24. maí 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarráðstefna 2018 í Mosfellsbæ201705218
Undirbúningur ráðstefnunnar sem fer fram í Mosfellsbæ á næsta ári til umræðu.
Upplýst um að enn er verið að finna tímasetningu fyrir vinabæjarráðstefnu sem verður haldin í Mosfellsbæ á næasta ári. Það er gert í samstarfi við vinabæina og mun liggja fyrir á næstu dögum.
2. Afmæli Mosfellsbæjar 2017201702033
Lagðar fram upplýsingar um stöðu á undirbúningi 30 ára kaupstaðarafmælis Mosfellsbæjar.
Lagt fram.
3. Hlégarður201404362
Umræða um rekstrarfyrirkomulag á Hlégarði. Framhald af síðasta fundi.
Forstöðumanni þjónustu- og samskipta falið að vinna málið áfram og það verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.