Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. maí 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Björk Ingadóttir formaður
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Auður Halldórsdóttir ritari

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ201710064

    Umhverfisnefnd hefur unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og hefur boðað til opins fundar fimmtudaginn, 16.maí n.k. þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum um drögin. Drög að umhverfisstefnu eru send nefndum í Mosfellsbæ til kynningar og upplýsingar, og er gefinn frestur til 1.júní n.k. til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.

    Lagt fram.

  • 2. Ascensi­on MMX­IX tón­list­ar­há­tíð201905233

    Kynning á Ascension MMXIX tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hlégarði 13.-15. júní nk.

    Gunn­hild­ur Edda Guð­munds­dótt­ir skipu­leggj­andi Ascensi­on MMX­IX tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar kem­ur á fund­inn og kynna há­tíð­ina.

    Gestir
    • Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
    • 3. Um­sókn um styrk vegna list­við­burða og menn­ing­ar­mála201903234

      Umsókn Daníels Snorra Jónssonar um styrk vegna listviðburða og menningarmála sem frestað var á 7. fundi menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram að nýju.

      Um­sókn synjað.

      • 4. Um­sókn um styrk vegna list­við­burða og menn­ing­ar­mála201903255

        Ósk aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXIX sem haldin verður 13.-15. júní nk. um fyrirframgreiðslu styrks.

        Sam­þykkt.

      • 5. Hlé­garð­ur201404362

        Tillaga um stefnu og framtíðarsýn á sviði menningarmála og framtíðaruppbygging á starfsemi Hlégarðs.

        Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála að vinna, á grund­velli fram­lagðs minn­is­blaðs, nán­ari út­færslu á þeim val­kosti úr grein­ingu KPMG sem heit­ir sam­st­arf um rekst­ur Hlé­garðs og ræða við um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar um val á arki­tekt til að vinna til­lög­ur að breyt­ing­um á innra út­liti Hlé­garðs og áfanga­skipt­ingu breyt­ing­anna.

      • 6. Stefnu­mót­un til fram­tíð­ar í menn­ing­ar­mál­um fyr­ir Mos­fells­bæ201905227

        Þar sem núna stendur yfir endurskoðun á stefnu í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ leggur áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu ásamt greinargerð og fylgiskjalinu "Hlégarður - menningarmiðstöð Mosfellsbæjar".

        Lögð fram svohljóð­andi til­laga áheyrn­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd:
        Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir að hluti af end­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ verði stefnu­mót­un (stefnu­mót­andi) til fram­tíð­ar í menn­ing­ar­mál­um fyr­ir Mos­fells­bæ þar sem horft verði til þess að Hlé­garð­ur og svæð­ið þar í kring yrði þunga­miðj­an í upp­bygg­ingu og hýs­ingu safna- og menn­ing­ar­starfs í Mos­fells­bæ.

        Til­lög­unni fylgdi grein­ar­gerð.

        Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að til­lög­um Vina Mos­fells­bæj­ar verði vísað áfram inn í þá vinnu sem nú stend­ur yfir um mót­un stefnu og fram­tíð­ar­sýn­ar á sviði menn­ing­ar­mála og fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á starf­semi Hlé­garðs.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30