Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar út­nefn­ir ár hvert bæj­arlista­mann Mos­fells­bæj­ar. Nefnd­in ósk­ar ár­lega eft­ir til­nefn­ing­um frá Mos­fell­ing­um.

Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir ár­lega eft­ir um­sókn­um frá lista­fólki bú­settu í Mos­fells­bæ og/eða rök­studd­um til­nefn­ing­um um ein­stak­linga eða sam­tök lista­fólks sem hljóta nafn­bót­ina Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar. Þau ein koma til greina við til­nefn­ingu bæj­arlista­manns sem hafa ver­ið virk í list­grein sinni og búið í Mos­fells­bæ um tveggja ára skeið.

Bæj­arlista­mað­ur mun á því ári sem hann er til­nefnd­ur í sam­vinnu við menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd kynna sig og verk sín inn­an Mos­fells­bæj­ar. Enn­frem­ur mæl­ist nefnd­in til þess að Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar láti nafn­bót­ina koma fram sem víð­ast, bæn­um og lista­mann­in­um til fram­drátt­ar. Auk nafn­bót­ar­inn­ar er bæj­arlista­manni veitt­ur menn­ing­ar­styrk­ur og verð­ur út­nefn­ing að vanda til­kynnt í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima.


Leik­hóp­ur­inn Mið­nætti er bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2022

Leik­hóp­inn stofn­uðu þær Agnes Wild leik­kona og leik­stjóri, Sigrún Harð­ar­dótt­ir tón­list­ar­kona og Eva Björg Harð­ar­dótt­ir leik­mynda- og bún­inga­hönn­uð­ur.

All­ar ólust þær upp í Mos­fells­bæ og hafa ver­ið at­kvæða­mikl­ar í mos­fellsku menn­ing­ar­lífi í gegn­um tíð­ina. Stofn­með­lim­ir hóps­ins eiga grunn í Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar, skóla­hljóm­sveit­inni, tón­list­ar­skól­an­um og skóla­kór­un­um. Í list­rænu starfi legg­ur hóp­ur­inn áherslu á teng­ingu við Mos­fells­bæ

Leik­hóp­ur­inn hef­ur ein­beitt sér að sviðslist­um fyr­ir börn og var til­nefnd­ur til Grímu­verð­laun­anna 2017 í flokk­un­um „Barna­sýn­ing árs­ins“ og „Dans og sviðs­hreyf­ing­ar árs­ins“ fyr­ir sýn­ing­una Á eig­in fót­um. Leið­ar­ljós í starf­semi hóps­ins er áhersla á vand­að menn­ing­ar­efni fyr­ir börn og ung­menni

Álfa­börn­in Þorri og Þura eru með­al sköp­un­ar­verka hóps­ins en einnig má nefna brúðu­sýn­ing­una Geim-mér-ei í Þjóð­leik­hús­inu og Tjald­ið í Borg­ar­leik­hús­inu. Báð­ar þess­ar sýn­ing­ar eru ætl­að­ar yngstu leik­hús­gest­un­um.


Fyrri bæj­arlista­menn