16. ágúst 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afgreiðsla deiliskipulags eftir auglýsingu201608341
Í skipulagslögum nr. 123/2010 og í 2. gr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt nr. 596/2011 segir að ef engar athugasemdir eru gerðar við nýtt deiliskipulag eða breytingu á deiliskipulagi er ekki skylt að taka tillöguna aftur til umræðu í sveitarstjórn heldur skal senda hana Skipulagsstofnun.
Nefndin samþykkir breytingar á verklagi í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir bæjarstjórnar.
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Nauthóls- og Flugvallarvegur201607036
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags.6. júlí 2016 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Nauthóls- og Flugvallarvegur.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
3. Þormóðsst.land/Umsókn um byggingarleyfi201608703
Margrét Pála Ólafsdóttir Þrastarhöfða 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólpall í samræmi við framlögð gögn. Undir sólpalli myndast geymslurými.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið þar sem lóðin er ódeiliskipulögð.
Frestað.
4. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting Smárinn201607121
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 21. júlí 2016 varðandi breytingu á Aðalskipulag Kópavogs 2012-2014, Smárinn
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
5. Leirvogstunga - breyting á deiliskipulagi Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114201607022
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt fh. Húsbygginga ehf. dags. 12. maí 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund skipulagstillögunnar varðandi framhald málsins.
6. Helgafellsland - Snæfríðargata 1-21 breyting á deiliskipulagi201607048
Borist hefur erindi frá Ingimundi Sveinssyni arkitekt fh. Arnars Kærnested dags. 4. júlí 2016 varðandi breytingu á deilskipulagi í Helgafellslandi, Snæfríðargata 1-21.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi útfærslur á breytingunni.
7. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 416. fundi.
Umræður um málið og upplýst að í gangi eru viðræður við landeigendur um staðsetningu hringtorga ofl. Nefndin leggur áherslu á að skoðað verði hvort hægt er að setja upp þéttbýlishlið við veginn eins fljótt og auðið er.
8. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 412. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar.
9. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
7. júlí 2016 var undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og Upphafs fasteignafélags um úthlutun og uppbyggingu íbúðarbyggðar við Bjarkarholt/Háholt í Mosfellsbæ. Skv. samkomulaginu munu aðilar vinna í sameiningu að því að breyta gildandi deiliskipulagi miðbæjar Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfunda skipulagsbreytingarinnar varðandi framhald málsins.
10. Bygging frístundahúss við Hafravatn201608434
Borist hefur erindi frá Claudíu Georgsdóttur dags. 9. ágúst 2016 varðandi byggingu frístundahúss við Hafravatn.
Frestað.
11. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi201603043
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Ein athugasemd barst.
Frestað.
12. Snæfríðargötu 2,4,6 og 8,ósk um breytingu á deiliskipulagi201608495
Borist hefur erindi frá Lárusi Hannessyni dags. 10. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Snæfríðargötu 2,4,6 og 8.
Frestað.
13. Lerkibyggð 1-3. ósk um breytingu á deiliskipulagi.201605294
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 14. júní 2016 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2016. Athugasemdir bárust.
Frestað.
14. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Á 416. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var lagt til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og senda hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúi átti áður en til kom að tillaga væri send til Skipulagsstofnunar fund með landeiganda á svæðinu sem ekki var kunnugt um breytinguna.
Frestað.
15. Flugumýri - ósk um stækkun lóða201605341
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs sbr, bókun á 416. fundi.
Frestað.
16. Húsbílagarður201608196
Borist hefur erindi frá Kára Gunnarssyni dags. 23. júlí 2016 varðandi húsbílagarð.
Frestað.
17. Desjamýri 9, auka aðkoma að lóð, fyrirspurn til skipulagsnefndar201608731
Borist hefur erindi frá Jóni Þór Jónssyni byggingarfræðingi fh. Víghóls ehf. dags. 10. ágúst 2016 varðandi auka aðkomu að lóðinni Desjamýri 9.
Frestað.
