7. desember 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með níu atkvæðum að taka á dagskrá fundarins fundargerð 425. fundar skipulagsnefndar.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri og Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2017 til 2020.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 9.564 m.kr.
Gjöld: 8.353 m.kr.
Afskriftir: 328 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 653 m.kr
Tekjuskattur 29 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 201 m.kr.
Eignir í árslok: 16.140 m.kr.
Eigið fé í árslok: 4.661 m.kr.
Fjárfestingar: 746 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2017
Samþykkt var á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 verði 14,48% af útsvarsstofni.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2017 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,253% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,095% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2017.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Með þeim breytingum að tekjuviðmið hækka um 9,6% frá fyrra ári.
-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2017 nema annað sé tekið fram.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og sundlaugar
Gjaldskrá mötuneytis grunnskóla
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ vegna leyfisveitinga, umsýslu og þjónustu
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------Tillögur frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020:
1. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að á fjárhagsáætlun ársins 2017 verði gert ráð fyrir einhverjum fjármunum undir liðnum ófyrirséð til að unnt verði að hefja úrbótavinnu strax við upphaf næsta skólaárs skv. væntanlegri úrvinnslu tillagna í skýrslu vinnuhóps um sérfræðiþjónustu frá árinu 2012, sem fræðslunefnd áætlar að vinna úr á árinu 2017.Tillöguflytjandi óskar eftir því að draga tillöguna til baka þar sem þegar er gert ráð fyrir fjármunum í fyrirliggjandi fjárhagáætlun til að mæta henni.
3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að leikskólagjöld verði lækkuð á komandi ári þannig að almennt gjald, án fæðisgjalds, fyrir 8 stunda vistun verði 21.550 krónur. Þannig verði heildargjald fyrir leikskólavistun í 8 tíma 30.000 krónur. Gjaldskráin taki breytingum að öðru leyti í samræmi við framangreint.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi breyting hefði á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn tveimur atkvæðum S- lista. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að í grunnskólum bæjarins verði börnum boðið endurgjaldslaust upp á hafragraut í upphafi dags eins og gert er víða.
Embættismönnum verði falið að kanna með hvaða hætti þessi þjónusta er veitt annars staðar og falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Fram kemur málsmeðferðartillaga frá V-, D- og S-lista þess efnis að fræðslusviði verði falið að leggja mat á möguleika á því að hafa á boðstólum hafragraut fyrir ákveðna aldurshópa í grunnskólum á hentugum tíma.
Málmeðferðartillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
5. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að fjárhagsáætlun 2017 verði endurreiknuð í samræmi við endurskoðaða þjóðhagsspá og kostnaður viðbreytingartillögur Samfylkingarinnar reiknaðar inn í þá áætlun.
Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn tveimur atkvæðum S-lista. Fulltrúi M-lista situr hjá.
Tillögur frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020:
1. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að auka svigrúm fjölskyldusviðs til styrkveitinga.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017 að fjölskyldusvið fái aukið svigrúm til að styrkja hjálparsamtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót en það eru samtök sem veita Mosfellingum mikla og góða þjónustu.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem þegar er gert ráð fyrir auknu fjármagni í fjárhagsáætlun til að mæta henni.
2. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun tekjuviðmiðs vegna daggæslu
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að það tekjuviðmið sem stuðst er við þegar viðbótarniðurgreiðsla fyrir daggæslu barna í heimahúsi er ákvörðuð verði hækkað í minnst kr. 300.000. Tillagan kom fyrst fram á fundi bæjarráðs nr. 1246 4. febrúar 2016 og var vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Íbúahreyfingin leggur til að fræðslusviði verði falið að meta áhrif tillögunnar með hliðsjón af því greiðslufyrirkomulagi sem nú er viðhaft og kostnaðinn sem breytingin hefði í för með sér fyrir bæjarsjóð.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem henni er þegar mætt í fjárhagsáætlun bæjarins.
3. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun fjárhagsaðstoðar til einstaklinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fjölskyldusviði verði falið að meta fjárhagsleg áhrif þeirrar tillögu að hækka upphæð um fjárhagsaðstoð einstaklinga sem búa með öðrum en foreldrum og njóta þar með hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi upp í 75% af heildarupphæð. Framlagið var lækkað í 50% að tillögu fjölskyldusviðs og með samþykki meirihluta í bæjarstjórn 9. september 2015.
