22. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sigrúnar H Pálsdóttur bæjarfulltrúa um tilhögun umræðna um mál í nefndum og ráðum201501355
Tilhögun umræðna um mál í nefndum og ráðum. Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi M lista óskar eftir máli á dagskrá.
Umræður.
2. Dagdvöl á Eirhömrum, endurskoðun á reglum201312046
Drög að samningi við Eir, hjúkrunarheimili um rekstur dagdvalar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við Eir um dagdvöl aldraðra í Mosfellsbæ.
3. Erindi Bjarna Thors varðandi skiptingu lóðar - Lágafell 2201501504
Óskað eftir því að lóðinni Lágafell 2 verði skipt í tvær lóðir.
Samþykkt með þremur atkævðum að vísa erindinu til umsagnar Umhverfissviðs.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2015201501503
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum MOS 13 1.
Pétur Jens Lockton fjármálastjóri mætir á fundinn undir þessum lið. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum MOS 13 1 fyrir allt að 600mkr að nafnverði.
5. Samningur um yfirdráttarlán201501307
Samningur um yfirdráttarlán á veltureikning hjá Arion banka hf.
Pétur Jens Lockton fjármálastjóri mætir á fundinn undir þessum lið. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Arion banka hf um yfirdráttarlán að fjárhæð 500 mkr og heimila fjármálastjóra að óska eftir árlegri endurnýjun í samræmi við ákvæði samningsins.
6. Verkfall tónlistarkennara 2014201411096
Lögð fram umsögn framkvæmdarstjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskóla. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.
Tillaga framkvæmdastjóra fræðslusviðs, bæjarstjóra og skólastjóra Listaskólans um að Listaskólinn bjóði þeim nemendum, sem áformað hafa að fara í mið- og grunnpróf í vor, að fá viðbótar kennslustundir sem nemur kennslufalli óski þeir þess, er samþykkt með þremur atkvæðum.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar að eftirfarandi verði bókað undir þessum lið:
Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar telur tillöguna spor í rétta átt en hún gengur allt of stutt og bætir aðeins að litlu leyti þann skaða sem nemendur í Listaskólanum hafa orðið fyrir vegna verkfalls tónlistarkennara. Íbúahreyfingin telur að nemendur og kennarar hefðu átt að vera með í ráðum áður en þessi ákvörðun var tekin. Einnig hefði verið rétt að hafa samráð við bæjarráð áður en skólagjöld voru endurgreidd.7. Hlégarður201404362
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Bæjarráð samþykkir málsmeðferðartillögu um að málinu verði vísað til bæjarstjórnar.
8. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um verklag við endurskoðun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.
Frestað.
9. Beiðni um viðræður um Hjallastefnuskóla í Mosfellsbæ201501517
Beiðni frá Hjallastefnunni ehf um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur skóla á vegum Hjallastefnunnar í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslusviðs að ræða erindið við Hjallastefnuna ehf.
10. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fá fulltrúa Capacent á fund bæjarráðs að viku liðinni til að kynna niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2014.