14. ágúst 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2014201401243
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu fjármálastjóra að tekið sé óverðtryggt langtímalán að fjárhæð 500 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. til 15 ára með breytilegum vöxtum sbr. meðfylgjandi drög að lánssamningi nr. 1407_29 og er lántakan í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.
2. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi viðauka við fjárhagsáætlanir201403028
Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Erindið lagt fram.
3. Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármálastjórn sveitarfélaga201406217
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármálastjórn sveitarfélaga almennt, og óskar nefndin eftir að erindið verði lagt fyrir fund sveitarstjórnar til kynningar og umræðu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Erindið lagt fram.
4. Hlégarður - tillögur að framtíðar notkun201404362
Lögð fram drög að útboðslýsingu á rekstri Hlégarðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila menningarsviði að auglýsa eftir rekstraraðila í samræmi við verkefnalýsingu þar um þegar menningarmálanefnd hefur fjallað um og samþykkt verkefnalýsinguna.
5. Leirvogstunguskóli - sjálfstæður skóli201406184
Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Guðrúnu Björgu Pálsdóttur sem skólastjóra Leirvogstunguskóla. Ráðningin verði kynnt fræðslunefnd.
6. Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells201407125
Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells þar sem óskað er samvinnu við deiliskipulag í Lágafellslandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
7. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal201407126
Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
8. Erindi Magnúsar Guðmundssonar varðandi Bjarnarkló201407127
Erindi Magnúsar Guðmundssonar þar sem hann óskar eftir því að fjarlægð verði Bjarnarkló við vegamót Hafravatnsvegar og Reykjavegar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfisnefndar og umhverfisstjóra.
9. Erindi Lögreglustjóra, umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis201408055
Erindi Lögreglustjóra, umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis vegna dansleiks að Varmá í tengslum við hátíðina í Túninu heima.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisveitingaleyfis að Varmá.
10. Erindi Samtaka um framfærsluréttindi201408090
Erindi Samtaka um framfærsluréttindi þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ um bætt réttindi framfærsluþega.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar.
11. Erindi Kvenfélagasambands Íslands201408135
Erindi Kvenfélagasambands Íslands varðandi 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til menningarmála-, fjölskyldu- og fræðslunefnda til umfjöllunar.
12. Erindi Margrétar Jakobínu Ólafsdóttur fyrir hönd íbúa að Miðholti 13201408187
Erindi Margrétar Jakobínu Ólafsdóttur fyrir hönd íbúa að Miðholti 13 varðandi umhirðu leikvallar sem liggur að lóð Miðholts 13.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.