9. janúar 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Davíð Ólafsson (DÓ) 3. varamaður
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samkeppni um aðkomutákn á bæjarmörkum201711015
Ólafur Melsted kynnir tillögu um hönnunarsamkeppni vegna merkis á bæjarmörkum.
Ákveðið að Hreiðar Örn Stefánsson Zöega og Rafn Hafberg Guðlaugsson sitji í dómnefnd.
2. Hlégarður201404362
Lagt fram minnisblað.
Ákveðið að óska eftir samtali við fulltrúa í bæjarstjórn um æskileg næstu skref varðandi starfsemi Hlégarðs.
3. Safnanótt 2018201801069
Lagðar fram upplýsingar um þátttöku Mosfellsbæjar í Safnanótt 2018.
4. Snorraverkefnið 2018 - Ósk um stuðning201711267
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu menningarmálanefndar.
Ákveðið að benda styrkbeiðanda á að styrkir í menningar- og listasjóð Mosfellsbæjar eru afgreiddir í byrjun mars og umsóknarfrestur er ekki liðinn.
5. Leitað eftir stuðningi við dagskrá fyrir almenning í Vigdísarstofnun á árinu 2018.201612236
Vísað til umsagnar menningarmálanefndar.
Ákveðið að benda styrkbeiðanda á að styrkir í menningar- og listasjóð Mosfellsbæjar eru afgreiddir í byrjun mars og umsóknarfrestur er ekki liðinn.