10. apríl 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Gunnar Sigurgeir Ragnarsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrui
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Spilda úr landi Miðdals 1 lnr. 125337 - ósk um gerð deiliskipulags.2017081458
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Landspilda 219270 í Mosfellsdal, deiliskipulagsbreyting.201804008
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni landslagsark. fh. landeigenda dags. 29. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi landspildu með landnr. 219270 í Mosfellsdal.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla nánari gagna.
3. Kvíslatunga 44 - ósk um heimild til byggingar bílskúrs á lóðinni að Kvístatungu 44201711271
Á 454. fundi skipulagsnefndar 2. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Erindið var grenndarkynnt frá 19. febrúar 2018 til og með 19. mars 2018, ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.
4. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18.ágúst 2017 var samþykkt að tillaga að breytingu á aðalskipulagi yrði sent til Skipulagsstofnunar til athugundar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 22. janúar til og með 5. mars 201, engar athugasemdir bárust.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið og jafnframt að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.
5. Völuteigur 6, breyting á deiliskipulagi.201803264
Borist hefur erindi frá Togt ehf. fh. eigenda að Völuteig 6 dags. 15. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Völuteig 6.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með formanni og varaformanni skipulagsnefndar og fulltrúa Togt ehf.
6. Austurheiðar útivistarsvæði - deiliskipulag201803280
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 13. mars 2018 varðandi deiliskipulag fyrir Austurheiðar, útivistarsvæði.
Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar að fullt samráð verði haft við Mosfellsbæ í deiliskipulagsvinnunni varðandi tengingu útivistarsvæðis og stíga. Jafnframt vísar nefndin erindinu til skoðunar hjá umhverfisnefnd.
7. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 439.fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja fram nýja deiliskipulagstillögu á næsta fundi." Lagðir fram nýir uppdrættir.
Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls.
8. Kvíslatunga 49 - fyrirspurn vegna byggingu garðskála við húsið að Kvíslatungu 49.201802256
Borist hefur erindi frá Bylgju Báru Bragadóttur dags. 22. febrúar 2018 varðandi byggingu garðskála við húsið að Kvíslatungu 49.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulagsfulltrúa.
9. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á 455. fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið,lagt fram til kynningar."
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um möguleika þess að hefja deilskipulagsvinnu á svæðinu.
10. Leirvogstunga 45 - Breyting á deiliskipulagi Leirvogstungu 47-49 frá 2017.201802115
Á 455. fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið." Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd bendir á að sú breyting á deiliskipulagi sem átti sér stað á árinu 2017 var gerð í fullu samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010. Nefndin tekur undir sjónarmið bréfritara varðandi fjölgun bílastæða og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi hvað þá breytingu varðar. Stækkun lóða sem nefnd er í erindi bréfritara þyrfti að skoða heildstætt meðal íbúa húsanna að Leirvogstungu 41-51 en erindi þess efnis yrði að beina til bæjarráðs.
11. Völuteigur 8 - geymsla/vinnubúðir á lóðinni að Völuteigi 8.201804074
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Bjarnasyni dags. 5. apríl 2018 varðandi geymslu/vinnubúðir á lóðinni að Völuteigi 8.
Nefndin synjar erindinu þar sem hún samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags svæðisins.
12. Snæfríðargata 30, Umsókn um byggingarleyfi201801280
Skjaldargjá ehf. Hjallalandi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 1. hæð 82,4 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 124,8 m2, 778,2 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna sólstofu sem nær 160 cm. út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulagsfulltrúa.
13. Flugumýri 18, Umsókn um byggingarleyfi201803413
Síminn hf. Ármúla 25 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á vesturgafl hússins nr. 18 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Flugumýrar 18.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna fyrirhugaðrar uppsetningar farsímaloftnets.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. skipulagslaga.
14. Bjarkarholt 8-20, Umsókn um byggingarleyfi201804096
Klapparholt ehf. Askalind 3 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja 3 fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 8-20 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Á fundinn mættu Sigurlaug Sgurjónsdóttir og Una Finnsdóttir arkitektar frá ASK arkitektum.
Umræður um málið. Skipulagsnefnd óskar eftir að sérstaklega verði hugað að nánari lóðarhönnun aðkomu og hæðarsetningu að Bjarkarholti. Nefndin gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingaráforma þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
15. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfs201802319
Á 457. fundi skipulagsnefndar 16. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hefur efasemdir vegna fyrirhugaðra breytinga og óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á næsta fundi nefndarinnar." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg.
