15. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi UMFÍ varðandi 28. Landsmót 2017201412221
Auglýst eftir umsóknum vegna mótshalds Landsmóts UMFÍ árið 2017. Aðildarfélög sækja um en afla verður samþykkis viðkomandi sveitarfélags.
Lagt fram.
2. Gjaldskrá 2015201412347
Tilkynning á breytingu gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemdir við framkomna gjaldskrá Heilbrigðiseftirltsins Kjósarsvæðis.
3. Gjaldskrá SHS201412359
Óskað eftir samþykki aðildarsveitarfélaga SHS á gjaldskrá vegna þjónustu sem eru utan lögbundinna verkefna SHS.
Framkomin gjaldskrá SHS vegna þjónustu sem er utan lögbundinna verkefna SHS samþykkt með þremur atkvæðum.
4. Ný gjaldskrá 2015201501043
Tilkynning um nýja gjaldskrá Sorpu fyrir árið 2015. Hækkun verður á kílóverði sorps til urðunar um 1 krónu auk vsk. Hækkunin er til að fjármagna byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi.
Lagt fram.
5. Reykjahvoll 35 - frárennslislagnir201501084
Erindi frá Sesselju Guðjónsdóttur og Björgvini Svavarssyni þar sem þau óska efrtir breytingu á fyrirhugaðri legu frárennslislagna við hús sitt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
6. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða201412356
Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa samþykktinni til umsagnar Umhverfisnefndar.
7. Uppsögn á leigusamningi vegna Meyjarhvamms í Elliðakotslandi201412085
Uppsögn á leigusamningi vegna vanefnda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
8. Hlégarður201404362
Lögð fram drög að samningi um rekstur Hlégarðs.
Umræður um samningsdrög. Starfsmönnum falið að vinna áfram að samningnum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt verið drögin kynnt Menningarmálanefnd.
9. Sameining golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots og uppbygging á vallarsvæðum201310252
Lögð fram drög að samningi um framkvæmdir við uppbyggingu á leikvöngum og völlum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita framlagðan samning.
10. Uppbygging á lóðum í Bjarkarholti 1-9201301126
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
11. Samningur um yfirdráttarlán201501307
Samningur um yfirdráttarlán á veltureikning hjá Arion banka hf.
Frestað.
12. Erindi Sigrúnar H Pálsdóttur bæjarfulltrúa um tilhögun umræðna um mál í nefndum og ráðum201501355
Tilhögun umræðna um mál í nefndum og ráðum. Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi M lista óskar eftir máli á dagskrá.
Frestað.