sér samkomulag um sameiginlega bakvakt. Hér er um langþráð verkefni að ræða sem lengi hefur veið barist fyrir. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar þessu samvinnuverkefni sérstaklega.
3.6. Reglugerð um greiðslur vegna barna í fóstri. 201311283
Reglugerð um greiðslur barna í fóstri nr. 858/2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
3.7. Vistun barns skv. 27.gr. bvl. 201311266
Hæstaréttardómur nr. 370/0013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
3.8. Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013 201301222
Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013, samantekt um mat á framkvæmd verður lögð fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
3.9. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2014 201312015
Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2014, drög að dagskrá veður lögð fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 356201312005F
.
Fundargerð 356 fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Kvíslartunga 108-112 og 120-124, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi. 201311078
Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf. Frestað á 355. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.2. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá 201310253
Bæjarráð samþykkti 7.11.2013 að senda meðfylgjandi umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, varðandi rétt kjörinna fulltrúa til að fá mál sett á dagskrá, til upplýsingar til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna þeirra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Hraðahindrun við Leirutanga, erindi íbúa 201305199
Lagðar fram umsagnir framkvæmdastjóra umhverfissviðs og Eflu verkfræðistofu um erindi íbúa í Leirutanga um uppsetningu hraðahindrana í götunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.4. Deiliskipulag Helgafellshverfis, tillaga Hönnu Bjartmars, S-lista, um endurskoðun. 201312045
Lögð fram tillaga Hönnu Bjartmars fulltrúa S-lista í skipulagsnefnd um heildarendurskoðun deiliskipulags í Helgafellshverfi ásamt meðfylgjandi greinargerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga S-lista Samfylkingar.$line$Í framhaldi af tillögu fulltrúa Samfylkingar í skipulagsnefnd geri ég tillögu um að bæjarstjórn Mosfellsbæjar feli skipulagsnefnd heildarendurskoðun á deiliskipulagi Helgafellshverfis.$line$Í ljósi þeirra beiðna sem komið hafa fram um breytingar á deiliskipulaginu sem og vegna breyttra forsenda frá því að það var samþykkt er full ástæða til að endurskoða skipulagið í heild með tilliti til hvort ástæða sé til breytinga á því á þessum forsendum. Einnig vísa ég til bókunar Samfylkingar í skipulagsnefnd um málið.$line$$line$Tillaga S-lista Samfylkingar borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.$line$$line$$line$Meirihluti V og D lista telja að sú leið sem meirihluti skipulagsnefndar leggi til sé faglegri og betri til að ná fram markmiðum bæjarins um uppbyggingu Helgafellshverfis.$line$Að öðru leiti vísum við til bókunar meirihluta skipulagsnefndar.$line$$line$$line$$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar bókað.$line$Íbúahreyfingin telur ekki ráðlegt að auka við það magn íbúða sem áður hefur verið ákveðið, með fjölgun íbúða í Helgafellshverfinu miðað við gildandi deiliskipulag svæðisins. Ljóst er að aukning íbúða mun hafa áhrif á umferð, hljóðvist, mengun og ásýnd hverfisins með aukinni bílaumferð.$line$Miklar líkur eru á að bæjaryfirvöldum berist fleiri slíkar beiðnir um breytingar á deiliskipulagi um fjölgun íbúða á næstunni, þar sem fasteignamarkaðurinn vill hallast í þá átt að minni eignir séu nú seljanlegri. Minni eignir hefur hefur ekkert með fjölgun íbúða að gera og ekki ber að rugla því saman.$line$Ef bæjaryfirvöld ætla að opna fyrir breytingar og fjölgun íbúða og gefa þar með fordæmi, er nauðsynlegt að skoða hverfið heildstætt út frá því hvað það þolir af byggingarmagni, svo að lífskjör og lífshættir þeirra sem í hverfinu munu búa rýrni ekki. Einnig er nauðsynlegt að huga að þolmörkum hverfisins og gatnakerfis þess. Hætta er á að hagsmunir einstakra lóðarhafa verði á kostnað annarra lóðarhafa og bæjarfélagsins.$line$$line$$line$Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 617. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.5. 3 lóðir í Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi. 201310334
Ingimundur Sveinsson leggur fram f.h. Arnar Kjærnested endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
4.6. Gerplustræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða o.fl. 201310158
Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 352. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
4.7. 1. - 3. áfangi Helgafellshverfis, tillögur Hamla 1 ehf. um breytingar á deiliskipulagi 201312044
Á fundinn mættu Hannes F. Sigurðsson fulltrúi Hamla 1 ehf. og Steinþór Kári Kárason arkitekt, og kynntu hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi lóða í eigu Hamla 1 ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
4.8. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag 201312043
Greint verður frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
4.9. Laxatunga 62-68, fyrirspurn um breytingu á húsgerð 201309225
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 356. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 146201312008F
.