100% fjárhagsaðstoð er langt undir framfærsluviðmiði og kemur lækkunin því hart niður á þeim sem eru henni háðir.Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn einu atkvæði M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.
4. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um útgáfu handbókar um framkvæmdir á náttúrusvæðum
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjárhagsáætlun þessa árs geri ráð fyrir útgáfu leiðbeininga um framkvæmdir á náttúrusvæðum. Verkefnið útheimtir aðkomu sérfræðinga á fagstofnunum á sviði landgræðslu, umhverfis- og veiðimála og þarf áætlaður kostnaður við verkefnið að taka mið af því. Tilgangurinn með útgáfu handbókarinnar er að koma í veg fyrir að dýrmætri náttúru sveitarfélagsins sé spillt. Fyrir höndum er mikil uppbygging i Mosfellsbæ og verkefnið því aðkallandi.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem tillögunni er þegar mætt í fjárhagsáætlun.
5. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að stöðva útbreiðslu ágengra tegunda í þéttbýli.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að í fjárhagsáætlun 2017 verði gert ráð fyrir að hafist verði handa við að stöðva útbreiðslu ágengra tegunda í þéttbýli í Mosfellsbæ. Verkefnið er búið að vera í farvatninu lengi og Landgræðsla ríkisins búin að kortleggja vandamálið að beiðni Mosfellsbæjar.
Tilgangurinn er að fegra umhverfi Mosfellsbæjar og vinna gegn einsleitni og fækkun plöntutegunda í Mosfellsbæ.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem henni er að hluta til mætt í fjárhagsáætlun.
6. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að fá Landgræðsluna til að gera úttekt á rofi lands á vatnsverndarsvæðum og við ár í Mosfellsbæ.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjárhagsáætlun 2017 geri ráð fyrir að Mosfellsbær fái sérfræðinga í gróður- og jarðvegseyðingu hjá Landgræðslu ríkisins til að gera úttekt á gróður- og jarðvegsrofi á vatnsverndarsvæðum og vatnasviði vatnsfalla í Mosfellsbæ. Vandamálið er áberandi á vatnasviði Varmár og Köldukvíslar og á vatnsverndarsvæðum í Mosfellsdal.
Tilgangurinn er að kortleggja vandann og gera drög að aðgerðum til að stöðva rofið í sveitarfélaginu.Tillöguflytjandi dregur tillöguna til baka þar sem tillögunni er að hluta til mætt í fjárhagsáætlun.
7. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um meiri sýnileika náttúruverndarverkefna í fjárhagsáætlun
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fjármálastjóra og umhverfissviði verði falið að endurskoða í sameiningu framsetningu á náttúruverndarverkefnum í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og þá sér í lagi bókhaldslyklana sem notaðir eru til að skilgreina útgjaldaliðina. Tilgangurinn er að gera áætlunina gegnsærri og tryggja að þessi mikilvægi þáttur í starfsemi umhverfissviðs og umhverfisnefndar týnist ekki.Fram kemur málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Málsmeðferðartillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2017-2020 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa V-, D- og M- lista. Bæjarfulltrúar S- lista sitja hjá.
-------------------------------------------------------------------
Bókun V- og D-lista vegna fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 ber þess merki að þjónusta sveitarfélagsins við íbúana er aukin samfara því að skattar og gjöld lækka. Grunnfjárhæð frístundaávísunar hækkar um rúm 18% og stofnun ungmennahúss verður veitt brautargengi í samstarfi við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir að veita verulegum fjármunum til að auka þjónustu við börn 1-2ja ára. Auk þessa verður tónlistarkennsla Listaskólans inni í grunnskólunum efld svo fleiri nemendur eigi þess kost að stunda tónlistarnám.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að álagningarhlutfall útsvars lækki og einnig verða álagningarhlutföll fasteignagjalda lækkuð. Þannig er tryggt að allir geti með einhverjum hætti notið góðs af betra rekstrarumhverfi sveitarfélagsins. Ekki er gert ráð fyrir hækkun gjaldskráa almennt, fyrir veitta þjónustu s.s. leikskólagjalda, og eru gjaldskrár því að lækka að raungildi. Sveitarfélagið veitir afar mikilvæga nærþjónustu til íbúanna og megináherslur í fjárhagsáætlun ársins 2017 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu bæjarins.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi, miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, samfara miklum vexti bæjarins og fjölgun íbúa. Uppbygging innviða heldur áfram og stærsta verkefnið framundan er skólabygging í Helgafellslandi en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018. Kostnaðaráætlun þess áfanga er um 1.250 mkr. en heildarkostnaður fullbyggðs skóla er um 3.500 mkr. Hér er því um afar stórt verkefni að ræða sem mikilvægt er að halda vel utan um á næstu árum.
