Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2014
KALEO skaust upp á stjörnuhimininn á árinu 2013. Hljómsveitina skipa Mosfellingarnir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock.
Hljómsveitin hefur tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á risatónleikum Rásar 2 á Menningarnótt, komið fram á Airwaves ásamt því að spila á tónleikum í Mosfellsbæ og víðar.
Kaleo, kom, sá og sigraði á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói.