Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2004

Guð­rún er ætt­uð úr Mos­fells­sveit og ólst hér upp í bernsku. Hún hneigð­ist ung til tón­list­ar og söng mik­ið með ýms­um kór­um og tón­list­ar­mönn­um áður en hún fór í söngnám í Banda­ríkj­un­um árið 1948. Tíu árum seinna kom Guð­rún aft­ur til Ís­lands og hélt hún fjölda ein­söngs­tón­leika auk tón­leika með öðr­um tón­list­ar­mönn­um. Guð­rún hélt síð­an aft­ur til Banda­ríkj­anna í fram­halds­nám.

Árið 1964 fluttu Guð­rún og Frank til Ís­lands, festu kaup á Brenn­holti í Mos­fells­dal og búa þar enn. Ásamt tón­leika­haldi og söng við ýmis tæki­færi hef­ur Guð­rún starfað mik­ið við söng­kennslu og radd­þjálf­un kóra. Gef­in hef­ur ver­ið út hljóm­plata með söng Guð­rún­ar og hef­ur hún hlot­ið lista­manna­laun og Fálka­orðu fyr­ir störf sín að tónlist. Guð­rún hef­ur um ára­bil ver­ið einn virt­asti söngv­ari og söng­fræð­ari Ís­lands.

Frank Ponzi fædd­ist í Penn­sylvaníu í Banda­ríkj­un­um. For­eldr­ar hans voru af ít­ölsk­um ætt­um og flutt­ust til Am­er­íku 1911. Frank er mennt­að­ur list­fræð­ing­ur og starfað sem lista­mað­ur, einkum sem mynd­list­ar­mað­ur og rit­höf­und­ur. Ævi­st­arf hans hef­ur ver­ið helgað list­um og menn­ing­ar­mál­um í víð­um skiln­ingi. Ein­stakt og trú­lega merki­leg­asta fram­lag hans er bóka­flokk­ur sem hann hef­ur skrif­að og safn­að efni í með ára­löng­um rann­sókn­um og fjall­ar um út­lend­inga sem hafa sótt Ís­land heim á fyrri öld­um og túlkað land og þjóð í mynd­list.

Frank og Guð­rún hafa ver­ið nokk­urs­kon­ar menn­ing­ar­leg­ir sendi­herr­ar í sinni sveit um ára­bil í þau 40 ár sem þau hafa búið í Mos­fells­bæ. Til­nefn­ing menn­ing­ar­mála­nefnd­ar er hugs­uð sem heið­ur fyr­ir langt ævi­st­arf til marg­hæfra lista­manna.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00