18. ágúst 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins201007027
Kynnt stjórnsýsla Mosfellsbæjar og samþykkt fyrir menningarmálanefnd Mosfellsbæjar.
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari kom á fundinn og fór yfir stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
2. Hlégarður - tillögur að framtíðar notkun201404362
Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.
Drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs sem menningarhúss og veitingastaðar.
3. Erindi Kvenfélagasambands Íslands201408135
Erindi Kvenfélagasambands Íslands varðandi 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Erindinu vísar til nefndarinnar frá bæjarráði.
Nefndin tekur jákvætt undir erindi Kvennfélagasambandsins og vísar málinu til úrvinnslu Bóksafns Mosfellsbæjar.
4. Erindi frá Hildi Margrétardóttur vegna leiksýningar.2014081027
Erindið fjallar um samskiptaörðugleika við Knattspyrnudeild Aftureldingar í tengslum við leiksýningu leikhópsins Lottu 29. júlí sl.
Málinu vísað til menningarsviðs.