4. maí 2016 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í túninu heima 2016201602326
Umræða um undirbúning fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima 2016. Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Umræða um undirbúning fyrir bæjarhátíðina í Túninu heima 2016.
Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var á fundinum undir þessum lið.Tillaga frá Samfylkingunni:
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir því að umsjónarmenn bæjarhátíðarinnar leiti leiða til að tengja hátíðina meira lífsverki nóbelskáldsins Halldórs Laxness sem hátíðin dregur nafn sitt af.
T.d.
- Stuttir leikþættir hér og þar um bæinn.
- Tónleikar í listasal eða á Gljúfrasteini eða bæði.
- Upplestur í Listasal eða á Gljúfrasteini eða bæði.
- Fríar ferðir að Gljúfrasteini.
- og svo framvegisRafn Guðlaugsson S-Lista
Tillögunni var vel tekið og er undirbúningsteymi bæjarhátíðar falið að útfæra hana eftir því sem kostur er.2. Hlégarður201404362
Lögð fram greinagerð um starfsemi Hlégarðs í samræmi við ákvæði í leigusamningi.
Lagt fram.
3. Listaverk í eigu Mosfellsbæjar201510239
Ummæli forseta bæjarstjórnar er varða samþykktir menningarmálanefndar á bæjarstjórnarfundi 666. þann 2. mars. Hildur Margrétardóttir óskar eftir málinu á dagskrá.
Í framhaldi af umræðum á bæjarstjórnarfundi 2. mars síðastliðinn ítrekar menningarmálanefnd fyrri afstöðu í málinu og fagnar um leið þeim skilningi bæjarfulltrúa að æskilegt sé að óska eftir umsögn nefndarinnar við kaup á listaverkum í og við stofnanir og önnur mannvirki bæjarins.
4. Bæjarlistamaður 2016201604341
Lagt til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns ársins 2016.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að auglýsa eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016.