Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2002

Anna er fædd í Reykja­vík. Hún braut­skráð­ist frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík árið 1979 og stund­aði Post Gradua­te nám við Guild­hall School of Music and Drama í London með sér­staka áherslu á kammer­tónlist og með­leik með söng.

Hún hef­ur starf­að á Ís­landi í rúma tvo ára­tugi og kom­ið fram sem ein­leik­ari með­al ann­ars með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands. Anna Guðný hef­ur ver­ið pí­anó­leik­ari Kammer­sveit­ar­inn­ar um langt ára­bil; ferð­ast víða með henni og leik­ið inn á geisladiska, með­al ann­ars pí­anókonserta eft­ir Leif Þór­ar­ins­son, Atla Heimi Sveins­son og Þor­kel Sig­ur­björns­son. Sam­starf henn­ar og Sigrún­ar Hjálm­týs­dótt­ur, sópr­an­söng­konu hef­ur stað­ið síð­an á náms­ár­un­um í London.

Anna hef­ur kom­ið fram á Lista­há­tíð í Reykja­vík og leik­ur reglu­lega inn­an rað­ar TÍBRÁR-tón­leik­anna í Saln­um í Kópa­vogi.