Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2007
Ólöf fæddist árið 1953. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1989 til 1994. Frá árinu 1995 hefur Ólöf haldið fjölda sýninga á verkum sínum og hlotið listamannalaun.
Verk Ólafar eru fjölbreytt og skapandi, m.a. innsetningar, myndbönd, málverk og teikningar. Ólöf er búsett í Mosfellsbæ og er með gallerí í Þrúðvangi sem hefur vakið mikla athygli á síðust árum. Þar hefur hún sýnt á síðustu árum, auk þess að hafa haldið sýningar í Listasal Mosfellsbæjar á sl. 2 árum, ein og með öðrum. Þá hefur hún verið þátttakandi í og driffjöður á bak við samsýningu erlendra listamanna í Mosfellsbæ.
Ólöf hefur um árabil sett mark sitt á menningarlíf og unnið markvisst að uppbyggingu myndlistar í Mosfellsbæ, bæði með sýningum og kennslu.