Mál númer 201404362
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Tillaga um stefnu og framtíðarsýn á sviði menningarmála og framtíðaruppbygging á starfsemi Hlégarðs.
Afgreiðsla 8. fundar menningar-og nýsköpunarnendar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. maí 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #8
Tillaga um stefnu og framtíðarsýn á sviði menningarmála og framtíðaruppbygging á starfsemi Hlégarðs.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að vinna, á grundvelli framlagðs minnisblaðs, nánari útfærslu á þeim valkosti úr greiningu KPMG sem heitir samstarf um rekstur Hlégarðs og ræða við umhverfissvið Mosfellsbæjar um val á arkitekt til að vinna tillögur að breytingum á innra útliti Hlégarðs og áfangaskiptingu breytinganna.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Valkostagreining um rekstrarform Hlégarðs unnin af KPMG lögð fram og rædd.
Afgreiðsla 5. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #5
Valkostagreining um rekstrarform Hlégarðs unnin af KPMG lögð fram og rædd.
Menningar- og nýsköpunarnefnd ræddi valkostagreininguna og þakkar fyrir góða og skýra framsetningu.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til að umhverfissviði Mosfellsbæjar verði falið að móta fyrstu tillögur að breytingum á innra útlit Hlégarðs og líklega áfangaskiptingu.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Málefni Hlégarðs
Afgreiðsla 2. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. desember 2018
Menningar- og nýsköpunarnefnd #2
Málefni Hlégarðs
Ísólfur Haraldsson mætir á fundinn undir þessum lið, kynnir starfsemi hússins og leiðir nefndina um húsið. Fram fara umræður um framtíð Hlégarðs.
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Lagður fram viðauki við samning við Hlégarð og ósk um umsögn menningarnefndar um tillögu Íbúahreyfingarinnar.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar þá tillögu sína að haldinn verði stefnumótunarfundur með íbúum um framtíð Hlégarðs eigi síðar en í lok apríl byrjun maí. Viðaukasamningur við rekstraraðila rennur út í lok árs og því mikilvægt að bæjaryfirvöld hafi hraðar hendur og skýri línurnar fyrir haustið.Í ljósi þess að kjörtímabilinu er að ljúka og ný menningarmálanefnd tekur við í byrjun sumars er þeim mun mikilvægara að slá í klárinn.
Sigrún H Pálsdóttir
Lögð var fram eftirfarandi dagskrártillaga: "Lagt er til að tillögu íbúahreyfingarinnar verði vísað til menningarmálanefndar þar sem nefndin er að vinna að málinu samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar."Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum V, D og S lista. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar sat hjá.
Fundargerð 211. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 714. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. - 20. mars 2018
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #211
Lagður fram viðauki við samning við Hlégarð og ósk um umsögn menningarnefndar um tillögu Íbúahreyfingarinnar.
Viðauki við húsaleigusamning um leigu, menningarstarfsemi og rekstur félagsheimilisins Hlégarðs í Mosfellsbæ lagður fram.
Menningarmálanefnd tekur undir hugmyndir Íbúahreyfingarinnar um að halda opin fund og mun leggja til útfærslu eftir því sem vinnu við stefnumótun um rekstur og starfsemi Hlégarðs vindur fram.
- 7. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #710
Minnisblað um starfsemi Hlégarðs og ólíkar sviðsmyndir varðandi reksturinn.
Afgreiðsla 1339. fundar bæjarráðs samþykkt á 710. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #710
Lagt fram minnisblað.
Afgreiðsla 1340. fundar bæjarráðs samþykkt á 710. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #710
Minnisblað um starfsemi Hlégarðs og ólíkar sviðsmyndir varðandi reksturinn.
