Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Ár­lega er heim­ilt að veita menn­ing­ar­styrk til ein­stak­lings, hópa eða sam­taka. Sá sem hlýt­ur styrk­inn ber nafn­bót­ina Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar.

Út­nefn­ing bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar er gerð í þeim til­gangi að efla áhuga bæj­ar­búa og ann­arra á list­um og list­sköp­un inn­an bæj­ar­fé­lags­ins og um leið að vekja at­hygli á þeim lista­mönn­um sem búa í Mos­fells­bæ.

2. gr.

Ár hvert aug­lýs­ir menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd eft­ir um­sókn­um frá lista­mönn­um sem upp­fylla skil­yrði sem fram koma í 3. grein. Einn­ig er aug­lýst eft­ir rök­studd­um til­nefn­ing­um eða ábend­ing­um um ein­stak­linga, hópa eða sam­tök lista­manna í Mos­fells­bæ sem upp­fylla skil­yrði til út­nefn­ing­ar bæj­arlista­manns. Öll­um er heim­ilt að koma með ábend­ing­ar inn­an aug­lýsts frests.

3. gr.

Þeir ein­ir koma til greina við til­nefn­ingu til bæj­arlista­manns sem hafa ver­ið virk­ir í list­grein sinni og búið í Mos­fells­bæ um tveggja ára skeið. Með um­sókn­um skulu fylgja gögn sem styðja fyrr­greind skil­yrði. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd er heim­ilt að víkja frá regl­unni um tveggja ára bú­setu þeg­ar til­nefnd­ur bæj­arlista­mað­ur er hóp­ur eða sam­tök lista­manna sem starfa eða hafa starfað inn­an Mos­fells­bæj­ar og sett mark sitt á menn­ing­ar­líf­ið.

4. gr.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd ger­ir til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um út­nefn­ingu bæj­arlista­manns.

Nefnd­ar­menn sem vegna reglna stjórn­sýslu­laga eru van­hæf­ir til vals fá fyr­ir sig vara­menn.

Til­lag­an að vali fer fram í tveim­ur um­ferð­um sem hér seg­ir.

  • Í fyrri um­ferð skal hver nefnd­ar­mað­ur kjósa tvo að­ila úr þeim hópi sem upp­fylla kröf­ur skv. 3. grein.
  • Í seinni um­ferð skal val­ið milli þeirra að­ila sem nefnd­ar­menn völdu í fyrri um­ferð. Sá að­ili sem fær flest­ar til­nefn­ing­ar í síð­ari um­ferð hlýt­ur sæmd­ar­heit­ið bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar. Ef til­nefn­ing­ar falla jafnt skal kos­ið á milli þeirra sem flest at­kvæði hlutu.
  • Nefnd­ar­menn skulu gæta trún­að­ar og þag­mælsku um til­nefn­ing­ar og úr­vinnslu þeirra inn­an nefnd­ar og ein­göngu skal upp­lýst um end­an­lega nið­ur­stöðu eft­ir að til­nefn­ing hef­ur ver­ið gerð op­in­ber.
  • Til­lögu nefnd­ar­inn­ar til bæj­ar­stjórn­ar um val á bæj­arlista­manni skal fylgja rök­stuðn­ing­ur.

5. gr.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd skal við aug­lýs­ingu, sbr. 2. grein, til­kynna hvenær bæj­arlista­mað­ur verð­ur út­nefnd­ur.

6. gr.

Nafn­bót­inni fylg­ir starfs­styrk­ur í sam­ræmi við łár­hags­áætlun bæj­ar­ins ár hvert að lág­marki kr. 1.000.000.

7. gr.

Bæj­arlista­mað­ur mun á því ári sem hann er út­nefnd­ur í sam­vinnu við menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­svið kynna sig og verk sín inn­an Mos­fells­bæj­ar.

Enn­frem­ur mæl­ist nefnd­in til þess að „Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar“ láti nafn­bót­ina koma fram sem víð­ast, bæn­um og lista­mann­in­um til fram­drátt­ar.

Stað­fest á 851. fundi bæj­ar­stjórn­ar 22. maí 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00