Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. apríl 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Gunnar Sigurgeir Ragnarsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrui


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Spilda úr landi Mið­dals 1 lnr. 125337 - ósk um gerð deili­skipu­lags.2017081458

    Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 2. Land­spilda 219270 í Mos­fells­dal, deili­skipu­lags­breyt­ing.201804008

      Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni landslagsark. fh. landeigenda dags. 29. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi landspildu með landnr. 219270 í Mosfellsdal.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að afla nán­ari gagna.

    • 3. Kvísl­a­tunga 44 - ósk um heim­ild til bygg­ing­ar bíl­skúrs á lóð­inni að Kvísta­tungu 44201711271

      Á 454. fundi skipulagsnefndar 2. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Erindið var grenndarkynnt frá 19. febrúar 2018 til og með 19. mars 2018, ein athugasemd barst.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 4. Vatnstank­ur í Úlfars­fells­hlíð­um201611188

      Á 442. fundi skipulagsnefndar 18.ágúst 2017 var samþykkt að tillaga að breytingu á aðalskipulagi yrði sent til Skipulagsstofnunar til athugundar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 22. janúar til og með 5. mars 201, engar athugasemdir bárust.

      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið og jafn­framt að hefja vinnu við deili­skipu­lag svæð­is­ins.

    • 5. Völu­teig­ur 6, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201803264

      Borist hefur erindi frá Togt ehf. fh. eigenda að Völuteig 6 dags. 15. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Völuteig 6.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir fundi með formanni og vara­formanni skipu­lags­nefnd­ar og full­trúa Togt ehf.

    • 6. Aust­ur­heið­ar úti­vist­ar­svæði - deili­skipu­lag201803280

      Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 13. mars 2018 varðandi deiliskipulag fyrir Austurheiðar, útivistarsvæði.

      Skipu­lags­nefnd bein­ir þeim til­mæl­um til Reykja­vík­ur­borg­ar að fullt sam­ráð verði haft við Mos­fells­bæ í deili­skipu­lags­vinn­unni varð­andi teng­ingu úti­vist­ar­svæð­is og stíga. Jafn­framt vís­ar nefnd­in er­ind­inu til skoð­un­ar hjá um­hverf­is­nefnd.

    • 7. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

      Á 439.fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja fram nýja deiliskipulagstillögu á næsta fundi." Lagðir fram nýir uppdrættir.

      Vegna um­fangs verk­efn­is­ins, fel­ur skipu­lags­nefnd skipu­lags­full­trúa að boða til auka­fund­ar í skipu­lags­nefnd í mánu­dag­inn 23. apríl, þar sem höf­und­ar deili­skipu­lags­ins kynna til­lög­una fyr­ir nefnd­inni og full­trú­um Víg­hóls.

    • 8. Kvísl­a­tunga 49 - fyr­ir­spurn vegna bygg­ingu garðskála við hús­ið að Kvísl­a­tungu 49.201802256

      Borist hefur erindi frá Bylgju Báru Bragadóttur dags. 22. febrúar 2018 varðandi byggingu garðskála við húsið að Kvíslatungu 49.

      Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu og sam­þykk­ir að grennd­arkynna breyt­ingu á deili­skipu­lagi skv. 43. og 44. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist skipu­lags­full­trúa.

    • 9. Í Suð­ur Reykjalandi lnr. 125425 - Deili­skipu­lag201802083

      Á 455. fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið,lagt fram til kynningar."

      Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs um mögu­leika þess að hefja deil­skipu­lags­vinnu á svæð­inu.

    • 10. Leir­vogstunga 45 - Breyt­ing á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu 47-49 frá 2017.201802115

      Á 455. fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið." Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra umhverfissviðs.

      Skipu­lags­nefnd bend­ir á að sú breyt­ing á deili­skipu­lagi sem átti sér stað á ár­inu 2017 var gerð í fullu sam­ræmi við ákvæði skipu­lagslaga nr. 123 frá 2010. Nefnd­in tek­ur und­ir sjón­ar­mið bréf­rit­ara varð­andi fjölg­un bíla­stæða og fel­ur skipu­lags­full­trúa að hefja vinnu við breyt­ingu á deili­skipu­lagi hvað þá breyt­ingu varð­ar. Stækk­un lóða sem nefnd er í er­indi bréf­rit­ara þyrfti að skoða heild­stætt með­al íbúa hús­anna að Leir­vogstungu 41-51 en er­indi þess efn­is yrði að beina til bæj­ar­ráðs.

      • 11. Völu­teig­ur 8 - geymsla/vinnu­búð­ir á lóð­inni að Völu­teigi 8.201804074

        Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Bjarnasyni dags. 5. apríl 2018 varðandi geymslu/vinnubúðir á lóðinni að Völuteigi 8.

        Nefnd­in synj­ar er­ind­inu þar sem hún sam­ræm­ist ekki ákvæð­um deili­skipu­lags svæð­is­ins.

      • 12. Snæfríð­argata 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201801280

        Skjaldargjá ehf. Hjallalandi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 1. hæð 82,4 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 124,8 m2, 778,2 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna sólstofu sem nær 160 cm. út fyrir byggingarreit.

        Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu og sam­þykk­ir að grennd­arkynna breyt­ingu á deili­skipu­lagi skv. 43. og 44. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist skipu­lags­full­trúa.

      • 13. Flugu­mýri 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201803413

        Síminn hf. Ármúla 25 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á vesturgafl hússins nr. 18 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Flugumýrar 18.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna fyrirhugaðrar uppsetningar farsímaloftnets.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að grennd­arkynna er­ind­ið skv. 44. gr. skipu­lagslaga.

