29. nóvember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Efstaland 7-9 - breyting á deiliskipulagi201610259
Borist hefur erindi frá JC Capital dags. 27. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Efstaland 7 og 9. Frestað á 423. fundi og 424. fundi.
Nefndin synjar erindinu.
2. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði201603323
Lögð fram tímalína vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa nánari úrvinnslu málsins, skoða möguleika á staðsetningu nýrra atvinnusvæða og stofna nýtt málsnúmer fyrir það.
Bókun S- lista: Fulltrúi Samfylkingarinnar telur það veikja nýlega undirritað svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, að skipuleggja umrætt iðnaðarsvæði í landi Sólheima. Mosfellsbær gefi þannig slæmt fordæmi þar sem ekki eru til staðar ríkari almannahagsmunir. Svæðið er utan vaxtarmarka nýs svæðisskipulags, innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins. Starfsemi iðnaðarsvæðis samrýmist ekki því skipulagi sem er á svæðinu.
Það er ljóst að skipulagning nýs iðnaðarsvæðis við Sólheima er til að undirbúa lóð undir gagnaver Símans í áföngum næstu 15 árin, fyrst 2500 m2, þá 5000og svo hugsanlega enn meira í síðari áföngum. Þarna væri verið að afhenda einu fyrirtæki ótiltekin verðmæti inn í framtíðina á kostnað íbúa. Land sem í framtíðinni mun líklegast verða til muna verðmætara en það er í dag. Taka verður tillit til þess að Síminn hafði þegar leitað eftir samningum á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði steinsnar frá, í landi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á slíkan samning.
Starfsemi gagnavers er ekki laus við mengun, því umtalsverður hávaði er henni samfara í nú annars friðsælu umhverfi sem er skipulagt sem framtíðarútivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu.Bókun Íbúahreyfingarinnar: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar undrast stórlega að lögð sé fram tímaáætlun sem miðar að því að gagnaver verði staðsett á vatnsverndarsvæði í landi Sólheima við Hólmsheiði. Nefndin hefur aðeins einu sinni, þann 3.5. 2016, fjallað um erindið og var þá umræðan frekar neikvæð, sbr.bókun S-lista. Sjónræn áhrif mörgþúsund fermetra gagnavers yrði griðarleg í dýrmætri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins í fullkominni andstæðu við friðsælt umhverfið. Staðsetning þessi stangast á við nýlega samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, raskar græna treflinum svonefnda og er innan öryggismarka vatnsverndarsvæðisins. Aðeins hefur verið lögð fram skrifleg lýsing á byggingunni hvað varðar flatarmál hennar uppá mörg þúsund fermetra, en ekkert liggur fyrir um hæð hennar, útlit hljóðmengun né annað. Hlutverk nefndarinnar hlýtur að vera að fjalla um svona framkvæmd af ábyrgð og festu og með allar upplýsingar tiltækar en ekki fallast orðlaust á að unnið sé að framgangi hennar. Íbúahreyfingin er hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en hvetur til að finna því byggingarreit sem ekki hefur ofangreind umhverfisáhrif.
Bókun V og D lista:
Á fundinum hafa verið rædd staða atvinnulóða í Mosfellsbæ og hvort þörf sé á að stækka eða fjölga atvinnusvæðum innan bæjarmarka Mosfellsbæjar. Fyrirtæki hafa leitað til bæjarins um uppbyggingu við Hólmsheiði, jafnframt er ljóst að áhugi á uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Mosfellsbæ er mikill.Í ljósi þess telur meirihluti V og D lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýjum atvinnusvæðum innan bæjarins ekki er ólíklegt að það kalli á breytingu á svæðisskipulagi.3. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga verður auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember." Á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 var málið tekið fyrir og samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús fyrir miðjan janúar 2017.
4. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi201603084
Borist hefur erindi frá Erni Johnson og Bryndísi Bjarnardóttur Fellsási 9 og 9a, dags. 17. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að skipta hvoru húsi upp í tvær íbúðir.
Frestað.
5. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Lögð fram skipulagslýsing.
Frestað.
6. Breyting á Aðalskipulagi 2010-2030, miðborgin201611120
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 11. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
7. Vogatunga 47-51 - breyting á deiliskipulagi.201611126
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.14. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Vogatungu 47-51.
Frestað.
8. Bugðufljót 7 - breyting á deiliskipulagi201611153
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.15. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bugðufljót 7.
Frestað.
9. Ásar 4 og 6 - tillaga að breytingu á deiliskipulagi , aðkomuvegur201610197
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi nýjan aðkomuvegi að húsunum nr. 4 og 6 við Ása.
Frestað
10. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024,endurskoðun. Brú yfir Fossvog. Lýsing á skipulagsverkefni.201611189
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 15. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið
11. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi201611227
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis.
Frestað.
12. Hraðastaðavegur 13 - skipting lóðar, breyting á deiliskipulagi.201611239
Borist hefur erindi frá Herði Bender dags.23. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13.
Frestað.
13. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.
Frestað.
14. Áform um framleiðslu raforku - ósk um trúnað201611179
Á 1283. fundi bæjarráðs 24.nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Áform um framleiðslu raforku. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Frestað.
15. Flugumýri 16 / Umsókn um byggingarleyfi201611244
Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16 C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16 D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins. Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3. Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3. Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umbeðnar viðbyggingar lenda utan samþykkts byggingarreits.
Frestað.
16. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir lóðina.
Frestað.
17. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni dags. 24. nóvember 2016 varðandi þjónustuleysi Strætó bs. við Leirvogstunguhverfi.
Frestað.
18. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss.201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem í upphaflegu deiliskipulagi var aðeins gert ráð fyrir íbúðum á efstu hæð hússins.
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
19. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 12201611022F
Frestað.
20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 297201611025F
20.1. Ástu-Sólliljugata 18-20/Umsókn um byggingarleyfi 201610153
ÞJ hús ehf. Ármúla 38 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða 4 íbúða fjöleignahús á lóðinni nr. 18-20 við Ástu Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
stærð: 1. hæð 350,8 m2, 2. hæð 343,6 m2, 2172,0 m3.20.2. Flugumýri 16 / Umsókn um byggingarleyfi 201611244
Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins.
Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3.20.3. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi 201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka garðskála á 1. hæð, byggja sólskála á þaki bílgeymslu og byggja bílskýli á lóðinni nr. 11 við Grenibyggð í samræmi við framlögð gögn.
Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 31. júlí, engin athugasemd barst.
Stækkun sólskála 1. hæð 3,0 m2, sólskáli 2. hæð 21,4 m2, bílskýli 16,3 m2, 72,3 m3.20.4. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi 201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3.20.5. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss. 201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma.
20.6. Vogatunga 17/Umsókn um byggingarleyfi 201611038
Kristinn Guðjónsson Markholti 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr.17 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 174,4 m2, bílgeymsla 42,6 m2, 1009,3 m3.20.7. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi 201507153
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3.
Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3.
Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Á 421. fundi skipulagsnefndar var ferð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".20.8. Vogatunga 71-73/Umsókn um byggingarleyfi 201609277
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 71 og 73 við Vogatungu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð nr. 71 íbúð 130,0 m2, bílgeymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.
Stærð nr. 73 íbúð 130,0 m2, bílgeymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.20.9. Vogatunga 75-77/Umsókn um byggingarleyfi 201609279
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð nr. 75 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.
Stærð nr. 77 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.