Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Sigrún­ar H Páls­dótt­ur bæj­ar­full­trúa um til­hög­un um­ræðna um mál í nefnd­um og ráð­um201501355

  Tilhögun umræðna um mál í nefndum og ráðum. Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi M lista óskar eftir máli á dagskrá.

  Um­ræð­ur.

  • 2. Dagdvöl á Eir­hömr­um, end­ur­skoð­un á regl­um201312046

   Drög að samningi við Eir, hjúkrunarheimili um rekstur dagdvalar.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Eir um dagdvöl aldr­aðra í Mos­fells­bæ.

   • 3. Er­indi Bjarna Thors varð­andi skipt­ingu lóð­ar - Lága­fell 2201501504

    Óskað eftir því að lóðinni Lágafell 2 verði skipt í tvær lóðir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kævð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar Um­hverf­is­sviðs.

    • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2015201501503

     Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum MOS 13 1.

     Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá út­gáfu og sölu skulda­bréfa í skulda­bréfa­flokkn­um MOS 13 1 fyr­ir allt að 600mkr að nafn­verði.

     • 5. Samn­ing­ur um yf­ir­drátt­ar­lán201501307

      Samningur um yfirdráttarlán á veltureikning hjá Arion banka hf.

      Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Ari­on banka hf um yf­ir­drátt­ar­lán að fjár­hæð 500 mkr og heim­ila fjár­mála­stjóra að óska eft­ir ár­legri end­ur­nýj­un í sam­ræmi við ákvæði samn­ings­ins.

      • 6. Verk­fall tón­list­ar­kenn­ara 2014201411096

       Lögð fram umsögn framkvæmdarstjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskóla. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.

       Til­laga fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs, bæj­ar­stjóra og skóla­stjóra Lista­skól­ans um að Lista­skól­inn bjóði þeim nem­end­um, sem áform­að hafa að fara í mið- og grunn­próf í vor, að fá við­bót­ar kennslu­stund­ir sem nem­ur kennslu­falli óski þeir þess, er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

       Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ósk­ar að eft­ir­far­andi verði bókað und­ir þess­um lið:
       Full­trúi M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur til­lög­una spor í rétta átt en hún geng­ur allt of stutt og bæt­ir að­eins að litlu leyti þann skaða sem nem­end­ur í Lista­skól­an­um hafa orð­ið fyr­ir vegna verk­falls tón­list­ar­kenn­ara. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að nem­end­ur og kenn­ar­ar hefðu átt að vera með í ráð­um áður en þessi ákvörð­un var tekin. Einn­ig hefði ver­ið rétt að hafa sam­ráð við bæj­ar­ráð áður en skóla­gjöld voru end­ur­greidd.

       • 7. Hlé­garð­ur201404362

        Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir máls­með­ferð­ar­til­lögu um að mál­inu verði vísað til bæj­ar­stjórn­ar.

        • 8. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

         Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um verklag við endurskoðun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.

         Frestað.

         • 9. Beiðni um við­ræð­ur um Hjalla­stefnu­skóla í Mos­fells­bæ201501517

          Beiðni frá Hjallastefnunni ehf um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur skóla á vegum Hjallastefnunnar í Mosfellsbæ.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs að ræða er­ind­ið við Hjalla­stefn­una ehf.

          • 10. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

           Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014.

           Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fá full­trúa Capacent á fund bæj­ar­ráðs að viku lið­inni til að kynna nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­un­ar sveit­ar­fé­laga 2014.

           Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.