Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. maí 2016 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
  • Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í tún­inu heima 2016201602326

    Umræða um undirbúning fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima 2016. Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.

    Um­ræða um und­ir­bún­ing fyr­ir bæj­ar­há­tíð­ina í Tún­inu heima 2016.

    Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir verk­efna­stjóri bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima var á fund­in­um und­ir þess­um lið.

    Til­laga frá Sam­fylk­ing­unni:

    Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ósk­ar eft­ir því að um­sjón­ar­menn bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar leiti leiða til að tengja há­tíð­ina meira lífs­verki nó­b­el­skálds­ins Hall­dórs Lax­ness sem há­tíð­in dreg­ur nafn sitt af.

    T.d.
    - Stutt­ir leik­þætt­ir hér og þar um bæ­inn.
    - Tón­leik­ar í lista­sal eða á Gljúfra­steini eða bæði.
    - Upp­lest­ur í Lista­sal eða á Gljúfra­steini eða bæði.
    - Frí­ar ferð­ir að Gljúfra­steini.
    - og svo fram­veg­is

    Rafn Guð­laugs­son S-Lista

    Til­lög­unni var vel tek­ið og er und­ir­bún­ingsteymi bæj­ar­há­tíð­ar fal­ið að út­færa hana eft­ir því sem kost­ur er.

    • 2. Hlé­garð­ur201404362

      Lögð fram greinagerð um starfsemi Hlégarðs í samræmi við ákvæði í leigusamningi.

      Lagt fram.

      • 3. Lista­verk í eigu Mos­fells­bæj­ar201510239

        Ummæli forseta bæjarstjórnar er varða samþykktir menningarmálanefndar á bæjarstjórnarfundi 666. þann 2. mars. Hildur Margrétardóttir óskar eftir málinu á dagskrá.

        Í fram­haldi af um­ræð­um á bæj­ar­stjórn­ar­fundi 2. mars síð­ast­lið­inn ít­rek­ar menn­ing­ar­mála­nefnd fyrri af­stöðu í mál­inu og fagn­ar um leið þeim skiln­ingi bæj­ar­full­trúa að æski­legt sé að óska eft­ir um­sögn nefnd­ar­inn­ar við kaup á lista­verk­um í og við stofn­an­ir og önn­ur mann­virki bæj­ar­ins.

        • 4. Bæj­arlista­mað­ur 2016201604341

          Lagt til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns ársins 2016.

          Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að aug­lýsa eft­ir til­nefn­ing­um til bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar 2016.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15