Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar.
Sækja um eða tilnefna bæjarlistamann 2025
Menningar- og lýðræðisnefnd óskar eftir umsóknum og tilnefningum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listafólks í Mosfellsbæ sem bæjarlistamaður ársins 2025.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Allt starfandi listafólk, listahópar og samtök sem starfa í Mosfellsbæ koma til greina og nefndin metur allar umsóknir og tilnefningar sem fram koma.
Sækja um eða tilnefna:
Tilnefningar skal senda rafrænt á Mínum síðum fyrir 16. júní 2025.
Þóra Sigurþórsdóttir er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Þóra Sigurþórsdóttir bæjarlistamaður, og Hrafnhildur Gísladóttir formaður menningar- og lýðræðisnefndar.
Þóra Sigurþórsdóttir stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk prófi frá leirlistardeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Að loknu námi opnaði hún vinnustofu í Álafosskvos og tók mikinn þátt í því fjölskrúðuga listalífi sem blómgaðist næstu árin í kvosinni. Margir listamenn voru þar með opnar vinnustofur, tóku á móti gestum og héldu samsýningar á staðnum. Þóra vinnur jafnt nytjahluti sem skúlptúra og nýtir ásamt leir og járni annan efnivið í listsköpun sinni, til dæmis hrosshár og kindahorn.
Þóra hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún er búsett í Mosfellsbæ og starfrækir vinnustofu að Hvirfli í Mosfellsdal.
Þóra hefur verið framúrskarandi í leirlist hér á landi síðustu áratugi og því vel að heiðrinum komin.
Fyrri bæjarlistamenn
Gildran
2023Miðnætti
2022Þórir Gunnarsson
2021Óskar Einarsson
2020GDRN
2019Steinþór Hróar Steinþórsson
2018Davíð Þór Jónsson
2017Greta Salóme
2016Leikfélag Mosfellssveitar
2015KALEO
2014Ólafur Gunnarsson
2013Páll Helgason
2012Bergsteinn Björgúlfsson
2011Jón Kalman Stefánsson
2010Sigurður Ingvi Snorrason
2009Guðný Halldórsdóttir
2008Ólöf Oddgeirsdóttir
2007Jóhann Hjálmarsson
2006Símon H. Ívarsson
2005Guðrún Tómasdóttir og Frank Ponzi
2004Steinunn Marteinsdóttir
2003Anna Guðný Guðmundsdóttir
2002Sigur Rós
2001Karlakórinn Stefnir
2000Sigurður Hrafn Þórólfsson
1999Sigrún Hjálmtýsdóttir
1998Inga Elín Kristinsdóttir
1997Leikfélag Mosfellssveitar
1996Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
1995