Afgreiðsla 1339. fundar bæjarráðs samþykkt á 710. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. febrúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1340
Lagt fram minnisblað.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarráð samþykkir að halda íbúafund um framtíðarrekstur Hlégarðs. Fundurinn er hugsaður sem hluti af endurskoðun stefnu um starfsemi hússins. Menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd hafi veg og vanda af verkefninu og úrvinnslu á niðurstöðum fundarins sem efnt verður til í samstarfi við listamenn, félagasamtök og fagaðila í menningarstjórnun.Sigrún H Pálsdóttir
Samþykkt með þrem atkvæðum að að vísa tillögu íbúahreyfingarinnar til menningaráalanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að leita samninga við leigutaka Hlégarðs um viðauka við gildandi leigusamning og framlengja samningstíma til ársloka 2018. Þá er menningarmálanefnd falið að hefja vinnu við stefnumörkun fyrir Hlégarð.
- 25. janúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1339
Minnisblað um starfsemi Hlégarðs og ólíkar sviðsmyndir varðandi reksturinn.
Málið rætt og ákveðið að fresta því til næsta fundar.
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Lagt fram minnisblað.
Afgreiðsla 210. fundar menningarmálanefnd samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. janúar 2018
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #210
Lagt fram minnisblað.
Ákveðið að óska eftir samtali við fulltrúa í bæjarstjórn um æskileg næstu skref varðandi starfsemi Hlégarðs.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Umræður um málefni Hlégarðs.
Afgreiðsla 209. fundar Menningarmálanefndar samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. nóvember 2017
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #209
Umræður um málefni Hlégarðs.
Samþykkt að forstöðumaður þjónustu og samskipta og forstöðumaður bókasafns og menningarmála vinni samantekt á kostum og göllum tveggja sviðsmynda rekstrar á Hlégarði. Annars vegar verði þeir þættir skoðaðir við óbreytt fyrirkomulag og hins vegar sviðsmynd sem miðist við að bærinn annist sjálfur rekstur Hlégarðs.
- 31. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #696
Umræða um rekstrarfyrirkomulag á Hlégarði. Framhald af síðasta fundi.
Afgreiðsla 216. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 696. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. maí 2017
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #206
Umræða um rekstrarfyrirkomulag á Hlégarði. Framhald af síðasta fundi.
Forstöðumanni þjónustu- og samskipta falið að vinna málið áfram og það verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.
- 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Ísólfur Haraldsson mætir á fundinn undir þessum lið fyrir hönd rekstraraðila Hlégarðs og leggur fram greinagerð um starfsemi hússins á síðastliðnu ári eins og gert er ráð fyrir samkvæmt leigusamningi. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar vegna efnda á samningnum.
Afgreiðsla 205. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. apríl 2017
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #205
Ísólfur Haraldsson mætir á fundinn undir þessum lið fyrir hönd rekstraraðila Hlégarðs og leggur fram greinagerð um starfsemi hússins á síðastliðnu ári eins og gert er ráð fyrir samkvæmt leigusamningi. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar vegna efnda á samningnum.
Greinagerð rekstraraðila lögð fram og kynnt. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að rekstrarform Hlégarðs verði tekið til endurskoðunar þegar núverandi leigusamningur rennur út. Menningarmálanefnd mun fjalla áfram um málefni Hlégarðs á næstu mánuðum og leggja fram tillögu til bæjarstjórnar að því loknu.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Lögð fram greinagerð um starfsemi Hlégarðs í samræmi við ákvæði í leigusamningi.
Afgreiðsla 197. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #197
Lögð fram greinagerð um starfsemi Hlégarðs í samræmi við ákvæði í leigusamningi.
Lagt fram.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Bæjarstjórn samþykkti að reglur um notkun Hlégarðs yrðu endurskoðaðar og skýrðar nánar.
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #194
Bæjarstjórn samþykkti að reglur um notkun Hlégarðs yrðu endurskoðaðar og skýrðar nánar.
Samþykkt með öllum atkvæðum að beðið verði með að semja reglur um úthlutun Hlégarðs til þriðja aðila þar sem Mosfellsbær sér fram á að nýta daga sem getið er í leigusamningi um húsið í eigin starfsemi.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Fulltrúi frá rekstaraðilum Hlégarðs ehf. mætir á fundinn.
Afgreiðsla 193. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #193
Fulltrúi frá rekstaraðilum Hlégarðs ehf. mætir á fundinn.
