Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. desember 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­artunga 108-112 og 120-124, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.201311078

    Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf. Frestað á 355. fundi.

    Nefnd­in fel­ur formanni að ræða við um­sækj­end­ur um er­ind­ið.

    • 2. Er­indi Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar bæj­ar­ráðs­manns varð­andi rétt sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201310253

      Bæjarráð samþykkti 7.11.2013 að senda meðfylgjandi umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, varðandi rétt kjörinna fulltrúa til að fá mál sett á dagskrá, til upplýsingar til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna þeirra.

      Lagt fram.

      • 3. Hraða­hindr­un við Leiru­tanga, er­indi íbúa201305199

        Lagðar fram umsagnir framkvæmdastjóra umhverfissviðs og Eflu verkfræðistofu um erindi íbúa í Leirutanga um uppsetningu hraðahindrana í götunni.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lögu um­hverf­is­sviðs um að sett­ar verði upp hraða­hindr­an­ir neðst og í miðju stofn­göt­unn­ar, ásamt því að í efri hluta skeif­unn­ar verði sett göngu­þverun til að auð­velda gang­andi að kom­ast yfir göt­una.

        • 4. Deili­skipu­lag Helga­fells­hverf­is, til­laga Hönnu Bjart­mars, S-lista, um end­ur­skoð­un.201312045

          Lögð fram tillaga Hönnu Bjartmars fulltrúa S-lista í skipulagsnefnd um heildarendurskoðun deiliskipulags í Helgafellshverfi ásamt meðfylgjandi greinargerð.

          Greidd voru at­kvæði um til­lög­una og var hún felld með fjór­um at­kvæð­um gegn einu.

          Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ósk­aði eft­ir að eft­ir­far­andi yrði bókað:
          Á ár­un­um fyr­ir hrun var skipu­lagt íbúða­hverfi í landi Helga­fells, svo­kallað Helga­fells­hverfi. Hverf­ið var skipu­lagt mið­að við þær þarf­ir fyr­ir magn og teg­und­ir íbúð­ar­hús­næð­is sem eft­ir­spurn var eft­ir á þeim tíma og mið­að við spár um íbúa­þró­un á kom­andi árum. Í októ­ber 2008 voru bygg­ing­ar­hæf­ar lóð­ir fyr­ir um 640 íbúð­ir á svæð­inu. Fram­kvæmd­ir voru þá ein­ung­is hafn­ar á ör­fá­um lóð­um og segja má að þær hafi nær al­veg stöðvast og að upp­bygg­ing hverf­is­ins hafi ver­ið í kyrr­stöðu frá þeim tíma.
          Á síð­ustu mán­uð­um hafa kom­ið fram vís­bend­ing­ar um að ör­lít­il hreyf­ing sé að kom­ast á fram­kvæmd­ir í hverf­inu. Sam­fara því hafa skipu­lags­nefnd borist fyr­ir­spurn­ir (ósk­ir) frá bygg­ing­ar­að­il­um um að gerð­ar verði breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi hverf­is­ins. Ósk­irn­ar snúa að skipu­lagi ein­stakra lóða og ganga út á að leyfi­legt bygg­ing­armagn á lóð­un­um verði auk­ið og að leyfi verði veitt fyr­ir ann­ars kon­ar bygg­ing­um á lóð­un­um en fyr­ir­hug­að var skv. sam­þykktu deili­skipu­lagi. Ósk­irn­ar eru eðli­leg­ar og í sam­ræmi við eft­ir­spurn á íbúða­mark­aði í dag, þar sem skort­ur er á minni og ódýr­ari íbúð­um. Það kann hins veg­ar ekki góðri lukku að stýra að ákvarð­an­ir um breyt­ing­ar á ein­staka lóð­um inn­an hverf­is­ins séu tekn­ar án þess að skoð­að sé hvaða af­leið­ing­ar það kann að hafa fyr­ir heild­ar­skipu­lag Helga­fells­hverf­is.
          Deili­skipu­lag hverf­is­ins var á sín­um tíma unn­ið á grund­velli ramma­skipu­lags sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti 14. júlí 2005. Gert var ráð fyr­ir fjöl­breyttri, lág­reistri íbúða­byggð í hverf­inu með nokk­uð þétt­ari miðkjarna með íbúð­um og þjón­ust­u­starf­semi. Með ákvörð­un­um um breyt­ing­ar á skipu­lagi ein­stakra lóða kunna bæj­ar­yf­ir­völd að skapa for­dæmi sem erfitt verð­ur að ganga gegn komi sam­bæri­leg­ar ósk­ir frá mjög mörg­um lóð­ar­höf­um í hverf­inu. Hætta er á að end­an­leg ásýnd hverf­is­ins verði ekki í sam­ræmi við þau markmið sem lögð voru til grund­vall­ar skipu­lagi þess í upp­hafi.
          Í ljósi nýrra að­stæðna í þjóð­fé­lag­inu, sem kalla á þörf fyr­ir öðru­vísi íbúð­ar­hús­næði en áður, er ekki óeðli­legt að for­send­ur skipu­lags Helga­fells­hverf­is breyt­ist. Þró­un og upp­bygg­ing hverf­is­ins má þó ekki verða með þeim hætti að tekn­ar verði ákvarð­an­ir um breyt­ing­ar sem ein­göngu snerta ein­staka lóð­ir á svæð­inu og tengjast hags­mun­um ein­stakra lóð­ar­eig­enda. Und­ir­rit­uð (Sam­fylk­ing­in) legg­ur því til að grund­völl­ur skipu­lags Helga­fells­hverf­is verði tek­inn til end­ur­skoð­un­ar og skipu­lag hverf­is­ins í heild að­lag­að breytt­um að­stæð­um.

