Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2013
Ólafur er einn helsti rithöfundur Íslands. Hann dregur upp lifandi og litsterka mynd af sögutíma og persónum og er ósmeykur við að velta upp þeim stóru siðferðilegu spurningum sem spurt er í alvöru skáldskap. Hann hefur nýtt sögu Íslands á mjög áhugaverðan hátt í verkum sínum. Ólafur er afkastamikill rithöfundur og skáldsögur hans hafa fengið góðar viðtökur og viðurkenningar.
Meðal verka Ólafs eru: Blóðakur, Gaga, Heilagur andi og englar vítis, Höfuðlausn, Ljóstollur, Milljón prósent menn, Sögur úr Skuggahverfinu, Tröllakirkja, Vetrarferðin og Öxin og jörðin.
Ólafur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sögulegu skáldsöguna Öxin og jörðin (2003). Bók hans Tröllakirkja (1992) var tilnefnd til sömu verðlauna.