Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. ágúst 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2014201401243

    Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­lögu fjár­mála­stjóra að tek­ið sé óverð­tryggt lang­tíma­lán að fjár­hæð 500 mkr. hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. til 15 ára með breyti­leg­um vöxt­um sbr. með­fylgj­andi drög að láns­samn­ingi nr. 1407_29 og er lán­tak­an í sam­ræmi við gild­andi fjár­hags­áætlun.

    • 2. Er­indi Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi við­auka við fjár­hags­áætlan­ir201403028

      Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Er­indi Eft­ir­lits­nefnd­ar með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga varð­andi fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­laga201406217

        Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármálastjórn sveitarfélaga almennt, og óskar nefndin eftir að erindið verði lagt fyrir fund sveitarstjórnar til kynningar og umræðu.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

        Er­ind­ið lagt fram.

        • 4. Hlé­garð­ur - til­lög­ur að fram­tíð­ar notk­un201404362

          Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila menn­ing­ar­sviði að aug­lýsa eft­ir rekstr­ar­að­ila í sam­ræmi við verk­efna­lýs­ingu þar um þeg­ar menn­ing­ar­mála­nefnd hef­ur fjallað um og sam­þykkt verk­efna­lýs­ing­una.

          • 5. Leir­vogstungu­skóli - sjálf­stæð­ur skóli201406184

            Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ráða Guð­rúnu Björgu Páls­dótt­ur sem skóla­stjóra Leir­vogstungu­skóla. Ráðn­ing­in verði kynnt fræðslu­nefnd.

            • 6. Er­indi Lága­fells­bygg­inga varð­andi deili­skipu­lag Lága­fells201407125

              Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells þar sem óskað er samvinnu við deiliskipulag í Lágafellslandi.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar.

              • 7. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal201407126

                Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                • 8. Er­indi Magnús­ar Guð­munds­son­ar varð­andi Bjarn­arkló201407127

                  Erindi Magnúsar Guðmundssonar þar sem hann óskar eftir því að fjarlægð verði Bjarnarkló við vegamót Hafravatnsvegar og Reykjavegar.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu um­hverf­is­nefnd­ar og um­hverf­is­stjóra.

                  • 9. Er­indi Lög­reglu­stjóra, um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins áfeng­isveit­inga­leyf­is201408055

                    Erindi Lögreglustjóra, umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis vegna dansleiks að Varmá í tengslum við hátíðina í Túninu heima.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu tíma­bund­ins áfeng­isveit­inga­leyf­is að Varmá.

                    • 10. Er­indi Sam­taka um fram­færslu­rétt­indi201408090

                      Erindi Samtaka um framfærsluréttindi þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ um bætt réttindi framfærsluþega.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar.

                      • 11. Er­indi Kven­fé­laga­sam­bands Ís­lands201408135

                        Erindi Kvenfélagasambands Íslands varðandi 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til menn­ing­ar­mála-, fjöl­skyldu- og fræðslu­nefnda til um­fjöll­un­ar.

                        • 12. Er­indi Mar­grét­ar Jakobínu Ólafs­dótt­ur fyr­ir hönd íbúa að Mið­holti 13201408187

                          Erindi Margrétar Jakobínu Ólafsdóttur fyrir hönd íbúa að Miðholti 13 varðandi umhirðu leikvallar sem liggur að lóð Miðholts 13.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.