Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Nefndin óskar árlega eftir tilnefningum frá Mosfellingum.
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir árlega eftir umsóknum frá listafólki búsettu í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum tilnefningum um einstaklinga eða samtök listafólks sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Þau ein koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virk í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.
Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningar- og nýsköpunarnefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Leikhópurinn Miðnætti er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022
Leikhópinn stofnuðu þær Agnes Wild leikkona og leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður.
Allar ólust þær upp í Mosfellsbæ og hafa verið atkvæðamiklar í mosfellsku menningarlífi í gegnum tíðina. Stofnmeðlimir hópsins eiga grunn í Leikfélagi Mosfellssveitar, skólahljómsveitinni, tónlistarskólanum og skólakórunum. Í listrænu starfi leggur hópurinn áherslu á tengingu við Mosfellsbæ
Leikhópurinn hefur einbeitt sér að sviðslistum fyrir börn og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2017 í flokkunum „Barnasýning ársins“ og „Dans og sviðshreyfingar ársins“ fyrir sýninguna Á eigin fótum. Leiðarljós í starfsemi hópsins er áhersla á vandað menningarefni fyrir börn og ungmenni
Álfabörnin Þorri og Þura eru meðal sköpunarverka hópsins en einnig má nefna brúðusýninguna Geim-mér-ei í Þjóðleikhúsinu og Tjaldið í Borgarleikhúsinu. Báðar þessar sýningar eru ætlaðar yngstu leikhúsgestunum.
Fyrri bæjarlistamenn
Þórir Gunnarsson
2021Óskar Einarsson
2020GDRN
2019Steinþór Hróar Steinþórsson
2018Davíð Þór Jónsson
2017Greta Salóme
2016Leikfélag Mosfellssveitar
2015KALEO
2014Ólafur Gunnarsson
2013Páll Helgason
2012Bergsteinn Björgúlfsson
2011Jón Kalman Stefánsson
2010Sigurður Ingvi Snorrason
2009Guðný Halldórsdóttir
2008Ólöf Oddgeirsdóttir
2007Jóhann Hjálmarsson
2006Símon H. Ívarsson
2005Guðrún Tómasdóttir og Frank Ponzi
2004Steinunn Marteinsdóttir
2003Anna Guðný Guðmundsdóttir
2002Sigur Rós
2001Karlakórinn Stefnir
2000Sigurður Hrafn Þórólfsson
1999Sigrún Hjálmtýsdóttir
1998Inga Elín Kristinsdóttir
1997Leikfélag Mosfellssveitar
1996Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
1995