Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. nóvember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Efsta­land 7-9 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201610259

  Borist hefur erindi frá JC Capital dags. 27. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Efstaland 7 og 9. Frestað á 423. fundi og 424. fundi.

  Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

 • 2. Ósk um skipu­lagn­ingu lóð­ar í landi Sól­heima við Hólms­heiði201603323

  Lögð fram tímalína vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að fela skipu­lags­full­trúa nán­ari úr­vinnslu máls­ins, skoða mögu­leika á stað­setn­ingu nýrra at­vinnusvæða og stofna nýtt máls­núm­er fyr­ir það.

  Bók­un S- lista: Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur það veikja ný­lega und­ir­ritað svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að skipu­leggja um­rætt iðn­að­ar­svæði í landi Sól­heima. Mos­fells­bær gefi þann­ig slæmt for­dæmi þar sem ekki eru til stað­ar rík­ari al­manna­hags­mun­ir. Svæð­ið er utan vaxt­ar­marka nýs svæð­is­skipu­lags, inn­an ör­ygg­is­marka vatns­vernd­ar­svæð­is og inn­an Græna tref­ils­ins. Starf­semi iðn­að­ar­svæð­is sam­rým­ist ekki því skipu­lagi sem er á svæð­inu.
  Það er ljóst að skipu­lagn­ing nýs iðn­að­ar­svæð­is við Sól­heima er til að und­ir­búa lóð und­ir gagna­ver Sím­ans í áföng­um næstu 15 árin, fyrst 2500 m2, þá 5000og svo hugs­an­lega enn meira í síð­ari áföng­um. Þarna væri ver­ið að af­henda einu fyr­ir­tæki ótiltekin verð­mæti inn í fram­tíð­ina á kostn­að íbúa. Land sem í fram­tíð­inni mun lík­leg­ast verða til muna verð­mæt­ara en það er í dag. Taka verð­ur til­lit til þess að Sím­inn hafði þeg­ar leitað eft­ir samn­ing­um á þeg­ar skipu­lögðu iðn­að­ar­svæði steinsnar frá, í landi Reykja­vík­ur þar sem ekki var fall­ist á slík­an samn­ing.
  Starf­semi gagna­vers er ekki laus við meng­un, því um­tals­verð­ur há­vaði er henni sam­fara í nú ann­ars frið­sælu um­hverfi sem er skipu­lagt sem fram­tíð­ar­úti­vist­ar­svæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

  Bók­un Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar undrast stór­lega að lögð sé fram tíma­áætlun sem mið­ar að því að gagna­ver verði stað­sett á vatns­vernd­ar­svæði í landi Sól­heima við Hólms­heiði. Nefnd­in hef­ur að­eins einu sinni, þann 3.5. 2016, fjallað um er­ind­ið og var þá um­ræð­an frek­ar nei­kvæð, sbr.bók­un S-lista. Sjón­ræn áhrif mörg­þús­und fer­metra gagna­vers yrði griðar­leg í dýr­mætri nátt­úruperlu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í full­kom­inni and­stæðu við frið­sælt um­hverf­ið. Stað­setn­ing þessi stang­ast á við ný­lega sam­þykkt svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, rask­ar græna trefl­in­um svo­nefnda og er inn­an ör­ygg­is­marka vatns­vernd­ar­svæð­is­ins. Að­eins hef­ur ver­ið lögð fram skrif­leg lýs­ing á bygg­ing­unni hvað varð­ar flat­ar­mál henn­ar uppá mörg þús­und fer­metra, en ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hæð henn­ar, út­lit hljóð­meng­un né ann­að. Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar hlýt­ur að vera að fjalla um svona fram­kvæmd af ábyrgð og festu og með all­ar upp­lýs­ing­ar til­tæk­ar en ekki fallast orð­laust á að unn­ið sé að fram­gangi henn­ar. Íbúa­hreyf­ing­in er hlynnt gagna­veri í Mos­fells­bæ en hvet­ur til að finna því bygg­ing­ar­reit sem ekki hef­ur of­an­greind um­hverf­isáhrif.

  Bók­un V og D lista:
  Á fund­in­um hafa ver­ið rædd staða at­vinnu­lóða í Mos­fells­bæ og hvort þörf sé á að stækka eða fjölga at­vinnusvæð­um inn­an bæj­ar­marka Mos­fells­bæj­ar. Fyr­ir­tæki hafa leitað til bæj­ar­ins um upp­bygg­ingu við Hólms­heiði, jafn­framt er ljóst að áhugi á upp­bygg­ingu at­vinnu­fyr­ir­tækja í Mos­fells­bæ er mik­ill.Í ljósi þess tel­ur meiri­hluti V og D lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýj­um at­vinnusvæð­um inn­an bæj­ar­ins ekki er ólík­legt að það kalli á breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi.

 • 3. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

  Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga verður auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús í byrjun desember." Á 683. fundi bæjarstjórnar 23. nóvember 2016 var málið tekið fyrir og samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að deil­skipu­lagstil­lag­an verð­ir aug­lýst skv. 41.gr. skipu­lagslaga og sam­hliða verði að­al­skipu­lags­breyt­ing­in aug­lýst skv. 31. gr. skipu­lagslaga. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að aug­lýsa opið hús fyr­ir miðj­an janú­ar 2017.

 • 4. Fellsás 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603084

  Borist hefur erindi frá Erni Johnson og Bryndísi Bjarnardóttur Fellsási 9 og 9a, dags. 17. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að skipta hvoru húsi upp í tvær íbúðir.

  Frestað.

 • 5. Skar­hóla­braut 1, slökkvi­stöðv­ar­lóð, skipt­ing lóð­ar.201604166

  Lögð fram skipulagslýsing.

