Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. apríl 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Jón­as Þór­ir yf­ir­gaf fund­inn klukk­an 17.45


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlé­garð­ur201404362

    Ísólfur Haraldsson mætir á fundinn undir þessum lið fyrir hönd rekstraraðila Hlégarðs og leggur fram greinagerð um starfsemi hússins á síðastliðnu ári eins og gert er ráð fyrir samkvæmt leigusamningi. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar vegna efnda á samningnum.

    Greina­gerð rekstr­ar­að­ila lögð fram og kynnt. Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að rekstr­ar­form Hlé­garðs verði tek­ið til end­ur­skoð­un­ar þeg­ar nú­ver­andi leigu­samn­ing­ur renn­ur út. Menn­ing­ar­mála­nefnd mun fjalla áfram um mál­efni Hlé­garðs á næstu mán­uð­um og leggja fram til­lögu til bæj­ar­stjórn­ar að því loknu.

    • 2. Skreyt­ing hring­torgs201703391

      Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.

      Menn­ing­ar­mála­nefnd er já­kvæð fyr­ir verk­efn­inu og fagn­ar skreyt­ingu hring­torga í Mos­fells­bæ.

      • 3. Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2017201704176

        Lögð fram drög að breytingum á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns

        Fram­lögð drög sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um.

        • 4. Ósk um mál á dagskrá - List í Mos­fells­bæ201704178

          Tillaga frá Jónasi Þóri Þórissyni um opið kvöld fyrir listamenn í boði bæjarsjórnar eða menningarmálanefndar.

          Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að boða til op­ins fund­ar með haust­inu þar sem lista­menn sem eru bú­sett­ir í bæn­um eru boðn­ir sér­stak­lega vel­komn­ir.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15