4. september 2014 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá Hildi Margrétardóttur vegna hávaða og framkomu knattspyrnudeildar Aftureldingar í garð foreldra.2014081027
Farið yfir stöðu mála.
Menningarmálanefnd fól menningarsviði að vinna að málinu á síðasta fundi. Málið er enn í vinnslu.
2. Hlégarður - tillögur að framtíðar notkun201404362
Verkefnislýsing sem fylgir tilboðsblaði vegna útboðs á rekstri, leigu og menningarstarfi í Hlégarði lögð fram til samþykktar.
Endanleg útgáfa af verkefnalýsingunni lögð fram. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst sl. að heimila menningarsviði að auglýsa eftir rekstraraðila í samræmi við verkefnalýsingu þar um þegar menningarmálanefnd hefur fjallað um og samþykkt verkefnalýsinguna.
Menningarmálanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu, en óskar eftir að málið komi til umsagnar nefndarinnar áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur um val á leigutaka og rekstraraðila.