20. mars 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir stjórnsýslusvið
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2018201802305
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði og matsrammi á excel formi.
Menningarmálanefnd samþykkir eftirfarandi úthlutun fjárveitinga til lista- og menningarmála á árinu 2018:
Ókeypis afmælissýning Þorra og Þuru í Hamrahlíðarskógi kr. 430.000,-
Vigdísar stofnun kr. 200.000,-
Snorraverkefnið kr. 120.000,- sem verði ráðstafað af Mosfellsbæ vegna landkynningarverkefnisins sem verði boðið uppá innan Mosfellsbæjar.
Aðventutónleikar Diddú og drengjanna kr. 150.000,-þ
Kvennakór Heklanna, Álafosskórinn, Mosfellskórinn, Stöllur, Kammerkór Mosfellsbæjar hver og einn kr. 200.000,-
Samtals var úthlutað kr. 1.900.000,-
2. Hlégarður201404362
Lagður fram viðauki við samning við Hlégarð og ósk um umsögn menningarnefndar um tillögu Íbúahreyfingarinnar.
Viðauki við húsaleigusamning um leigu, menningarstarfsemi og rekstur félagsheimilisins Hlégarðs í Mosfellsbæ lagður fram.
Menningarmálanefnd tekur undir hugmyndir Íbúahreyfingarinnar um að halda opin fund og mun leggja til útfærslu eftir því sem vinnu við stefnumótun um rekstur og starfsemi Hlégarðs vindur fram.
3. Samkeppni um aðkomutákni á bæjarmörkum201711015
Greint frá stöðu málsins og vinnu dómnefndar.
Formaður greindi frá stöðu vinnu við samkeppni um aðkomutákn á bæjarmörkum. Fyrir dyrum stendur fyrsti vinnufundur dómnefndar sem haldin verður 18. apríl nk.
4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir.
Lagt fram.