19. mars 2019 kl. 16:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson varamaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018201901489
Lögð fram og Arnar Jónsson kynnir.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar Arnari Jónssyni fyrir kynninguna.
2. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar201809317
Umræður um drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar
Menningar- og nýsköpunarnefnd ræddi drög að menningarstefnu Mosfellsbæjar og ákvað að vinna á þeim grunni sem nú liggur fyrir á fundi sínum þann 11. apríl nk.
3. Hlégarður201404362
Valkostagreining um rekstrarform Hlégarðs unnin af KPMG lögð fram og rædd.
Menningar- og nýsköpunarnefnd ræddi valkostagreininguna og þakkar fyrir góða og skýra framsetningu.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til að umhverfissviði Mosfellsbæjar verði falið að móta fyrstu tillögur að breytingum á innra útlit Hlégarðs og líklega áfangaskiptingu.