      • 14. Bjark­ar­holt 8-20, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201804096

        Klapparholt ehf. Askalind 3 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja 3 fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 8-20 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Á fundinn mættu Sigurlaug Sgurjónsdóttir og Una Finnsdóttir arkitektar frá ASK arkitektum.

        Um­ræð­ur um mál­ið. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að sér­stak­lega verði hug­að að nán­ari lóð­ar­hönn­un að­komu og hæð­ar­setn­ingu að Bjark­ar­holti. Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við af­greiðslu bygg­ingaráforma þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

      • 15. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - iðn­að­ur og önn­ur land­frek starfs201802319

        Á 457. fundi skipulagsnefndar 16. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hefur efasemdir vegna fyrirhugaðra breytinga og óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á næsta fundi nefndarinnar." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg.

        Um­ræð­ur um mál­ið.
        Skipu­lags­nefnd legg­ur áherslu á að ákvarð­an­ir um breyt­ing­ar á land­notk­un at­hafna­svæða verði ekki tekn­ar fyrr en nið­ur­staða ligg­ur fyr­ir í vinnu svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar um heild­ar­y­f­ir­sýn og fram­tíð­ar­þörf at­hafna­svæða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

      • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 329201804006F

        Lagt fram.

        • 16.1. Ástu-Sólliljugata 17,Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201804086

          Múr og máln­ing­ar­þjón­ust­an Höfn Þrast­ar­höfða 20 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­inu nr. 17 við Ástu Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        • 16.2. Bjark­ar­holt 8-20, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201804096

          Klapp­ar­holt ehf. Askalind 3 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja 3 fjöl­býl­is­hús og bíla­kjall­ara úr stein­steypu á lóð­inni nr. 8-20 við Bjark­ar­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

        • 16.3. Bugðufljót 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803431

          Bugðufljót 13 ehf. póst­hólfi 10015 sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­inu nr. 13 við Bugðufljót í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir húss eft­ir breyt­ingu: 1.hæð 814,3 m2,
          2.hæð 214,2 m2, 6392,3 m3.

        • 16.4. Flugu­mýri 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803413

          Sím­inn hf. Ár­múla 25 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að setja upp farsíma­loft­net á vest­urgafl húss­ins nr. 18 við Flugu­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki eig­enda Flugu­mýr­ar 18.

        • 16.5. Kvísl­artunga 122-126, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803298

          Ást­rík­ur ehf. Gvend­ar­geisla 96 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 122,124 og 126 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð: Nr. 122 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bíl­geymsla 24,9 m2, 2. hæð 118,4 m2, 750,1 m3.
          Nr. 124 íbúð 1. hæð 92,0 m2, bíl­geymsla 24,5 m2, 2. hæð 116,5 m2, 738,0 m3.
          Nr. 126 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bíl­geymsla 24,5 m2, 2. hæð 118,0 m2, 747,5 m3.

        • 16.6. Kvísl­artunga 128-132, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803297

          Ást­rík­ur ehf. Gvend­ar­geisla 96 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 128, 130 og 132 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð: Nr. 128 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bíl­geymsla 24,9 m2, 2. hæð 118,4 m2, 750,1 m3.
          Nr. 130 íbúð 1. hæð 92,0 m2, bíl­geymsla 24,5 m2, 2. hæð 116,5 m2, 738,0 m3.
          Nr. 132 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bíl­geymsla 24,5 m2, 2. hæð 118,0 m2, 747,5 m3.

        • 16.7. Laxa­tunga 65/ Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803292

          Jarþrúð­ur Þór­ar­ins­dótt­ir Jörfagrund 21 Reykja­vík sæk­ir um end­ur­nýj­un bygg­ing­ar­leyf­is fyr­ir Laxa­tungu 65.
          Um er að ræða ein­býl­is­hús úr stein­steypu með inn­byggðri bíl­geymslu og auka­í­búð.
          Stærð: 1. hæð 164,1 m2, 2. hæð íbúð 120,2 m2, bíl­geymsla 43,9 m2, 978,5 m3.

        • 16.8. Litlikriki 76 a & b , Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803134

          Jón Har­alds­son Litlakrika 76 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að setja gler svala­skýli á fjöleigna­hús­ið að Litlakrika 76 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki hús­eig­enda.

        • 16.9. Snæfríð­argata 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201801280

          Skjald­ar­gjá ehf. Hjalla­landi 19 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 30 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð: Íbúð 1. hæð 82,4 m2, bíl­geymsla 25,5 m2, 2. hæð 124,8 m2, 778,2 m3.

        • 16.10. Súlu­höfði 29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201804095

          Hans Ósk­ar Ísebarn Súlu­höfða 29 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 29 við Súlu­höfða í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        • 16.11. Sölkugata 22-28, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201801170

          Hæ ehf. Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta þak­frá­gangi þaksvala á hús­un­um nr. 22-28 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki þing­lýstra eig­enda hús­anna.

        • 16.12. Voga­tunga 2-8, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803311

          Mótx Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komukags­breyt­ing­um á rað­hús­um á lóð­un­um nr. 2, 4, 6 og 8 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

        • 16.13. Voga­tunga 10-16, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803310

          Mótx Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komukags­breyt­ing­um á rað­hús­um á lóð­un­um nr. 10,12,14 og 16 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

        • 16.14. Voga­tunga 23-29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803309

          Mótx Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komukags­breyt­ing­um á rað­hús­um á lóð­un­um nr. 23,25,27 og 29 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00