25. apríl 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Jónas Þórir yfirgaf fundinn klukkan 17.45
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlégarður201404362
Ísólfur Haraldsson mætir á fundinn undir þessum lið fyrir hönd rekstraraðila Hlégarðs og leggur fram greinagerð um starfsemi hússins á síðastliðnu ári eins og gert er ráð fyrir samkvæmt leigusamningi. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar vegna efnda á samningnum.
Greinagerð rekstraraðila lögð fram og kynnt. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að rekstrarform Hlégarðs verði tekið til endurskoðunar þegar núverandi leigusamningur rennur út. Menningarmálanefnd mun fjalla áfram um málefni Hlégarðs á næstu mánuðum og leggja fram tillögu til bæjarstjórnar að því loknu.
2. Skreyting hringtorgs201703391
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
Menningarmálanefnd er jákvæð fyrir verkefninu og fagnar skreytingu hringtorga í Mosfellsbæ.
3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2017201704176
Lögð fram drög að breytingum á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns
Framlögð drög samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
4. Ósk um mál á dagskrá - List í Mosfellsbæ201704178
Tillaga frá Jónasi Þóri Þórissyni um opið kvöld fyrir listamenn í boði bæjarsjórnar eða menningarmálanefndar.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að boða til opins fundar með haustinu þar sem listamenn sem eru búsettir í bænum eru boðnir sérstaklega velkomnir.