27. nóvember 2017 kl. 08:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Menningarviðburðir á aðventu 2017201711205
Menningarviðburðir á aðventu, áramótum og þrettánda.
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Undir þessum lið mætti Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar og kynnti viðburði sem eru framundan.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 lögð fram.
3. Hlégarður201404362
Umræður um málefni Hlégarðs.
Samþykkt að forstöðumaður þjónustu og samskipta og forstöðumaður bókasafns og menningarmála vinni samantekt á kostum og göllum tveggja sviðsmynda rekstrar á Hlégarði. Annars vegar verði þeir þættir skoðaðir við óbreytt fyrirkomulag og hins vegar sviðsmynd sem miðist við að bærinn annist sjálfur rekstur Hlégarðs.