9. nóvember 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Helga Kristín Auðunsdóttir varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellstorfan - Deiliskipulag201704194
Á 456. fundi skipulagsnefndar 6. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar skipulagslýsingunni til umsagnar umhverfisnefndar." Á 188. fundi umhverfisnefndar 26. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Farið var yfir skipulagslýsingu deiliskipulags Helgafellstorfu og athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi votlendi innan skipulagssvæðisins. Skipulagsfulltrúi fór yfir forsögu málsins. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá sérfróðan aðila til að gera úttekt á votlendi á svæðinu, ásamt mati á umfangi, verðmæti og mögulegri endurheimt." Lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar frá fundi nefndarinnar 1. nóvember 2018, þar sem umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til skipulagsnefndar að skýrsla Náttúrufræðistofnunar, verði höfð til hliðsjónar við gerð deilskipulags svæðisins. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð deiliskipulagsins.
2. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi201811023
Borist hefur erindi frá Árna Friðrikssyni fh. lóðarhafa dags. 2. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Fossatungu 9-15.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum.
3. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis.
Frestað.
4. Sumarhús í landi Hrísbrúar, landnr. 123679201811031
Borist hefur erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir frekari upplýsingum um stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar.
5. Gatnaframkvæmdir Reykjahverfi - fyrirspurn til skipulagsnefndar201809153
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúar að svara erindinu í samræmi við minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við meðfylgjandi drög að svörum við athugasemdum. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að annast gildistöku skipulaganna.
7. Beiðni um að deiliskipuleggja lóð í Mosfellsdal - lnr. 123664201809091
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til málsins."Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með deiliskipulagssérfræðingi Skipulagsstofnunar um málið.
Skipulagsnefnd óskar eftir að landeigandi leiti eftir skriflegri afstöðu lóðarhafa aðliggjandi til deiliskipulagningar stærra svæðis.
8. Miðdalur II - ósk um lagningu vegar201711202
Á 464 fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi." Framkvæmdaleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 28. ágúst til 28. september 2018, ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga þar sem tekið er tillit til þeirrar athugasemdar sem barst við grenndarkynninguna. Margrét Guðjónsdóttir fulltrúi L lista víkur af fundi.
9. Bjargslundur 17- ósk um stækkun á núv. húsi og bygging bílskúrs.201805046
Á 29. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Þar sem engar athugsemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar." Afgreiðsla 29. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa var lögð fram á 725. fundi bæjarstjórnar 3. október 2018. Málið var sent Skipulagsstofnun 4. október 2018. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum Skipulagsstofnunar á framfæri við skipulagshöfund með ósk um lagfæringu í samræmi við athugsemdir stofnunarinnar, þannig að hægt verði að auglýsa tillöguna að nýju.
10. Brekkutangi 3, Fyrirspurn um byggingarleyfi201810320
Sigfús Tryggvi Blumenstein og Steinunn Kristjánsdóttir, Brekkutangi 3 Mosfellsbæ, sækja um leyfi til að byggja svalalokanir og færa fram útihurð í raðhúsi lóðinni Brekkutangi nr.3 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
11. Silungatjörn landnr. 125175 - breyting á deiliskipulagi201811056
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 6. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð við Silungatjörn.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og óskar eftir að fyrir liggi skriflegt samþykki eiganda aðliggjandi lóðar, þar sem liggur fyrir deiliskipulag, sem umsækjandi hefur í hyggju að breyta. Margrét Guðjónsdóttir fulltrúi L lista víkur af fundi.
12. Bugðufljót 9 - breyting á deiliskipulagi201811058
Borist hefur erindi frá Emil Þór Guðmundssyni fh. lóðarhafa dags. 6. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni að Bugðufljóti 9.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
13. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Á 727. fundi bæjarstjórnar 31. október 2018 var gerð bókun þar sem m.a. kom fram: "Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar."
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um málið ásamt áliti bæjarlögmanns varðandi lögmæti þess að gerðar verði breytingar á gildandi kvöðum.
Jón Pétursson fulltúi M lista leggur fram eftirfarandi bókun: Um er að ræða meiri háttar framkvæmdir og breytingar á gerðum samningum. Gerðir samningar skulu standa. Vegna vöntunar á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verður að tryggja að samningsaðilar sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu, Að aflétta kvöðum eða leggja til áform um að færa slíkar kvaðir á lakari lóðir sýnir þeim fyrirlitningu er gera væntingar um að bærinn standi við sín fyrirheit. Ekki er séð að afgreiðsla þessi, nái þeim félagslegu og skipulagslegu áformum fram sem lagt var upp með í upphafi. Mikilvægt er að drög að samningum, kvöðum og öðrum þáttum, sbr. rannsóknum af leigumarkaði, liggi fyrir áður en svo viðarmikill viðsnúningur verður á þessum áformum Mosfellsbæjar.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 30201811005F
Lagt fram.
14.1. Laxatunga 119, Umsókn um byggingarleyfi. 201804258
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 19. júní 2018 með athugasemdafresti til 20 júli 2018. Engin athugasemd barst.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 346201810027F
Lagt fram.
15.1. Rauðmýri 11, Umsókn um byggingarleyfi 201810154
Finnur Einarsson, kt. 151072-3809, Rauðamýri 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að bæta við þakglugga yfir baðherbergi íbúðarhúss á lóðinni Rauðamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.2. Sumarhús við Hafravatn, Umsókn um byggingarleyfi 201809189
Bryndís Hanna Eiríksdóttir og Kristinn Franz Eiríksson sækja um leyfi til að byggja við núverandi frístundahús viðbyggingu úr timbri á lóð við Hafravatn, landnr. 125627, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Viðbygging 17,0 m², 34,1 m³15.3. Brattahlíð 23, Umsókn um byggingarleyfi 2018083826
B&K kt.680113-1570 Flétturima 10, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri, einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Brattahlíð 23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: íbúð 208,0 m², bílgeymsla 31,3 m². Rúmmál 697,485 m³
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 347201810037F
Lagt fram.
16.1. Brekkutangi 3, Fyrirspurn um byggingarleyfi 201810320
Sigfús Tryggvi Blumenstein og Steinunn Kristjánsdóttir, Brekkutangi 3 Mosfellsbæ, sækja um leyfi til að byggja svalalokanir og færa fram útihurð í raðhúsi lóðinni Brekkutangi nr.3 í samræmi við framlögð gögn.
16.2. Skólabraut 2-4, Umsókn um byggingarleyfi 201810332
Mosfellsbær kt. 470269-5969, Þverholt 2 Mosfellsbæ, sækir um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og fergingar fyrir íþróttahús á lóðinni Skólabraut nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn.
16.3. Völuteigur 15, Umsókn um byggingarleyfi 201809361
Gagnaveita Reykjavíkur kt. 691206-3780, Bæjarháls 1 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tengihús á lóðinni Völuteigur nr.5, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 22,8 m², 73,26 m³.