Mosfellsbær er fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að áherslum og innleiðingu á hugmyndafræði um heilsueflandi samfélag. Í þeim efnum hefur bærinn tekið forystu og mun halda áfram á sömu braut. Einnig mun bæjarfélagið halda áfram að hlúa vel að umhverfi og náttúru bæjarins og í áætluninni er gert ráð fyrir sérstökum lið til að sinna friðlýstum svæðum.
Mikil og ötul vinna fer í fjárhagsáætlunargerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af bæjarstjóra, fjármálastjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum. Við viljum þakka öllu því góða starfsfólki, sem og fulltrúum í nefndum og ráðum, fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Íbúahreyfingin hefur ákveðið að samþykkja fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020. Áætlunin er meirihlutans en hún gefur vísbendingu um betri tíð og blóm í haga í Mosfellsbæ, auk þess sem komið hefur verið til móts við tillögur Íbúahreyfingarinnar í mikilvægum málum á milli umræðna.
Sigrún H PálsdóttirBókun S-lista Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun
Í fjárhagsáætlun ársins 2017 sem afgreidd er nú úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er ýmislegt sem er til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar og sammæli ríkir um innan bæjarstjórnar. Samfylkingin lagði fram nokkrar tillögur við fyrri umræðu sem því miður fengu flestar litlar sem engar undirtektir. Þó skal því haldið til haga að málsmeðferðartillaga kom fram um eina tillöguna sem Samfylkingin gat sætt sig við og greiddi atkvæði með henni.
Undirritaðir bæjarfulltrúar telja lækkun útsvarsprósentu misráðna. Hún bætir stöðu almennra bæjarbúa ekki að neinu marki eins og kom fram í bókun okkar við ákvörðun um lækkunina á sínum tíma og er neikvæð fyrir bæjarsjóð. Lækkun útsvars á sama tíma og ýmis brýn verkefni kalla á fjármagn eins og t.d. að bæta hag barnafjölskyldna sbr. tillögur Samfylkingarinnar við seinni umræðu fjárhagsáætlunar er ósamrýmanleg pólitísku erindi jafnaðarmanna.
Af þeim orsökum sitja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 - seinni umræða.pdfFylgiskjalTillögur á bæjarstjórnarfundi 9. nóv. við fyrri umræðu.pdfFylgiskjalBókun umhverfisnefndar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2017-2020.pdfFylgiskjalÍþróttamiðstöðvar og sundlaugar - gjaldskrár 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá mötuneyti grunnskóla haust 2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá_sorphirðu-2017.pdfFylgiskjalMosfellsbær umsögn um gjaldskrá um sorphirðu.pdfFylgiskjalGjaldskrá skip-bygg2017.pdfFylgiskjalGjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar 2017.pdfFylgiskjalReglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli 2017.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017 kynning í bæjarstjórn við seinni umræðu fundargatt.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2017-2020 ásamt greinargerðum - samþykkt í bæjarstjórn 071216.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1283201611024F
Fundargerð 1283. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur 201611131
Tillaga að samkomulagi um undirbúning og innleiðingu nýs almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæði, ásamt kostnaðaráætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalInnleiðing hágæða almenningssamngangna -Drög að samkomulagi /málsnr.1610002.pdfFylgiskjala_Borgarlínan_Samkomulag_drög_2016_10_31_version_III_pg.pdfFylgiskjalb_Fylgiskjal_1_ssk_breyting_tímaáætlun.pdfFylgiskjalc_Borgarlina v02.pdfFylgiskjald_Fylgiskjal_3_Borgarlinan_fjarhagsaetlun_2017.pdfFylgiskjalTillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlínan).pdf
2.2. Matjurtagarðar í Skammadal 201611132
Erindi Reykjavíkurborgar varðandi matjurtagarða í Skammadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Umsókn um lóð við Lágafellslaug 201611134
Umsókn Lauga ehf. um lóð við Lágafellslaug.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Þjónusta við ung börn 201611055
Umsögn fræðslunefndar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Framkvæmd laga um almennar íbúðir 201609204
Erindi Velferðarráðuneytisins varðandi framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Áform um framleiðslu raforku með nýtingu vindorku 201611179
Áform um framleiðslu raforku með nýtingu vindorku.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Helgafellsskóli 201503558
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að skrifa undir samning við verktaka vegna jarðvegsframkvæmda við Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Fyrirspurn um álag á fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis 201611157
Beiðni um rökstuðning fyrir beitingu álags á fasteignaskatt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1284201611031F
Fundargerð 1284. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Rekstur deilda janúar til september 2016 201611258
Rekstraryfirlit kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1284. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1284. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 330201611030F
Fundargerð 330. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Helgafellsskóli - breyting á deiliskipulagi 201610254
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Bæjastjórn vísaði tillögunni til kynningar í fræðslunefnd á fundi 8. nóvember sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa M-lista í fræðslunefnd þess efnis að engin leið sé að undirbúa sig fyrir umræðu eða taka upplýsta afstöðu til mála ef rétt gögn fylgja ekki fundarboði, eins og gerðist í þessu máli.
