Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar.
Sækja um eða tilnefna bæjarlistamann 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd óskar eftir umsóknum og tilnefningum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listafólks í Mosfellsbæ sem bæjarlistamaður ársins 2024.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Allt starfandi listafólk, listahópar og samtök sem starfa í Mosfellsbæ koma til greina og nefndin metur allar umsóknir og tilnefningar sem fram koma.
Sækja um eða tilnefna:
Tilnefningar skal senda rafrænt á Mínum síðum fyrir 11. ágúst 2024.
Hljómsveitin Gildran er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2023
Hljómsveitin Gildran ásamt Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra, og Hrafnhildi Gísladóttur, formanni Menningar- og lýðræðisnefndar Mosfellsbæjar
Hljómsveitin Gildran er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni.
Gildran var stofnuð 1985 í Mosfellsbæ og samanstendur að stórum hluta af einstaklingum sem hófu sinn tónlistarferil sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og hefur átt því sem næst órofa feril síðan þá. Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbæ og er órjúfanlegur hluti af menningarlífi bæjarins.
Gildran hefur gefið út sjö plötur og mun koma fram á fernum tónleikum í Hlégarði í haust.
Hljómsveitin hefur stutt við menningarlíf í Mosfellsbæ á liðnum árum og leikið á fjölda styrktartónleika fyrir félagasamtök í Mosfellsbæ. Gildran samdi Aftureldingarlagið og veitti jafnframt félaginu veglega peningagjöf vegna fyrsta gervigrasvallarins í Mosfellsbæ svo nokkuð sé nefnt.
Fyrri bæjarlistamenn
Miðnætti
2022Þórir Gunnarsson
2021Óskar Einarsson
2020GDRN
2019Steinþór Hróar Steinþórsson
2018Davíð Þór Jónsson
2017Greta Salóme
2016Leikfélag Mosfellssveitar
2015KALEO
2014Ólafur Gunnarsson
2013Páll Helgason
2012Bergsteinn Björgúlfsson
2011Jón Kalman Stefánsson
2010Sigurður Ingvi Snorrason
2009Guðný Halldórsdóttir
2008Ólöf Oddgeirsdóttir
2007Jóhann Hjálmarsson
2006Símon H. Ívarsson
2005Guðrún Tómasdóttir og Frank Ponzi
2004Steinunn Marteinsdóttir
2003Anna Guðný Guðmundsdóttir
2002Sigur Rós
2001Karlakórinn Stefnir
2000Sigurður Hrafn Þórólfsson
1999Sigrún Hjálmtýsdóttir
1998Inga Elín Kristinsdóttir
1997Leikfélag Mosfellssveitar
1996Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
1995