Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2000
Kórinn var stofnaður þann 15. janúar 1940. Fyrsta söngskemmtunin var að Brúarlandi í Mosfellssveit 7. febrúar það ár. Stofnfélagar voru 20, en þeim hefur nú fjölgað í rúmlega 50.
Fyrsti söngstjóri var Oddur Andrésson á Hálsi í Kjós, en síðar tóku við þeir Gunnar Sigurgeirsson, Páll Halldórsson og Birgir Halldórsson og voru æfingar haldar í Brúarlandi. Lárus Sveinsson tók við stjórn kórsins árið 1975 og stjórnaði honum í 25 ár, að undanskildum fjórum árum, en þá stjórnaði Helgi R. Einarsson. Lárus lést árið 2000, og þá tók Atli Guðlaugsson við. Árið 2007 lét hann af störfum og Gunnar Ben tók við og stjórnaði til ársins 2012. Þá tók Julian Hewlet við og stjórnaði hann kórnum til 2014. Núverandi stjórnandi er Árni Heiðar Karlsson.
Karlakórinn Stefnir hefur starfað af nokkrum þrótti flest þessi ár og haft mikla breidd í verkefnavali, allt frá léttum slögurum upp í sígilda tónlist eftir Mozart, Wagner, Beethoven og Liszt.
Kórinn hefur ferðast nokkuð, bæði innanlands og utan, m.a. til Kanada, Danmerkur og Noregs. Árið 1997 fór kórinn til Austurríkis og Ungverjalands þar sem flutt var Sálumessa eftir Frans Liszt í fæðingarborg tónskáldsins, Búdapest, og einnig í Vínarborg.