  Frestað.

 • 6. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi 2010-2030, mið­borg­in201611120

  Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 11. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

  Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið.

 • 7. Voga­tunga 47-51 - breyt­ing á deili­skipu­lagi.201611126

  Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.14. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Vogatungu 47-51.

  Frestað.

 • 8. Bugðufljót 7 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201611153

  Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.15. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bugðufljót 7.

  Frestað.

 • 9. Ásar 4 og 6 - til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi , að­komu­veg­ur201610197

  Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi nýjan aðkomuvegi að húsunum nr. 4 og 6 við Ása.

  Frestað

 • 10. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2024,end­ur­skoð­un. Brú yfir Foss­vog. Lýs­ing á skipu­lags­verk­efni.201611189

  Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 15. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

  Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið

 • 11. Huldu­hóla­svæði í Mos­fells­bæ - til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201611227

  Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis.

  Frestað.

 • 12. Hraðastaða­veg­ur 13 - skipt­ing lóð­ar, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201611239

  Borist hefur erindi frá Herði Bender dags.23. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13.

  Frestað.

 • 13. Um­sókn um lóð við Lága­fells­laug201611134

  Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.

  Frestað.

 • 14. Áform um fram­leiðslu raf­orku - ósk um trún­að201611179

  Á 1283. fundi bæjarráðs 24.nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Áform um framleiðslu raforku. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

  Frestað.

  • 15. Flugu­mýri 16 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201611244

   Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16 C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16 D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins. Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3. Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3. Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umbeðnar viðbyggingar lenda utan samþykkts byggingarreits.

   Frestað.

  • 16. Mel­gerði/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201611140

   Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir lóðina.

   Frestað.

  • 17. Sam­göng­ur Leir­vogstungu201611252

   Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni dags. 24. nóvember 2016 varðandi þjónustuleysi Strætó bs. við Leirvogstunguhverfi.

   Frestað.

  • 18. Urð­ar­holt 4. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, breyt­ing inn­an­húss.201611225

   Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem í upphaflegu deiliskipulagi var aðeins gert ráð fyrir íbúðum á efstu hæð hússins.

   Frestað.

  Fundargerðir til staðfestingar

  • 19. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 12201611022F

   Frestað.

   • 20. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 297201611025F

    • 20.1. Ástu-Sólliljugata 18-20/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201610153

     ÞJ hús ehf. Ár­múla 38 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða 4 íbúða fjöleigna­hús á lóð­inni nr. 18-20 við Ástu Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     stærð: 1. hæð 350,8 m2, 2. hæð 343,6 m2, 2172,0 m3.

    • 20.2. Flugu­mýri 16 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201611244

     Arn­ar­borg ehf. Flugu­mýri 16B, GK við­gerð­ir ehf, Flugu­mýri 16C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugu­mýri 16D Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ing­ar/geymslu við norð­ur­hlið Flugu­mýri 16 B,C og D í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki allra eig­enda húss­ins.
     Stærð ein­ing­ar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3.
     Stærð ein­ing­ar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3.
     Stærð ein­ing­ar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3.

    • 20.3. Greni­byggð 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201506027

     Brjánn Jóns­son Greni­byggð 11 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka garðskála á 1. hæð, byggja sól­skála á þaki bíl­geymslu og byggja bíl­skýli á lóð­inni nr. 11 við Greni­byggð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Grennd­arkynn­ingu á um­sókn um stækk­un og breyt­ing­ar lauk 31. júlí, eng­in at­huga­semd barst.
     Stækk­un sól­skála 1. hæð 3,0 m2, sól­skáli 2. hæð 21,4 m2, bíl­skýli 16,3 m2, 72,3 m3.

    • 20.4. Mel­gerði/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201611140

     Svan­ur Haf­steins­son Mel­gerði Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri íbúð­ar­hús­ið að Mel­gerði sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
     Stækk­un húss 44,0 m2, 147,0 m3.

    • 20.5. Urð­ar­holt 4. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, breyt­ing inn­an­húss. 201611225

     Hrís­holt ehf. Fanna­fold 85 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að inn­rétta 3 íbúð­ir og byggja sval­ir á 2. hæð Urð­ar­holts 4 í stað áð­ur­sam­þykktra skrif­stofu­rýma.

    • 20.6. Voga­tunga 17/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201611038

     Krist­inn Guð­jóns­son Mark­holti 5 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr.17 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð: Íbúð 174,4 m2, bíl­geymsla 42,6 m2, 1009,3 m3.

    • 20.7. Voga­tunga 42-48 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507153

     Akra­fell ehf. Breiða­gerði 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr, 42, 44, 46 og 48 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bíl­geymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
     Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bíl­geymsla 27,3 m2, 602,5 m3.
     Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bíl­geymsla 27,3 m2, 602,7 m3.
     Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bíl­geymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
     Á 421. fundi skipu­lags­nefnd­ar var ferð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga".

    • 20.8. Voga­tunga 71-73/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201609277

     Akra­fell ehf. Breiða­gerði 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 71 og 73 við Voga­tungu í sam­ræmi við með­fylgj­andi gögn.
     Stærð nr. 71 íbúð 130,0 m2, bíl­geymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.
     Stærð nr. 73 íbúð 130,0 m2, bíl­geymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.

    • 20.9. Voga­tunga 75-77/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201609279

     Akra­fell ehf. Breiða­gerði 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 75 og 77 við Voga­tungu í sam­ræmi við með­fylgj­andi gögn.
     Stærð nr. 75 íbúð 125,3 m2, bíl­geymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.
     Stærð nr. 77 íbúð 125,3 m2, bíl­geymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00