Sigrún H PálsdóttirAfgreiðsla 330. fundar fræðslunefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2015-2016 201609254
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 330. fundar fræðslunefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2015-2016 201609255
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 330. fundar fræðslunefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Ungt fólk 2016-Lýðheilsa ungs fólks í Mosfellsbæ (8., 9. og 10. bekkur árið 2016) 201606053
Til kynningar: Tillögur um aðgerðir í kjölfar niðurstaðna rannsókna á lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ, meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 330. fundar fræðslunefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 202201611028F
Fundargerð 202. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 201511068
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 202. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Bæjarlistamaður 2016 201604341
Kynnt áætlað starf listamannsins vegna útnefningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 202. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Menningarviðburðir á aðventu 2016 201510283
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga fulltrúa S- lista
Lagt til að Þrettándabrennan verði haldin 6.janúar 2017 klukkan 20.00.Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa M- og S-lista. Hafsteinn Pálsson, fulltrúi D-lista, og Bjarki Bjarnason, fulltrúi V-lista, sitja hjá.
Afgreiðsla 202. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Kynning á starfsemi Bókasafns Mosfellssbæjar 201610216
Kynning á starfsemi Bókasafnsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 202. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 36201611023F
Fundargerð 36. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Opinn fundur ungmennaráðs 201610145
sameiginlegur fundur ungmennaráðs og öldungaráðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 36. fundar ungmennaráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. námskeið fyrir nefndarmenn ungmennaráða á vegum UMFÍ "Sýndu í hvað þér býr" 201611194
Fulltrúum Ungmennaráðs boðið á námskeið "sýndu hvað í þér býr hjá"
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 36. fundar ungmennaráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 425201611027F
Fundargerð 425. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Efstaland 7-9 - breyting á deiliskipulagi 201610259
Borist hefur erindi frá JC Capital dags. 27. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Efstaland 7 og 9. Frestað á 423. fundi og 424. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði 201603323
Lögð fram tímalína vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag 201312043
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga verður auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember." Á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 var málið tekið fyrir og samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi 201603084
Borist hefur erindi frá Erni Johnson og Bryndísi Bjarnardóttur Fellsási 9 og 9a, dags. 17. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að skipta hvoru húsi upp í tvær íbúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar. 201604166
Lögð fram skipulagslýsing.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Breyting á Aðalskipulagi 2010-2030, miðborgin 201611120
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 11. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Vogatunga 47-51 - breyting á deiliskipulagi. 201611126
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.14. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Vogatungu 47-51.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Bugðufljót 7 - breyting á deiliskipulagi 201611153
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.15. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bugðufljót 7.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Ásar 4 og 6 - tillaga að breytingu á deiliskipulagi , aðkomuvegur 201610197
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi nýjan aðkomuvegi að húsunum nr. 4 og 6 við Ása.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024,endurskoðun. Brú yfir Fossvog. Lýsing á skipulagsverkefni. 201611189
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 15. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.11. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201611227
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.12. Hraðastaðavegur 13 - skipting lóðar, breyting á deiliskipulagi. 201611239
Borist hefur erindi frá Herði Bender dags.23. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.13. Umsókn um lóð við Lágafellslaug 201611134
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.14. Áform um framleiðslu raforku - ósk um trúnað 201611179
Á 1283. fundi bæjarráðs 24.nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Áform um framleiðslu raforku. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.15. Flugumýri 16 / Umsókn um byggingarleyfi 201611244
Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16 C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16 D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins.
Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umbeðnar viðbyggingar lenda utan samþykkts byggingarreits.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.16. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi 201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir lóðina.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.17. Samgöngur Leirvogstungu 201611252
Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni dags. 24. nóvember 2016 varðandi þjónustuleysi Strætó bs. við Leirvogstunguhverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.18. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss. 201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem í upphaflegu deiliskipulagi var aðeins gert ráð fyrir íbúðum á efstu hæð hússins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.19. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 12 201611022F
7.20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 297 201611025F
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 297201611025F
Fundargerð 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Ástu-Sólliljugata 18-20/Umsókn um byggingarleyfi 201610153
ÞJ hús ehf. Ármúla 38 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða 4 íbúða fjöleignahús á lóðinni nr. 18-20 við Ástu Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
stærð: 1. hæð 350,8 m2, 2. hæð 343,6 m2, 2172,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Flugumýri 16 / Umsókn um byggingarleyfi 201611244
Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins.
Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi 201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka garðskála á 1. hæð, byggja sólskála á þaki bílgeymslu og byggja bílskýli á lóðinni nr. 11 við Grenibyggð í samræmi við framlögð gögn.
Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 31. júlí, engin athugasemd barst.
Stækkun sólskála 1. hæð 3,0 m2, sólskáli 2. hæð 21,4 m2, bílskýli 16,3 m2, 72,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi 201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.5. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss. 201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.6. Vogatunga 17/Umsókn um byggingarleyfi 201611038
Kristinn Guðjónsson Markholti 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr.17 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 174,4 m2, bílgeymsla 42,6 m2, 1009,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.7. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi 201507153
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3.
Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3.
Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Á 421. fundi skipulagsnefndar var ferð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.8. Vogatunga 71-73/Umsókn um byggingarleyfi 201609277
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 71 og 73 við Vogatungu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð nr. 71 íbúð 130,0 m2, bílgeymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.
Stærð nr. 73 íbúð 130,0 m2, bílgeymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
8.9. Vogatunga 75-77/Umsókn um byggingarleyfi 201609279
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð nr. 75 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.
Stærð nr. 77 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 297. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 12201611022F
Fundargerð 12. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 684. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10. Fundargerð 255. fundar Stætó bs201611213
Fundargerð 255. fundar Stætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalStrætó - fundargerð stjórnar nr. 255 18. nóv. 2016.pdfFylgiskjal2016 18 11 -Fjárhags- og starfsáætlun 2017-2021 samþykkt.pdfFylgiskjalErindi frá íTR um fylgdarmenn í Strætó dagsett 20.10.2016.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur 255 18 nov2016.pdfFylgiskjalMælaborð janúar - október 2016.pdfFylgiskjalStrætó erindi frá USK um lengri og næturakstur.pdf
11. Fundargerð 368. fundar Sorpu bs201611291
Fundargerð 368. fundar Sorpu bs
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 368. Stjórnarfundar undirrituð.pdfFylgiskjalFW: Fundargerð 368. stjórnarfundar SORPU bs.pdfFylgiskjalGögn með fundargerð 368. stjórnarfundar.pdfFylgiskjalÁhrif nýrrar þjóðhagsspár. Minnisblað FMS.pdfFylgiskjalM_rekstrarstjora_v_forsendubr_rvk.pdfFylgiskjalm20161118_gjaldskra_plast_undirritad.pdfFylgiskjalm20161124_forsendurbreytingar_undirritad.pdfFylgiskjalPlast_seltjarnarnes_20161125.pdfFylgiskjalPlastsöfnun í blátunnur í Kópavogi_erindi til Sorpu.pdfFylgiskjalÚrsk.11-2016.pdf
12. Fundargerð 844. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201612002
Fundargerð 844. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
13. Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis201611295
Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis
Lagt fram.