23. nóvember 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Helga Jónsdóttir (HJ) menningarsvið
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Fjárhagsáætlun menningar- og vinarbæjarmála lögð fram
Lagt fram og kynnt.
2. Hlégarður201404362
Bæjarstjórn samþykkti að reglur um notkun Hlégarðs yrðu endurskoðaðar og skýrðar nánar.
Samþykkt með öllum atkvæðum að beðið verði með að semja reglur um úthlutun Hlégarðs til þriðja aðila þar sem Mosfellsbær sér fram á að nýta daga sem getið er í leigusamningi um húsið í eigin starfsemi.
3. Umræður um reglur er varða kaup á listaverkum og uppsetningu þeirra í sveitarfélaginu201510239
Ósk frá fulltrúa Íbúahreyfingar um mál á dagskrá
Forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar falið að taka saman gögn um ákvarðanatöku þegar listaverk eru keypt á vegum Mosfellsbæjar. Málið sett aftur á dagskrá næsta fundar.
4. Menningarviðburðir á aðventu 2015201510283
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram.