Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2017

Dav­íð Þór er með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna land­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa. Hann hef­ur leik­ið með flest­um tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spilað á tón­list­ar­há­tíð­um um all­an heim.

Dav­íð Þór stund­aði nám í Tón­list­ar­skóla FÍH og fór í skiptinám til Þránd­heims á veg­um skól­ans og út­skrif­að­ist vor­ið 2001. Árið eft­ir gaf hann út sína fyrstu sóló­plötu, Rask.

Dav­íð Þór hef­ur gert tónlist og hljóð­mynd­ir fyr­ir fjölda leik­sýn­inga, Tengdó, Hræri­vél­ina, söng­leik­inn Leg, Bað­stof­una, Héra Héra­son, Mann­tafl, Mýs og menn, Dag­bók djass­söngv­ar­ans og síð­ast Hús­ið sem sett var upp í Þjóð­leik­hús­inu. Hann hef­ur einn­ig tón­sett út­varps­leikrit og sjón­varps­verk af ýmsu tagi auk þess að semja tónlist fyr­ir dansverk. Dav­íð Þór hef­ur frá unga aldri leik­ið með flest­um þekkt­ari tón­list­ar­mönn­um lands­ins. Hann hef­ur einn­ig unn­ið náið með sviðslista­fólki og mynd­list­ar­mönn­um og mætti þar helst nefna Ragn­ar Kjart­ans­son, en sam­an sköp­uðu þeir tón­list­ar- og mynd­bands­verkin „The End“, fram­lag Ís­lands á Fen­eyj­art­víær­ingn­um árið 2009 og „Guð“. Dav­íð samdi og út­setti tón­list­ina og flutti ásamt Ragn­ari og hljóm­sveit.

Dav­íð Þór hef­ur hlot­ið marg­vís­leg verð­laun, til dæm­is Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­in og Grímu­verð­laun­in, auk þess sem tónlist hans úr kvik­mynd­inni Hross í oss hef­ur ver­ið verð­laun­uð á kvik­mynda­há­tíð­um í Evr­ópu.

Dav­íð Þór er fædd­ur á Seyð­is­firði 27. júní 1978. For­eldr­ar hans eru þau Jenný Ás­gerð­ur Magnús­dótt­ir lista­kona, hús­freyja og skaut­rit­ari og Jón Þór­ir Leifs­son vélsmið­ur og lög­reglu­mað­ur. Dav­íð á þrjá bræð­ur, Daníel, Leif og Arn­ar.

Dav­íð Þór er kvænt­ur Birtu Fróða­dótt­ur arki­tekt og sam­an eiga þau dótt­ur­ina Silfru sem er átján mán­aða göm­ul. Fjöl­skyld­an er bú­sett í Ála­fosskvos­inni þar sem Dav­íð er einn­ig með vinnu­stofu. Dav­íð seg­ir Kvos­ina vera dá­sam­legt lít­ið þorp þar sem fólk tal­ar manna­mál, verk­ar fugl og fisk á víxl og tek­ur einn dag í einu.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00