Ísólfur Haraldsson og Páll Eyjólfsson eigendur Hlégarðs ehf voru viðstaddir fundinn undir þessum lið. Þeir kynntu sig og starfsemi vetrarins.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Afgreiðsla 187. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar vegna leigu á Hlégarði:$line$Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að leigusamningur við rekstraraðila Hlégarðs feli í sér að íbúa- og góðgerðarsamtökum verði boðið upp á sérstök kjör og þeim gert betur kleift að halda þar fundi. Það hefur lengi verið kvartað yfir því að leiga sé há og því ómögulegt fyrir efnalítil samtök að taka húsið á leigu.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu. $line$$line$Fulltrúar D- og V-lista óska eftir að bóka eftirfarandi:$line$Teljum tillöguna ekki eiga erindi inn í umræddan samning. $line$$line$Tillaga D- og V-lista:$line$Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum um rekstur Hlégarðs á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. $line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir að bóka eftirfarandi: $line$Samfylkingin hefur lagt áherslu á að Hlégarður fengi hlutverk menningarhúss og lagði fram þá stefnu fyrir kosningar að efna ætti til formlegrar hugmyndasamkeppni um nýtingu hússins. Meirihluti D og VG hafði aðra sýn og fékk sú hugmynd okkar ekki verðskuldaða athygli meirihlutans. Nú liggur fyrir samningur við nýtt fyrirtæki um rekstur hússins. Þeir aðilar hafa ýmsar spennandi hugmyndir um menningarviðburði í húsinu og aðra skylda starfsemi og óskar Samfylkingin þeim velfarnaðar í þeim rekstri. Samfylkingin treystir því að þær athugasemdir sem fulltrúar hennar hafa komið á framfæri s.s. varðandi ábyrgðir leigutaka og meiri sveigjanleika varðandi afnotarétt Mosellsbæjar verði teknar upp við leigutaka.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Afgreiðsla 1195. fundar bæjarráðs samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1196
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Bæjarráð samþykkir málsmeðferðartillögu um að málinu verði vísað til bæjarstjórnar.
- 21. janúar 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #187
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Lagt fram og kynnt.
- 15. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1195
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Umræður um samningsdrög. Starfsmönnum falið að vinna áfram að samningnum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt verið drögin kynnt Menningarmálanefnd.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi heimild til samningagerðar vegna reksturs í Hlégarði.
Afgreiðsla 1191. fundar bæjarráðs samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. desember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1191
Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi heimild til samningagerðar vegna reksturs í Hlégarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að ganga til samninga um rekstur Hlégarðs.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um stöðu mála varðandi rekstur á Hlégarði.
Afgreiðsla 186. fundar menningarmálanefndir samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. nóvember 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #186
Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um stöðu mála varðandi rekstur á Hlégarði.
Lagt fram.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Verkefnislýsing sem fylgir tilboðsblaði vegna útboðs á rekstri, leigu og menningarstarfi í Hlégarði lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 183. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. september 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #183
Verkefnislýsing sem fylgir tilboðsblaði vegna útboðs á rekstri, leigu og menningarstarfi í Hlégarði lögð fram til samþykktar.
Endanleg útgáfa af verkefnalýsingunni lögð fram. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst sl. að heimila menningarsviði að auglýsa eftir rekstraraðila í samræmi við verkefnalýsingu þar um þegar menningarmálanefnd hefur fjallað um og samþykkt verkefnalýsinguna.
Menningarmálanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu, en óskar eftir að málið komi til umsagnar nefndarinnar áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur um val á leigutaka og rekstraraðila.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.
Afgreiðsla 182. fundar menningarmálanefndar, að auglýsa samkvæmt útboðslýsingu, samþykkt með níu atkvæum á 633. fundi bæjarstjórnar.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.
Afgreiðsla 1175. fundar bæjarráðs samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #182
Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.
Drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs sem menningarhúss og veitingastaðar.
- 14. ágúst 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1175
Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila menningarsviði að auglýsa eftir rekstraraðila í samræmi við verkefnalýsingu þar um þegar menningarmálanefnd hefur fjallað um og samþykkt verkefnalýsinguna.