Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Nefndin óskar árlega eftir tilnefningum frá Mosfellingum.
Bæjarlistamaður 2021
Á sérstakri hátíðardagskrá í Listasal Mosfellsbæjar var myndlistamaðurinn Þórir Gunnarsson, einnig þekktur sem Listapúkinn, útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021.
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Sólveig Franklínsdóttir formaður nefndarinnar Þóri verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni.
Þórir Gunnarsson er Mosfellingur í húð og hár. Hann starfar hjá Múlalundi og á Reykjalundi og æfir hjá Aftureldingu auk þess að vera öflugur meðlimur stuðningsklúbbsins Rothöggsins. Hann er ötull í list sinni, kappsamur og hugmyndaríkur. Myndir hans spegla oftar en ekki fegurð hversdagsleikans en einnig er hann þekktur fyrir litríkar portrettmyndir sínar af vinum og vandamönnum jafnt sem þjóðþekktum einstaklingum.
Þórir sýndi í Kaffihúsinu í Álafosskvos árin 2012, 2013, 2014 og 2015, á Blik á bæjarhátíðinni Í túninu heima árið 2018 og samsýningu á vegum Listar án landamæra í Gallerí Gróttu árið 2020.
Á næsta ári er fyrirhuguð sýning á verkum Þóris í Listasal Mosfellsbæjar.
Fyrri bæjarlistamenn
Óskar Einarsson
2020GDRN
2019Steinþór Hróar Steinþórsson
2018Davíð Þór Jónsson
2017Greta Salóme
2016Leikfélag Mosfellssveitar
2015KALEO
2014Ólafur Gunnarsson
2013Páll Helgason
2012Bergsteinn Björgúlfsson
2011Jón Kalman Stefánsson
2010Sigurður Ingvi Snorrason
2009Guðný Halldórsdóttir
2008Ólöf Oddgeirsdóttir
2007Jóhann Hjálmarsson
2006Símon H. Ívarsson
2005Guðrún Tómasdóttir og Frank Ponzi
2004Steinunn Marteinsdóttir
2003Anna Guðný Guðmundsdóttir
2002Sigur Rós
2001Karlakórinn Stefnir
2000Sigurður Hrafn Þórólfsson
1999Sigrún Hjálmtýsdóttir
1998Inga Elín Kristinsdóttir
1997Leikfélag Mosfellssveitar
1996Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
1995