Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2010

Jón Kalm­an fædd­ist í Reykja­vík 17. des­em­ber 1963 og bjó þar til 12 ára ald­urs en flutti þá til Kefla­vík­ur. Hann lauk stúd­ents­prófi frá Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­nesja og flutti svo aft­ur til Reykja­vík­ur árið 1986.

Jón Kalm­an lagði stund á bók­mennta­fræði við Há­skóla Ís­lands á ár­un­um 1986 til 1991. Hann kenndi bók­mennt­ir við Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi og við Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­nesja. Einn­ig skrif­aði hann grein­ar og gagn­rýndi bæk­ur fyr­ir Morg­un­blað­ið í nokk­ur ár. Jón bjó í Kaup­manna­höfn 1992 til 1995 og sinnti ýms­um störf­um þar. Hann flutti í Mos­fells­bæ árið 1996 og starf­aði sem bóka­vörð­ur við Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar frá hausti það ár til vors 2000. Síð­an þá hef­ur hann ver­ið starf­andi rit­höf­und­ur.

Jón Kalm­an hef­ur sent frá sér fjölda bóka; ljóð, skáld­sög­ur, þýð­ing­ar og smá­sagna­safn. Hann hef­ur þýtt tals­vert af bók­mennt­um, að­al­lega ljóð og skáld­sög­ur.

Jóni Kalm­an hafa hlotn­ast ýms­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir ritstörf. Þrjár af bók­um hans hafa ver­ið til­nefnd­ar til Bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs: Sum­ar­ið bak við brekk­una 2001, Ým­is­legt um risaf­ur­ur og tím­ann 2004 og Sum­ar­ljós, og svo kem­ur nótt­in 2007. Hann hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in 2005 fyr­ir skáld­sög­una Sum­ar­ljós, og svo kem­ur nótt­in. Jón hlaut Bók­mennta­verð­laun starfs­fólks bóka­versl­ana fyr­ir Himna­ríki og hel­víti 2007 og Harm engl­anna 2009 sem vald­ar voru besta skáld­saga árs­ins. Þá fékk hann við­ur­kenn­ingu Rit­höf­unda­sjóðs Rík­is­út­varps­ins árið 2006.

Bæk­ur Jóns Kalmans hafa ver­ið þýdd­ar á þýsku, sænsku, dönsku, norsku, ensku, hol­lensku og frönsku og feng­ið góð­ar við­tök­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00