1. febrúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ljósleiðaratenging í Helgadal201801287
Ósk um ljósleiðaratengingu í Helgadal
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
2. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði201801234
Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og erindið sent til skipulagsnefndar til upplýsingar.
3. Lóðamál Reykjahvols 35 og réttarstaða lóðranna Reykjahvoll 37 og 39201708283
Krafa um formleg viðbrögð við erindi
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
4. Beiðni um upplýsingar um samstarfssamninga fyrir 1. mars201801316
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Beiðni um upplýsingar um samstarfssamninga fyrir 1. mars
Samþykkt með þremurr atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að vinna umsögn um málið.
5. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ200909840
Frístundagreiðslur 2017-2018.
Framlagðar fjárhæðir frístundaávísana samþykktar með þremur atkvæðum.
6. Hlégarður201404362
Lagt fram minnisblað.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarráð samþykkir að halda íbúafund um framtíðarrekstur Hlégarðs. Fundurinn er hugsaður sem hluti af endurskoðun stefnu um starfsemi hússins. Menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd hafi veg og vanda af verkefninu og úrvinnslu á niðurstöðum fundarins sem efnt verður til í samstarfi við listamenn, félagasamtök og fagaðila í menningarstjórnun.Sigrún H Pálsdóttir
Samþykkt með þrem atkvæðum að að vísa tillögu íbúahreyfingarinnar til menningaráalanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að leita samninga við leigutaka Hlégarðs um viðauka við gildandi leigusamning og framlengja samningstíma til ársloka 2018. Þá er menningarmálanefnd falið að hefja vinnu við stefnumörkun fyrir Hlégarð.