          Hanna Bjart­mars.

          Full­trú­ar V og D lista óska bókað:
          Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ er eitt af fal­leg­ustu hverf­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þar er gert ráð fyr­ir lág­reistri íbúða­byggð með þétt­ari miðkjarna sem nefnd­ur hef­ur ver­ið Aug­að. Ramma­skipu­lag hverf­is­ins var sam­þykkt 2005 og deili­skipu­lag mis­mun­andi áfanga hverf­is­ins á ár­un­um 2006-2007.
          Snemma árs 2008 bár­ust fyrst ósk­ir um breyt­ing­ar á svo­köll­uðu Auga, þar sem um­sækj­end­ur ósk­uðu eft­ir að byggja fleiri íbúð­ir og fjölga bíla­stæð­um of­anjarð­ar. Allt frá þeim tíma hef­ur ríkt þver­póli­tísk sátt í skipu­lags­nefnd um að halda sig við gild­andi skipu­lag, í það minnsta að sinni. Ekki hafa ýkja marg­ar beiðn­ir borist á síð­ustu árum enda hef­ur bygg­inga­mark­að­ur­inn ver­ið í mik­illi lægð.
          Reglu­lega hef­ur það kom­ið til tals hvort ástæða sé til að taka skipu­lag­ið upp í heild sinni í ljósi breyt­inga á mark­aði fyr­ir íbúð­ar­hús­næði. Nið­ur­stað­an hef­ur ver­ið að það sé ill­mögu­legt, þar sem eign­ar­hald lóða var á tím­um óljóst og erfitt að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um hver færi með raun­veru­legt for­ræði lóða. Þrátt fyr­ir að sveit­ar­fé­lag­ið hafi skipu­lags­vald er mjög flók­ið að ætla sér að breyta þeg­ar sam­þykktu skipu­lagi. Lóð­ar­höf­um er alltaf frjálst að óska eft­ir breyt­ing­um á skipu­lagi og ekki er tal­ið eðli­legt af nefnd­inni að taka fram fyr­ir hend­ur lóð­ar­hafa með því að gera til­lögu að breyt­ing­um á skipu­lagi sem ekki eru í sam­ræmi við þeirra ósk­ir, slík­ar breyt­inga­til­lög­ur myndi seint nást sátt um.
          Eign­ar­hald í Helga­fells­hverfi hef­ur nú skýrst og mik­il hreyf­ing er komin á fast­eigna­mark­að­inn. Fyr­ir fund­in­um liggja þrjár beiðn­ir um breyt­ing­ar á skipu­lagi Helga­fells, tvær af þeim beiðn­um taka yfir nokkr­ar lóð­ir. Það að land­eig­end­ur leggi sjálf­ir fram slík­ar beiðn­ir auð­veld­ar nefnd­inni mjög að taka af­stöðu. Þeir sem hyggjast selja lóð­ir og íbúð­ir hafa góða sýn á ástand mark­að­ar­ins og okk­ar er svo að taka af­stöðu til þess hvort þess­ar breyt­ing­ar séu til bóta fyr­ir hverf­ið til lengri tíma lit­ið.
          Meiri­hluti D og V lista tel­ur því að eðli­legra sé að líta til þeirra óska sem fram eru komn­ar og taka þann­ig af­stöðu til þess hvaða breyt­ing­ar geti orð­ið á hverf­inu.

          Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ósk­ar bókað:
          Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur ekki ráð­legt að auka við það magn íbúða sem áður hef­ur ver­ið ákveð­ið, með fjölg­un íbúða í Helga­fells­hverf­inu mið­að við gild­andi deili­skipu­lag svæð­is­ins. Ljóst er að aukn­ing íbúða mun hafa áhrif á um­ferð, hljóð­vist, meng­un og ásýnd hverf­is­ins með auk­inni bílaum­ferð.
          Mikl­ar lík­ur eru á að bæj­ar­yf­ir­völd­um ber­ist fleiri slík­ar beiðn­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi um fjölg­un íbúða á næst­unni, þar sem fast­eigna­mark­að­ur­inn vill hallast í þá átt að minni eign­ir séu nú selj­an­legri.
          Ef bæj­ar­yf­ir­völd ætla að opna fyr­ir breyt­ing­ar og fjölg­un íbúða og gefa þar með for­dæmi, er nauð­syn­legt að skoða hverf­ið heild­stætt út frá því hvað það þol­ir af bygg­ing­ar­magni, svo að lífs­kjör og lífs­hætt­ir þeirra sem í hverf­inu munu búa rýrni ekki. Einn­ig er nauð­syn­legt að huga að þol­mörk­um hverf­is­ins og gatna­kerf­is þess. Hætta er á að hags­mun­ir ein­stakra lóð­ar­hafa verði á kostn­að ann­arra lóð­ar­hafa og bæj­ar­fé­lags­ins.

          • 5. 3 lóð­ir í Auga, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.201310334

            Ingimundur Sveinsson leggur fram f.h. Arnar Kjærnested endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar.

            Frestað.

            • 6. Gerplustræti 7-11, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða o.fl.201310158

              Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 352. fundi.

              Frestað.

              • 7. 1. - 3. áfangi Helga­fells­hverf­is, til­lög­ur Hamla 1 ehf. um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201312044

                Á fundinn mættu Hannes F. Sigurðsson fulltrúi Hamla 1 ehf. og Steinþór Kári Kárason arkitekt, og kynntu hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi lóða í eigu Hamla 1 ehf.

                Lagt fram.

                • 8. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

                  Greint verður frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann.

                  Frestað.

                  • 9. Laxa­tunga 62-68, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á hús­gerð201309225

                    Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs.

                    Frestað.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00