Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi UMFÍ varð­andi 28. Lands­mót 2017201412221

    Auglýst eftir umsóknum vegna mótshalds Landsmóts UMFÍ árið 2017. Aðildarfélög sækja um en afla verður samþykkis viðkomandi sveitarfélags.

    Lagt fram.

    • 2. Gjaldskrá 2015201412347

      Tilkynning á breytingu gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd­ir við fram­komna gjaldskrá Heil­brigðis­eft­irlts­ins Kjós­ar­svæð­is.

      • 3. Gjaldskrá SHS201412359

        Óskað eftir samþykki aðildarsveitarfélaga SHS á gjaldskrá vegna þjónustu sem eru utan lögbundinna verkefna SHS.

        Fram­komin gjaldskrá SHS vegna þjón­ustu sem er utan lög­bund­inna verk­efna SHS sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

        • 4. Ný gjaldskrá 2015201501043

          Tilkynning um nýja gjaldskrá Sorpu fyrir árið 2015. Hækkun verður á kílóverði sorps til urðunar um 1 krónu auk vsk. Hækkunin er til að fjármagna byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi.

          Lagt fram.

          • 5. Reykja­hvoll 35 - frá­rennslislagn­ir201501084

            Erindi frá Sesselju Guðjónsdóttur og Björgvini Svavarssyni þar sem þau óska efrtir breytingu á fyrirhugaðri legu frárennslislagna við hús sitt.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

            • 6. Sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða201412356

              Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til kynningar.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa sam­þykkt­inni til um­sagn­ar Um­hverf­is­nefnd­ar.

              • 7. Upp­sögn á leigu­samn­ingi vegna Meyj­ar­hvamms í Ell­iða­kotslandi201412085

                Uppsögn á leigusamningi vegna vanefnda.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

                • 8. Hlé­garð­ur201404362

                  Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.

                  Um­ræð­ur um samn­ings­drög. Starfs­mönn­um fal­ið að vinna áfram að samn­ingn­um í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um. Jafn­framt ver­ið drög­in kynnt Menn­ing­ar­mála­nefnd.

                  • 9. Sam­ein­ing golf­klúbb­anna Kjal­ar og Bakka­kots og upp­bygg­ing á vall­ar­svæð­um201310252

                    Lögð fram drög að samningi um framkvæmdir við uppbyggingu á leikvöngum og völlum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fram­lagð­an samn­ing.

                    • 10. Upp­bygg­ing á lóð­um í Bjark­ar­holti 1-9201301126

                      Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

                      • 11. Samn­ing­ur um yf­ir­drátt­ar­lán201501307

                        Samningur um yfirdráttarlán á veltureikning hjá Arion banka hf.

                        Frestað.

                        • 12. Er­indi Sigrún­ar H Páls­dótt­ur bæj­ar­full­trúa um til­hög­un um­ræðna um mál í nefnd­um og ráð­um201501355

                          Tilhögun umræðna um mál í nefndum og ráðum. Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi M lista óskar eftir máli á dagskrá.

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.