18. Í Búrfellslandi Þormóðsdal, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum201606190
Borist hefur erindi frá Iceland Resources ehf. dags. 23. júni 2016 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegssýnaboranir í Þormóðsdal.
Frestað.
19. Leirvogstunga 24/Umsókn um byggingarleyfi201606187
Björgvin Jónsson hefur sótt um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um erindið þar sem það felur í sér frávik frá deiliskipulagi.
Frestað.
20. Bjartahlíð 12/Umsókn um byggingarleyfi201607082
Pétur Magnússon Björtuhlíð 12 sækir um leyfi til að byggja þak yfir bílastæði á lóðinni nr. 12 við Björtuhlíð í samræmi við framlögð gögn en bílastæðin eru utan byggingarreits.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið.
Frestað.
21. Sunnuhlíð 2/Umsókn um byggingarleyfi201608074
Álfdís E Axelsdóttir Sunnuhlíð 2 við Geitháls sækir um leyfi til að að byggja vindfang og sólstofu við íbúðarhúsið að Sunnuhlíð 2 við Geitháls, lnr. 125057. Stærð: Sólstofa 27,3 m2, vindfang 4,2 m2, 79,0 m3. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
22. Gerplustræti 1-5 - Kæra á deiliskipulagi til ÚUA. Mál 58/2016.201606023
Borist hefur niðurstaða í kæru frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 58/2016 varðandi Gerplustræti 1-5.
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
23. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 291201608008F
Lagt fram.
23.1. Ásland 11/Umsókn um byggingarleyfi 201607084
Ívar Örn Þrastarson Skyggnisbraut 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Ásland í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúðarrými 175,0 m2, bílgeymsla 34,8 m2, 748,8 m3.23.2. Bjartahlíð 12/Umsókn um byggingarleyfi 201607082
Pétur Magnússon Björtuhlíð 12 sækir um leyfi til að byggja þak yfir bílastæði á lóðinni nr. 12 við Björtuhlíð í samræmi við framlögð gögn en bílastæðin eru utan byggingarreits.
23.3. Bugðutangi 18/Umsókn um byggingarleyfi 201608146
Matthías Matthíasson Bugðutanga 18 sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Bugðutanga 18 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í raðhúsalengjunni.23.4. Laxatunga 136-144/Umsókn um byggingarleyfi 201607044
Þ4 Bolholti 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 136, 138, 140, 142 og 144 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 136 íbúð 104,0 m2, bílgeymsla 24,3 m2, 509,8 m3.
Nr. 138 íbúð 102,2 m2, bílgeymsla 24,3 m2, 502,6 m3.
Nr. 140 íbúð 102,2 m2, bílgeymsla 24,3 m2, 502,6 m3.
Nr. 142 íbúð 102,2 m2, bílgeymsla 24,3 m2, 502,6 m3.
Nr. 144 íbúð 104,0 m2, bílgeymsla 24,3 m2, 509,8 m3.23.5. Leirvogstunga 17/Umsókn um byggingarleyfi 201606262
Bátur ehf. Naustabryggju 28 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 17 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarhluti 171,5 m2, bílgeymsla 28,5 m2, 749,3 m3.23.6. Sunnuhlíð 2/Umsókn um byggingarleyfi 201608074
Álfdís E Axelsdóttir Sunnuhlíð 2 við Geitháls sækir um leyfi til að að byggja vindfang og sólstofu við íbúðarhúsið að Sunnuhlíð 2 við Geitháls, lnr. 125057.
Stærð: Sólstofa 27,3 m2, vindfang 4,2 m2, 79,0 m3.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina.23.7. Vefarastræti 8-14/Umsókn um byggingarleyfi 201608438
Eignalausnir ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækja um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Vefarastræti 8 - 14 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.23.8. Vefarastræti 16-22/Umsókn um byggingarleyfi 201608439
Eignalausnir ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækja um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Vefarastræti 16- 22 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.23.9. Þormóðsst.land/Umsókn um byggingarleyfi 201608703
Margrét Pála Ólafsdóttir Þrastarhöfða 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólpall o.fl. í samræmi við framlögð gögn.
Undir sólpalli myndast geymslurými.