Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2006

 

Jó­hann fædd­ist 2. júlí 1939 í Reykja­vík. Hann lauk gagn­fræða­prófi frá Gagn­fræða­skóla Aust­ur­bæj­ar 1956 og var við prent­nám í Iðn­skóla Reykja­vík­ur til 1959. Sama ár fór hann í spænsku­nám við Há­skól­ann í Barcelona og svo aft­ur árið 1965. Jó­hann starf­aði hjá Póst- og síma­mála­stofn­un frá 1954-1985 og gegndi m.a. stöðu póst­full­trúa og úti­bús­stjóra og síð­an blaða­full­trúa frá 1985-1990.

Hann var bók­mennta­gagn­rýn­andi Morg­un­blaðs­ins frá 1966 og leik­list­ar­gagn­rýn­andi sama blaðs árin 1967-1988. Jó­hann hafði um­sjón með bók­mennta­þátt­um í Rík­is­út­varp­inu en frá 1990 hef­ur hann ver­ið bók­mennta­gagn­rýn­andi að að­alstarfi.

Jó­hann var í stjórn Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda og Rit­höf­unda­sam­bands Ís­lands 1968-1972. Hann var í dóm­nefnd bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs 1981-1990 og formað­ur nefnd­ar­inn­ar frá 1987-1989. Auk þess gegndi hann ýms­um nefnd­ar­störf­um hjá Pósti og síma og Sam­göngu­ráðu­neyt­inu 1985-1990.

Jó­hann hef­ur gef­ið út fjölda ljóða­bóka og kom fyrsta bókin, Aungull í tím­ann, út árið 1956. Ljóð Jó­hanns hafa ver­ið þýdd á mörg tungu­mál og birst í safn­rit­um víðs veg­ar um heim­inn. Ljóða­bókin Hljóð­leik­ar (2000) var til­nefnd til Bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs 2003. Jó­hann hef­ur einn­ig þýtt ljóð fjöl­mar­gra er­lendra höf­unda. Ljóð Jó­hann­as og þýð­ing­ar njóta mik­ill­ar virð­ing­ar og jafn­framt hef­ur hann sam­ið ein­stak­ar fræði­bæk­ur um bók­mennt­ir og ljóð.

Jó­hann hef­ur ver­ið bú­sett­ur í Mos­fells­bæ í fjölda ára og verð­ur fyrsti rit­lista­mað­ur sem fengi sæmd­ar­heit­ið Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00