Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2007

Ólöf fædd­ist árið 1953. Hún lagði stund á mynd­list­ar­nám við Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík og Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands á ár­un­um 1989 til 1994. Frá ár­inu 1995 hef­ur Ólöf hald­ið fjölda sýn­inga á verk­um sín­um og hlot­ið lista­manna­laun.

Verk Ólaf­ar eru fjöl­breytt og skap­andi, m.a. inn­setn­ing­ar, mynd­bönd, mál­verk og teikn­ing­ar. Ólöf er bú­sett í Mos­fells­bæ og er með galle­rí í Þrúð­vangi sem hef­ur vak­ið mikla at­hygli á síð­ust árum. Þar hef­ur hún sýnt á síð­ustu árum, auk þess að hafa hald­ið sýn­ing­ar í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar á sl. 2 árum, ein og með öðr­um. Þá hef­ur hún ver­ið þátt­tak­andi í og driffjöð­ur á bak við sam­sýn­ingu er­lendra lista­manna í Mos­fells­bæ.

Ólöf hef­ur um ára­bil sett mark sitt á menn­ing­ar­líf og unn­ið mark­visst að upp­bygg­ingu mynd­list­ar í Mos­fells­bæ, bæði með sýn­ing­um og kennslu.