23. apríl 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Vegna umfangs verkefnisins, felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að boða til aukafundar í skipulagsnefnd í mánudaginn 23. apríl, þar sem höfundar deiliskipulagsins kynna tillöguna fyrir nefndinni og fulltrúum Víghóls. Á fundinn mættu Finnur Kristinsson og Halldóra Narfadóttir frá Landslagi. Bryndís Friðríksdóttir Eva Þrastardóttir frá Eflu. Gestir fundarins voru Guðbergur Guðbergsson og Jóhannes Þór frá Víghóli.
Skipulagsnefnd telur tillöguna tilbúna til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að semja bókun þar að lútandi fyrir næsta fund.