Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2009

Sig­urð­ur Ingvi hef­ur kom­ið víða við í ís­lensku tón­list­ar­lífi. Hann hóf náms­fer­il sinn í tónlist að­eins níu ára gam­all í Drengjal­úðra­sveit Aust­ur­bæj­ar og lék þar á alt­horn. Síð­an þá hef­ur hann leik­ið á hin ýmsu hljóð­færi en kla­rín­ett­an varð fyr­ir val­inu á end­an­um og hef­ur Sig­urð­ur Ingvi sótt nám í kla­rín­ettu­leik bæði hér heima sem og er­lend­is. Hann var ráð­inn til Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands árið 1973 og hef­ur margsinn­is leik­ið ein­leik með hljóm­sveit­inni.

Sig­urð­ur Ingvi starfar í dag með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands og hef­ur far­ið með hljóm­sveit­inni víða um heim. Hann hef­ur starf­að í hljóm­sveit Þjóð­leik­húss­ins frá ár­inu 1973 og í hljóm­sveit Ís­lensku Óper­unn­ar frá stofn­un henn­ar auk þess að vera virk­ur í kammer­tónlist. Hann hef­ur kennt í hinum ýmsu tón­list­ar­skól­um og er nú deild­ar­stjóri blás­ara­deild­ar Tón­list­ar­skól­ans í Reykja­vík. Hann stóð að upp­bygg­ingu Tón­list­ar­skóla F.Í.H. og var fyrsti skóla­stjóri skól­ans. Hann hef­ur hlot­ið marg­vís­leg­ar við­ur­kenn­ing­ar á sín­um langa ferli og er þá helst að nefna verð­laun frá ráð­herra vís­inda og rann­sókna í Austu­ríki fyr­ir framúrsk­ar­andi náms­ár­ang­ur við Tón­list­ar­skól­ann í Vín­ar­borg og gull­merki Fé­lags Ís­lenskra hljómlist­ar­manna.

Und­an­far­in ár hef­ur Sig­urð­ur Ingvi starf­rækt eig­in Salon­hljóm­sveit sem spil­ar vín­ar­tónlist og aðra tónlist í létt­ari kant­in­um.

Sig­urð­ur Ingvi og fjöl­skylda hans hafa búið í Mos­fells­bæ frá ár­inu 1990. Hann er gift­ur Önnu Guðnýju Guð­mund­sótt­ur pí­anó­leik­ara og eiga þau tvö börn þau Ástu fædda 1989 og Guð­mund Snorra fædd­an 1992. Fyr­ir átti Sig­urð­ur Ingvi tvo syni þá Marí­an fædd­an 1975 og Daní­el fædd­an 1976 með Manu­elu Wiesler flautu­leik­ara. Barna­börn­in eru tvö þeir Berg­vin Máni og Bjarki Freyr.

Sig­urð­ur Ingvi hef­ur stað­ið fyr­ir og tek­ið þátt í menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins með tón­leika­haldi af ýmsu tagi og hef­ur hlot­ið mik­ið lof fyr­ir. Hann er einn af stofn­end­um Tón­list­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar og hef­ur set­ið í stjórn þess frá upp­hafi. Sig­urð­ur Ingvi hef­ur einnig stað­ið fyr­ir ár­leg­um að­ventu­tón­leik­um sem haldn­ir hafa ver­ið í Mos­fells­kirkju frá ár­inu 1997 með fé­lög­um sín­um í tón­list­ar­hópn­um „Diddú og dreng­irn­ir“ og eiga þeir tón­leik­ar mikl­um vin­sæld­um að fagna og er við­burð­ur sem tón­list­ar­unn­end­ur mega ekki láta fram­hjá sér fara.