13. febrúar 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: 'Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði." Frestað á 429. fundi. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdstjóra umhverfissviðs að skoða möguleika á pöntunarþjónustu. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir viðræðum við SSV.varðandi hugsanlega breytingu á leið nr. 57 inn í Leirvogstunguhverfi.
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2016201701282
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 til nefnda bæjarins til kynningar. Frestað á 429. fundi.
Lagt fram.
3. Sveitarfélagið Ölfus - breyting á Aðalskipulagi, nýtt deiliskipulag til kynningar201702019
Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 2. febrúar 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi Ölfuss og tillögu að deiliskipulagi.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
4. Ástu-Sólliljugata 14 & 16- ósk um breytingu á deiliskipulagi.201702020
Borist hefur erindi frá Viðari Austmann dags. 2. febrúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Ástu-Sólliljugötu 14, 14a, 16 og 16a.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna.
5. Bílastæði við Bjargtanga 4201702027
Borist hefur erindi frá Ægi Ægissyni og Önnu Maríu Örnólfsdóttur dags. 2. febrúar 2017 varðandi bílastæði við Bjargartanga 4.
Nefndin synjar erindinu.
6. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags201610030
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og matslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Skipulags- og matslýsing hefur verið kynnt og borist hafa umsagnir. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 4 mgr. 40. gr. skipulagslaga. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir að áhættumat og drög að útlitshönnun sem sem taki mið af lámarks sjónrænum áhrifum liggi fyrir áður en deiliskipulagið verður auglýst.
- FylgiskjalSvar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalSvar Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalTengivirki við Sandskeið - deiliskipulagsgerð.pdfFylgiskjalDeiliskipulag - Tengivirki við Sandskeið.pdfFylgiskjal2509-367-DSK-001-V01- Forkynning_minnkað.pdfFylgiskjalMosfellsbær deiliskbr tengivirki _umsögnheilbr.pdf
7. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar201604339
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Frestað.
8. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags og gerð deiliskipulags fyrir svæðið." Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Lýsing/verkáætlun samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
9. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Á 416. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var lagt til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og senda hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúi átti áður en til kom að tillaga væri send til Skipulagsstofnunar fund með landeiganda á svæðinu sem ekki var kunnugt um breytinguna. Frestað á 417. fundi. Lögð fram ný tillaga að breytingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
10. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 425. fundi skipulagsnefndar 29. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús fyrir miðjan janúar 2017." Tillagan var auglýst frá 17. desember 2016 til og með 28. janúar 2017. Athugasemdir bárust.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum.
11. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið." Lögð fram lýsing deiliskipulags.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
12. Fundargerð 73. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201702065
Fundargerð 73. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
13. Ástu-Sólliljugata 11/Umsókn um byggingarleyfi201701251
Guðmundur M Helgason Miðstræti 12 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 11 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 206,4 m2, 2. hæð íbúð 158,9 m2, bílgeymsla 47,5 m2, 1477,6 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um aukaíbúð í húsinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.
Fundargerðir til staðfestingar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 302201701034F
Lagt fram.
14.1. Ástu-Sóliljugata 30-34/Umsókn um byggingarleyfi 201701244
Háholt ehf. Stórakrika 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi að Ástu Sólliljugötu 30-34 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.14.2. Drífubakki 1/Umsókn um byggingarleyfi 201701336
Kristín Kristjásnsdóttir Ólafsgeisla 1 Reykjavík sækir um leyfi til að fjölga gluggum á vestur-hlið Drífubakka 1 í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.14.3. Gerplustræti 31-37/Umsókn um byggingarleyfi 201701341
Mannverk ehf. Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, minnka grunnflöt og lækka áður samþykkt fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 31-37 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss eftir breytingu: Kjallari /geymslur / bílakjallari 1723,9 m2, 1.hæð 1181,8 m2, 2.hæð 1260,6 m2, 3. hæð 1260,6 m2, 4. hæð 1260,6 m2, 17409,9 m3.14.4. Vefarastræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi 201701216
Eykt ehf. Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í áður samþykktum íbúðum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir mannvirkja breytast ekki.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 303201702012F
Lagt fram.
15.1. Ástu-Sólliljugata 11/Umsókn um byggingarleyfi 201701251
Guðmundur M Helgason Miðstræti 12 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 11 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 206,4 m2, 2. hæð íbúð 158,9 m2, bílgeymsla 47,5 m2, 1477,6 m3.15.2. Laxatunga 102-106/Umsókn um byggingarleyfi 201611010
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 102, 104 og 106 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 102: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 35,4 m2, 761,0 m3.
Stærð nr. 104: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 34,9 m2, 760,1 m3.
Stærð nr. 106: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 34,9 m2, 760,1 m3.15.3. Laxatunga 108 - 114, Umsókn um byggingarleyfi 201611062
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 108, 110, 112 og 114 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 108: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 34,9 m2, 760,1 m3.
Stærð nr. 110: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 34,9 m2, 760,1 m3.
Stærð nr. 112: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 34,9 m2, 760,1 m3.
Stærð nr. 114: Íbúð 132,2 m2, bílgeymsla / geymsla 34,9 m2, 760,1 m3.15.4. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi 201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3.15.5. Stórikriki 36, Umsókn um byggingarleyfi - breyting 201702064
Sveinbjörn Kristjánsson Bláskógum 16 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og byggingarefni hússins nr. 36 við Stórakrika úr forsteyptu í staðsteypt í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
15.6. Svöluhöfði 13 /Umsókn um byggingarleyfi 201701400
Sóley Ingólfsdóttir Svöluhöfða 13 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 13 við Svöluhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.15.7. Sölkugata 2-4 X/Umsókn um byggingarleyfi 201701211
GSK fasteignir Arnarhöfða Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir útlits- stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktu en óbyggðu parhúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 2 - 4 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð eftir breytingu: Nr. 2: Íbúð 165,0 m2, bílgeymsla 37,0 m2, nr. 4 íbúð 167,1 m2, bílgeymsla 37,0 m2, 2017,m3.15.8. Uglugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi, stækkun kjallararými 201702067
Hörðuból ehf. Huldubraut 52 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka kjallara hússins nr. 2-4 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 58,5 m2, 164,4 m3.15.9. Þverholt 2, Umsókn um byggingarleyfi- breyting á stiga 201702046
Húsfélagið Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að fjarlægja núverandi rúllustiga og seja fastan stálstiga í stað hans milli jarðhæðar og torgrýmis að Þverholti 2 í samræmi við framlögð gögn.