Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. nóvember 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
 • Helga Kristín Auðunsdóttir varamaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fell­storf­an - Deili­skipu­lag201704194

  Á 456. fundi skipulagsnefndar 6. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar skipulagslýsingunni til umsagnar umhverfisnefndar." Á 188. fundi umhverfisnefndar 26. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Farið var yfir skipulagslýsingu deiliskipulags Helgafellstorfu og athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi votlendi innan skipulagssvæðisins. Skipulagsfulltrúi fór yfir forsögu málsins. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá sérfróðan aðila til að gera úttekt á votlendi á svæðinu, ásamt mati á umfangi, verðmæti og mögulegri endurheimt." Lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands.

  Skipu­lags­nefnd tek­ur und­ir bók­un um­hverf­is­nefnd­ar frá fundi nefnd­ar­inn­ar 1. nóv­em­ber 2018, þar sem um­hverf­is­nefnd bein­ir þeim til­mæl­um til skipu­lags­nefnd­ar að skýrsla Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, verði höfð til hlið­sjón­ar við gerð deil­skipu­lags svæð­is­ins. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að halda áfram vinnu við gerð deili­skipu­lags­ins.

 • 2. Fossa­tunga 9-15 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811023

  Borist hefur erindi frá Árna Friðrikssyni fh. lóðarhafa dags. 2. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Fossatungu 9-15.

  Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um.

 • 3. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - nýtt deili­skipu­lag201811024

  Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis.

  Frestað.

  • 4. Sum­ar­hús í landi Hrís­brú­ar, landnr. 123679201811031

   Borist hefur erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679

   Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar þar sem hús­ið stend­ur á hverf­is­vernd­ar­svæði Köldu­kvísl­ar. Jafn­framt ósk­ar skipu­lags­nefnd eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um stærð fyr­ir­hug­aðr­ar við­bygg­ing­ar.

  • 5. Gatna­fram­kvæmd­ir Reykja­hverfi - fyr­ir­spurn til skipu­lags­nefnd­ar201809153

   Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trú­ar að svara er­ind­inu í sam­ræmi við minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 6. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

   Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara inn­komn­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við með­fylgj­andi drög að svör­um við at­huga­semd­um. Jafn­framt fel­ur nefnd­in skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku skipu­lag­anna.

  • 7. Beiðni um að deili­skipu­leggja lóð í Mos­fells­dal - lnr. 123664201809091

   Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til málsins."Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með deiliskipulagssérfræðingi Skipulagsstofnunar um málið.

   Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að land­eig­andi leiti eft­ir skrif­legri af­stöðu lóð­ar­hafa aðliggj­andi til deili­skipu­lagn­ing­ar stærra svæð­is.

   • 8. Mið­dal­ur II - ósk um lagn­ingu veg­ar201711202

    Á 464 fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi." Framkvæmdaleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 28. ágúst til 28. september 2018, ein athugasemd barst.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi skv. 15. gr. skipu­lagslaga þar sem tek­ið er til­lit til þeirr­ar at­huga­semd­ar sem barst við grennd­arkynn­ing­una. Mar­grét Guð­jóns­dótt­ir full­trúi L lista vík­ur af fundi.

   • 9. Bjarg­slund­ur 17- ósk um stækk­un á núv. húsi og bygg­ing bíl­skúrs.201805046

    Á 29. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Þar sem engar athugsemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar." Afgreiðsla 29. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa var lögð fram á 725. fundi bæjarstjórnar 3. október 2018. Málið var sent Skipulagsstofnun 4. október 2018. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að koma at­huga­semd­um Skipu­lags­stofn­un­ar á fram­færi við skipu­lags­höf­und með ósk um lag­fær­ingu í sam­ræmi við at­hug­semd­ir stofn­un­ar­inn­ar, þann­ig að hægt verði að aug­lýsa til­lög­una að nýju.

   • 10. Brekku­tangi 3, Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201810320

    Sigfús Tryggvi Blumenstein og Steinunn Kristjánsdóttir, Brekkutangi 3 Mosfellsbæ, sækja um leyfi til að byggja svalalokanir og færa fram útihurð í raðhúsi lóðinni Brekkutangi nr.3 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

   • 11. Sil­unga­tjörn landnr. 125175 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811056

    Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 6. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð við Silungatjörn.

    Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu og ósk­ar eft­ir að fyr­ir liggi skrif­legt sam­þykki eig­anda aðliggj­andi lóð­ar, þar sem ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag, sem um­sækj­andi hef­ur í hyggju að breyta. Mar­grét Guð­jóns­dótt­ir full­trúi L lista vík­ur af fundi.

   • 12. Bugðufljót 9 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811058

    Borist hefur erindi frá Emil Þór Guðmundssyni fh. lóðarhafa dags. 6. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni að Bugðufljóti 9.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

   • 13. Þver­holt 21-23 og 25-27 - um­sókn um deili­skipu­lags­breyt­ingu201804104

    Á 727. fundi bæjarstjórnar 31. október 2018 var gerð bókun þar sem m.a. kom fram: "Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar."

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um um mál­ið ásamt áliti bæj­ar­lög­manns varð­andi lög­mæti þess að gerð­ar verði breyt­ing­ar á gild­andi kvöð­um.

    Jón Pét­urs­son fulltúi M lista legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un: Um er að ræða meiri hátt­ar fram­kvæmd­ir og breyt­ing­ar á gerð­um samn­ing­um. Gerð­ir samn­ing­ar skulu standa. Vegna vönt­un­ar á leigu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­ur að tryggja að samn­ings­að­il­ar sýni ábyrgð gagn­vart sam­fé­lagi sínu, Að aflétta kvöð­um eða leggja til áform um að færa slík­ar kvað­ir á lak­ari lóð­ir sýn­ir þeim fyr­ir­litn­ingu er gera vænt­ing­ar um að bær­inn standi við sín fyr­ir­heit. Ekki er séð að af­greiðsla þessi, nái þeim fé­lags­legu og skipu­lags­legu áform­um fram sem lagt var upp með í upp­hafi. Mik­il­vægt er að drög að samn­ing­um, kvöð­um og öðr­um þátt­um, sbr. rann­sókn­um af leigu­mark­aði, liggi fyr­ir áður en svo við­ar­mik­ill við­snún­ing­ur verð­ur á þess­um áform­um Mos­fells­bæj­ar.

   Fundargerðir til kynningar

   • 14. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 30201811005F

    Lagt fram.

    • 14.1. Laxa­tunga 119, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201804258

     Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi var grennd­arkynnt með bréfi dags. 19. júní 2018 með at­huga­semda­fresti til 20 júli 2018. Eng­in at­huga­semd barst.

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 346201810027F

     Lagt fram.

     • 15.1. Rauð­mýri 11, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201810154

      Finn­ur Ein­ars­son, kt. 151072-3809, Rauða­mýri 11 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að bæta við þak­glugga yfir bað­her­bergi íbúð­ar­húss á lóð­inni Rauða­mýri nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     • 15.2. Sum­ar­hús við Hafra­vatn, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201809189

      Bryndís Hanna Ei­ríks­dótt­ir og Krist­inn Franz Ei­ríks­son sækja um leyfi til að byggja við nú­ver­andi frí­stunda­hús við­bygg­ingu úr timbri á lóð við Hafra­vatn, landnr. 125627, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Við­bygg­ing 17,0 m², 34,1 m³

     • 15.3. Bratta­hlíð 23, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2018083826

      B&K kt.680113-1570 Flétt­urima 10, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri, ein­býl­is­hús á einni hæð með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Bratta­hlíð 23, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: íbúð 208,0 m², bíl­geymsla 31,3 m². Rúm­mál 697,485 m³

     • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 347201810037F

      Lagt fram.

      • 16.1. Brekku­tangi 3, Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201810320

       Sig­fús Tryggvi Blu­men­stein og Stein­unn Kristjáns­dótt­ir, Brekku­tangi 3 Mos­fells­bæ, sækja um leyfi til að byggja svala­lok­an­ir og færa fram úti­hurð í rað­húsi lóð­inni Brekku­tangi nr.3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 16.2. Skóla­braut 2-4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201810332

       Mos­fells­bær kt. 470269-5969, Þver­holt 2 Mos­fells­bæ, sæk­ir um tak­markað bygg­ing­ar­leyfi vegna jarð­vinnu og ferg­ing­ar fyr­ir íþrótta­hús á lóð­inni Skóla­braut nr. 2-4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 16.3. Völu­teig­ur 15, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201809361

       Gagna­veita Reykja­vík­ur kt. 691206-3780, Bæj­ar­háls 1 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tengi­hús á lóð­inni Völu­teig­ur nr.5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir: 22,8 m², 73,26 m³.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30