Umræður um málið.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að ákvarðanir um breytingar á landnotkun athafnasvæða verði ekki teknar fyrr en niðurstaða liggur fyrir í vinnu svæðisskipulagsnefndar um heildaryfirsýn og framtíðarþörf athafnasvæða á höfuðborgarsvæðinu.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 329201804006F
Lagt fram.
16.1. Ástu-Sólliljugata 17,Umsókn um byggingarleyfi 201804086
Múr og málningarþjónustan Höfn Þrastarhöfða 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 17 við Ástu Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.16.2. Bjarkarholt 8-20, Umsókn um byggingarleyfi 201804096
Klapparholt ehf. Askalind 3 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja 3 fjölbýlishús og bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 8-20 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn.
16.3. Bugðufljót 13, Umsókn um byggingarleyfi 201803431
Bugðufljót 13 ehf. pósthólfi 10015 sækir um leyfi fyrir útlits og innri fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 13 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss eftir breytingu: 1.hæð 814,3 m2,
2.hæð 214,2 m2, 6392,3 m3.16.4. Flugumýri 18, Umsókn um byggingarleyfi 201803413
Síminn hf. Ármúla 25 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á vesturgafl hússins nr. 18 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Flugumýrar 18.16.5. Kvíslartunga 122-126, Umsókn um byggingarleyfi 201803298
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 122,124 og 126 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 122 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bílgeymsla 24,9 m2, 2. hæð 118,4 m2, 750,1 m3.
Nr. 124 íbúð 1. hæð 92,0 m2, bílgeymsla 24,5 m2, 2. hæð 116,5 m2, 738,0 m3.
Nr. 126 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bílgeymsla 24,5 m2, 2. hæð 118,0 m2, 747,5 m3.16.6. Kvíslartunga 128-132, Umsókn um byggingarleyfi 201803297
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 128, 130 og 132 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 128 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bílgeymsla 24,9 m2, 2. hæð 118,4 m2, 750,1 m3.
Nr. 130 íbúð 1. hæð 92,0 m2, bílgeymsla 24,5 m2, 2. hæð 116,5 m2, 738,0 m3.
Nr. 132 íbúð 1. hæð 93,5 m2, bílgeymsla 24,5 m2, 2. hæð 118,0 m2, 747,5 m3.16.7. Laxatunga 65/ Umsókn um byggingarleyfi 201803292
Jarþrúður Þórarinsdóttir Jörfagrund 21 Reykjavík sækir um endurnýjun byggingarleyfis fyrir Laxatungu 65.
Um er að ræða einbýlishús úr steinsteypu með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð.
Stærð: 1. hæð 164,1 m2, 2. hæð íbúð 120,2 m2, bílgeymsla 43,9 m2, 978,5 m3.16.8. Litlikriki 76 a & b , Umsókn um byggingarleyfi 201803134
Jón Haraldsson Litlakrika 76 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að setja gler svalaskýli á fjöleignahúsið að Litlakrika 76 í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki húseigenda.16.9. Snæfríðargata 30, Umsókn um byggingarleyfi 201801280
Skjaldargjá ehf. Hjallalandi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 1. hæð 82,4 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 124,8 m2, 778,2 m3.16.10. Súluhöfði 29, Umsókn um byggingarleyfi 201804095
Hans Óskar Ísebarn Súluhöfða 29 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 29 við Súluhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.16.11. Sölkugata 22-28, Umsókn um byggingarleyfi 201801170
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta þakfrágangi þaksvala á húsunum nr. 22-28 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki þinglýstra eigenda húsanna.16.12. Vogatunga 2-8, Umsókn um byggingarleyfi 201803311
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomukagsbreytingum á raðhúsum á lóðunum nr. 2, 4, 6 og 8 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.16.13. Vogatunga 10-16, Umsókn um byggingarleyfi 201803310
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomukagsbreytingum á raðhúsum á lóðunum nr. 10,12,14 og 16 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.16.14. Vogatunga 23-29, Umsókn um byggingarleyfi 201803309
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomukagsbreytingum á raðhúsum á lóðunum nr. 23,25,27 og 29 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.