21. september 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um að deiliskipuleggja lóð í Mosfellsdal - lnr. 123664201809091
Borist hefur erindi frá Ingu Þóru Haraldsdóttur dags. 5. september 2018 varðandi deiliskipulag fyrir lóð í Mosfellsdal með landnr. 123664.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu en bendir á að samkvæmt skipulagslögum er ekki heimilt að deiliskipuleggja eina staka lóð eins og hér um ræðir. Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til umsækjanda að leita eftir samvinnu við nágranna á svæðinu um gerð deiliskipulags þannig að hægt verði að deiliskipuleggja stærra svæði.
2. Laxatunga 3 - breyting á deiliskipulagi201809121
Borist hefur erindi frá G. Oddi Víðissyni dags. 7. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laxatungu 3.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að skoða málið betur ma. með vettvangsferð í bygginguna og í framhaldi af því að koma með tillögu að afgreiðslu fyrir fund nefndar.
3. Gatnaframkvæmdir Reykjahverfi - fyrirspurn til skipulagsnefndar201809153
Borist hefur erindi frá Ragnheiði Þórólfsdóttur dags. 10. september 2018 varðand gatnaframkvæmdir í Reykjahverfi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Lindarbyggð - beiðni um endurskoðun á skipulagi Lindarbyggðar201809154
Borist hefur erindi frá íbúum Lindarbyggðar dags. 6. september 2018 varðandi endurskoðun á skipulagi Lindarbyggðar.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða götuna út frá umferðarlegum sjónarmiðum og leggja fram tillögu að útfærslu til nefndar.
5. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 6. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi/breytta aðkomu að Uglugötu 14-20.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið á milli funda.
6. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði aðalskipulagsbreytingin auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði auglýstar breytingar á þeim deiliskipulögum sem liggja að tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar. Skipulagsfulltrúa falið að kynna bæjarfulltrúum tillöguna og auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillagnanna." Skipulagstillögunar voru auglýstar frá 28. júlí til og með 9. september 2018. Þrjár athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum.
7. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 463. fundi skipulaglagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 21. júlí til og með 5. september 2018. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar.
8. Bjargslundur 6&8 - breyting á deiliskipulagi201705246
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Fulltrúi Miðflokks greiddi atkvæði gegn tillögunni." Tillagan var auglýst frá 21. júlí til og með 5. september 2018. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar.
9. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi.2017081506
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 21.júlí til og með 5. september 2018. Athugasemdir bárust.
Frestað.
- FylgiskjalTorg við Gerplustræti.pdfFylgiskjalSkipulagsbreytinga á torgi framan við Gerplustræti 25-27.pdfFylgiskjalFW: Torgið .pdfFylgiskjalBreytingar á Torgi við Gerplustræti.pdfFylgiskjaleyja við Gerplustræti.pdfFylgiskjalTorg 2 við Gerplustræti.pdfFylgiskjalFW: Torgið við Gerplustræti .pdfFylgiskjalVegna skipulagsbreytinga á torgi í Gerplustræti.pdfFylgiskjalTorg í gerplustræti.pdfFylgiskjalathugasemdir_samantekt_Torg_Gerplust.pdf
10. Gerplustræti 17-23 - ósk um fjölgun íbúða2018084776
Borist hefur erindi frá V níu Fasteignum dags. 28. ágúst 2018 varðandi fjölgun íbúða í húsum að Gerplustræti 17-23. Frestað á 467. fundi.
Frestað.
11. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun201809280
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Mosfellsbæjar sbr. 4.8.1. gr. skipulagslaga.
Samþykkt.
12. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á málinu." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg.
Umræður um málið, lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 29201809023F
Samþykkt