Fundargerð 146. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 617. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram tillögu um að fresta afgeiðslu fundargerðarinnar.
Tillagan borin upp og samþykkt með einu atkvæði og sex sitja hjá.5.1. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá 201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa 201303173
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 201311092
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd 201310161
Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Vatnsþurrð í Varmá 201209336
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um mögulegar orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá á lífríki og vatnsbúskap, og mögulegar úrbætur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
5.6. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010 201109113
Umræða um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
5.7. Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd um verkefni til vinnslu 201311270
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúarhreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
6. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 22201312010F
Fundargerð 22. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 617. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins 201007027
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari kemur á fundinn og kynnir stjórnsýslu Mosfellsbæjar og Samþykkt fyrir ungmennaráð Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar ungmennaráðs lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 335. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201312058
.
Fundargerð 335. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5. desember 2013 lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 395. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201312139
.
Fundargerð 395. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 4. nóvember 2013 lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 397. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201312140
.
Fundargerð 397. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2. desember 2013 lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
10. Útsvarsprósenta201312072
Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Útsvarsprósenta 2014.
Samþykkt með sjö atkvæðum að útsvarprósenta í Mosfellsbæ vegna gjaldársins 2014 verði 14,52%, enda lækki álagningarhlutfall tekjuskatts til samræmis. Samþykkt þessi er með fyrirvara um að lagabreyting þessa efnis nái fram að ganga á Alþingi.Greinargerð sem samþykkt þessari.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Eins og sveitarstjórnum á að vera kunnugt um var undirritað samkomulag í nóvember sl. um hækkun hámarksútsvars, úr 14,48% í 14,52%. Sambandið hefur ráðlagt þeim sveitarstjórnum, sem hyggjast nýta sér þessa heimild, að samþykkja hækkunina með fyrirvara um að lagabreyting næði fram að ganga á Alþingi.
Sl. þriðjudag lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram meðfylgjandi breytingartillögu við frumvarp um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga (2. mál, þingskjal 387), þar sem gert er ráð fyrir breytingu á tekjustofnalögum í samræmi við fyrrgreint samkomulag. Sjá nánar b-d-liði 7. tl. breytingatillögunnar. Nánari skýringar með breytingatillögunni koma fram í nefndaráliti sem einnig er í viðhengi. Þar segir á bls. 6:Bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga.
Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XII í lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru sveitarfélög bundin af því til ársins 2014 að 0,25 prósentustig af þeirri hækkun sem þeim er tryggð vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra (það sem eftir stendur eftir að Jöfnunarsjóður hefur fengið sitt) renni beint til þjónustu við fatlaða innan viðkomandi þjónustusvæða. Í tillögu að nýrri 21. gr. er lagt til að ákvæðið verði framlengt til ársins 2015. Í tillögu að nýrri 22. gr. er lagt til að frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 verði framlengdur frá 1. desember til 23. desember 2013. Jafnframt verði frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma. Í 1. mgr. tillögu að nýrri 23. gr. er lagt til að hámarksútsvar verði hækkað um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Er það í samræmi við 4. gr. viðauka við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaða. Í 2. mgr. er lagt til að þessi hækkun renni óskipt til Jöfnunarsjóðsins, sbr. sömu grein viðaukans.Á grunni ofangreinds frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og til að tryggja hámarks framlag til þjónustu við fatlaða samþykkir bæjarstjórn að nýta sér að útsvar verði samkvæmt ofansögðu 14,52%.